Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1992, Side 66

Náttúrufræðingurinn - 1992, Side 66
vesturjöklum Vatnajökuls, úfnum og sprungnum. A fáeinum þeirra eru þýskar áletranir og því vísast ekki verk Guðmundar. A eina þeirra (1. mynd) er letrað Eisrand mit Djúpá (Jökuljaðar við Djúpá). Ætla má að einhver Þjóðverjanna eða Austurríkis- mannanna er fóru til Grímsvatna síð- sumars 1934 og sumarið 1935 hafi tek- ið þá mynd. Ljósmyndarinn gæti verið Ernst Herrmann eða Rudolf Leutelt en Guðmundur hafði mest samband við þá tvo úr hópi umræddra úlend- inga. Myndin sýnir dæmigerðan sprunginn og forugan framhlaupsjað- ar. Hina ljósmyndina (2. mynd) tók Guðmundur sjálfur hátt úr lofti vest- an við Skáftárjökul, líklega í ársbyrjun 1946. Jökullinn er greinilega hlaupinn en í fjarska sér á Þórðarhyrnu og enn lengra burtu hreykir sér Öræfajök- ull. 2. mynd. Sporður Skaftárjökuls úr vestri 1946. Jökullinn var þá nýhlaupinn (1945). Þórð- arhyrna og Öræfajökull í baksýn. Tlte snout of Skaftafellsjökull, seen from tlie west (1946), after a surge in 1945. Mt. Þórðarhyrna and Örœfajökull in the background. Ljósm. photo Guðmundur Einarsson frá Miðdal. 144

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.