Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 26

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 26
1. mynd. Rœktunaraðferðir viðfasta hengi- rækt á skelfiski. a) stólparœkt, einstakir stólpar notaðir, b) stólparækt, stólpar hafa verið tengdir saman, c) grindarrækt. 2. mynd. Ræktunaraðferðir við fljótandi hengirœkt á skelfiski. a) flekarœkt, b) linu- rœkt. Kuðungar 9% Hömudiskur Kræklingur 40% 3. mynd. Skipting heimsframleiðslu skel- fisks árið 1991 (3.223.000 tonn) eftir ættum (FAO 1993). dýrin uppi í sjó (hengirækt) þar sem meira er um orkuríka fæðu (svifþörunga) en á sjávarbotni. Ýmsar útfærslur af hengirækt hafa þró- ast gegnum tíðina og er þar greint á milli fastrar og fljótandi ræktar. Föst HENGIRÆKT Af fastri hengirækt er stólparækt algeng- ust. Hún er hin upprunalega aðferð við kræklingseldi og enn mikið notuð í Frakk- landi. Lirfum er safnað á reipi sem síðan er vafíð um stólpa og skelfískurinn látinn vaxa þar áfram þar til markaðsstærð er náð (1. mynd a). í öðrum tilfellum eru stólpamir bundnir saman með reipi eða timbri er virkar sem lirfusafnarar og síðan sem uppvaxtarstaður fyrir kræklinginn (1. mynd b). Þriðja aðferðin í fastri hengirækt er grindarrækt, þar sem grind er komið fyrir úti í sjó en undir henni hanga reipi sem ræktunin fer fram á. I öðmm tilfellum er netsokkum með skeljum komið fyrir undir grindinni (1. mynd c). Þessi aðferð er notuð við kræklingsrækt í Asíu og ostru- rækt í Japan, Kóreu og Frakklandi. Fljótandi hengirækt I fljótandi hengirækt er hægt að rækta skelfískinn á dýpra vatni en í föstu rækt- inni og hefur þessi aðferð því orðið æ algengari. Ræktun á reipum eða í netsokk- um sem festir hafa verið undir timburfleka er algeng aðferð við kræklingseldi á Spáni, við ostraeldi í Japan, Kóreu og Frakklandi og við hörpudiskeldi í Japan (2. mynd a). Línurækt, sem er nýjasta aðferðin í skel- fiskeldi, samanstendur af burðarlínu sem haldið er uppi af baujum. Undir burðar- línuna eru hengd ræktunarbúr eða reipi, eftir því hvaða tegund á að rækta (2. mynd b). Þetta er eina aðferðin við hörpudisk- rækt, fyrir utan botnrækt, og er þar skelj- unum komið fyrir í búrum sem hanga undir burðarlínunni. Línurækt er einnig algeng við ræktun á kræklingi og ostram. Við kræklingsrækt eru notuð reipi eða net- sokkar undir kræklinginn en við ostra- ræktina era notuð búr eða bakkar. 188

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.