Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 17

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 17
3. mynd. Urðarjökull i botni Hraunárdals, sem er afdalur inn úr Djúpadal í Eyjafirði. Ljósm. Agúst Guðmundsson. nokkrir aðrir sem farnir voru á næstu 3-4 árum, einkum um háfjöll á Tröllaskaga, urðu til þess ég snerist á hlið við berg- hlaupakenninguna og liðlega það. Var nú svo komið að ég velti jafnan báðum kenn- ingunum fyrir mér er ég horfði á urðarbing í fjallshlíð. Sannfærðir Svisslendingar Haustiðl990 var ég við störf á Fljótsdal ásamt J.P. Gisiger jarðfræðingi og verk- fræðingunum G. Eppinger og P. Chamot frá svissneska ráðgjafafyrirtækinu Electro- watt. Fór ég með þá á sömu slóðir og Dan- ina áratug fyrr. Eins og Danimir ráku þeir strax augun i dálaglega urðarjökla í suð- vesturhlíðum Víðivallaháls. Vefengdi ég skoðanir þeirra og hafði i frammi nokkra vörn fyrir berghlaupin. Eftir langar um- ræður og fortölur tókst Svisslendingunum að fá mig ofan af þessari flrru og í skoðun- arferð með þeim um austanvert landið síð- ar sama haust fengu nokkur önnur berg- hlaup á Austurlandi svipaða útreið. Ég sýndi Svisslendingunum einnig loftmyndir frá ýmsum berghlaupasvæðum landsins og fékk oftast sömu svörin. Þeir töldu að myndirnar sýndu urðarjökla en ekki berg- hlaup. í framhaldi af þessu fór ég að rýna í það sem ég fann á prenti um urðarjökla og berghlaup. Heimildir um urðarjöklana voru aðallega erlendar en heimildir um berghlaupin íslenskar. Fór brátt svo að ég sneri að mestu baki við viðurkenndum ís- lenskum skoðunum á berghlaupum og tel að flest þeirra séu í reynd óvirkir urðar- jöklar, myndaðir við rýrari loftslagsskil- yrði en ríkja hér nú. Þessari grein er ætlað að koma af stað umfjöllun um þessi fyrirbæri. Hér verður rakin rannsóknarsaga þeirra hér á landi og henni verður síðan fylgt eftir með einni eða fleiri greinum þar sem snöggar berg- skriður (eða berghlaup) verða bornar saman við hægfara niðurbrot og hægfara skrið eða sil á lausveðruðu efni. ■ RANNSÓKNARSAGA BERGHLAUPA Á ÍSLANDI Eftir allmikið grúsk í heimildum um berghlaup á íslandi fór hin sögulega hlið rannsókna á þessum vettvangi að skýrast. Tel ég nú fullvíst að hún spanni nokkuð á aðra öld. 179
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.