Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 17
3. mynd. Urðarjökull i botni Hraunárdals, sem er afdalur inn úr Djúpadal í Eyjafirði.
Ljósm. Agúst Guðmundsson.
nokkrir aðrir sem farnir voru á næstu 3-4
árum, einkum um háfjöll á Tröllaskaga,
urðu til þess ég snerist á hlið við berg-
hlaupakenninguna og liðlega það. Var nú
svo komið að ég velti jafnan báðum kenn-
ingunum fyrir mér er ég horfði á urðarbing
í fjallshlíð.
Sannfærðir Svisslendingar
Haustiðl990 var ég við störf á Fljótsdal
ásamt J.P. Gisiger jarðfræðingi og verk-
fræðingunum G. Eppinger og P. Chamot
frá svissneska ráðgjafafyrirtækinu Electro-
watt. Fór ég með þá á sömu slóðir og Dan-
ina áratug fyrr. Eins og Danimir ráku þeir
strax augun i dálaglega urðarjökla í suð-
vesturhlíðum Víðivallaháls. Vefengdi ég
skoðanir þeirra og hafði i frammi nokkra
vörn fyrir berghlaupin. Eftir langar um-
ræður og fortölur tókst Svisslendingunum
að fá mig ofan af þessari flrru og í skoðun-
arferð með þeim um austanvert landið síð-
ar sama haust fengu nokkur önnur berg-
hlaup á Austurlandi svipaða útreið. Ég
sýndi Svisslendingunum einnig loftmyndir
frá ýmsum berghlaupasvæðum landsins og
fékk oftast sömu svörin. Þeir töldu að
myndirnar sýndu urðarjökla en ekki berg-
hlaup. í framhaldi af þessu fór ég að rýna í
það sem ég fann á prenti um urðarjökla og
berghlaup. Heimildir um urðarjöklana
voru aðallega erlendar en heimildir um
berghlaupin íslenskar. Fór brátt svo að ég
sneri að mestu baki við viðurkenndum ís-
lenskum skoðunum á berghlaupum og tel
að flest þeirra séu í reynd óvirkir urðar-
jöklar, myndaðir við rýrari loftslagsskil-
yrði en ríkja hér nú.
Þessari grein er ætlað að koma af stað
umfjöllun um þessi fyrirbæri. Hér verður
rakin rannsóknarsaga þeirra hér á landi og
henni verður síðan fylgt eftir með einni
eða fleiri greinum þar sem snöggar berg-
skriður (eða berghlaup) verða bornar
saman við hægfara niðurbrot og hægfara
skrið eða sil á lausveðruðu efni.
■ RANNSÓKNARSAGA
BERGHLAUPA Á ÍSLANDI
Eftir allmikið grúsk í heimildum um
berghlaup á íslandi fór hin sögulega hlið
rannsókna á þessum vettvangi að skýrast.
Tel ég nú fullvíst að hún spanni nokkuð á
aðra öld.
179