Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 49
Yngra-
STAMPAGOSIÐ
Á REYKjAN ESI
Syðst og vestast á Reykjanesskaga
heitir Reykjanes og er skaginn við það
kenndur. Nesið er eldbrunnið mjög og
dregur nafn sitt af allmiklu gufu- og
leirhverasvœði.
Hér rís Mið-Atlantshafshryggurinn
úr sæ og eldvirkni á landi tekur við af
neðansjávargosum. Heimildir geta um
fjölda gosa í sjó undan Reykjanesi eftir
landnám en aðeins eitt á landi. Hér
segir frá ummerkjum síðustu elds-
umbrota sem orðið hafa á Reykjanesi
en það var á fyrri hluta 13. aldar og
gaus þá bœði á landi og i sjó.
fyrri hluta 13. aldar voru eldgos
tíð á vestanverðum Reykjanes-
skaga og í sjó undan Reykjanesi.
1 rituðum heimildum er getið að
minnsta kosti sex neðansjávargosa. Hraun
ásamt gjóskulögum í jarðvegi bera þessum
atburðum glöggt vitni. Nýlegar rannsóknir
sýna að yngsta hraun á Reykjanesi, Yngra-
Stampahraunið, rann í þessum cldum og
jafnframt að þá hafi gossprungan náð í sjó
fram. Sprengigos urðu við ströndina þar
sem gossprungan mætti ægi og hlóðust þar
upp tveir gjóskugigar. Gjóska frá þeim
barst yfír Reykjanes og nærliggjandi
Magnús Á Sigurgeirsson (f. 1963) lauk B.S.-prófi i
jarðfræði frá Háskóla íslands 1989 og meistaraprófi
1992. Hann hefur starfað hjá Jarðhitadeild Orku-
stofnunar síðan. Magnús hefur á undanlomum árum
einnig unnið við athuganir á gjóskulögum í tengslum
við fomleifarannsóknir.
svæði. Þetta gos, sem hér er nefnt Yngra-
Stampagosið, markaði upphaf langvarandi
elda, þ.e. Reykjaneselda, sem stóðu yfír
um þriggja áratuga skeið á öndverðri 13.
öld.
■ STAÐHÆTTIR
Reykjanes er um 5 km langt, í suðvestur-
norðausturstefnu, og myndar suðvestasta
hluta Reykjanesskagans. Það afmarkast af
Stóru-Sandvík í vestri og Sandvík austan
Háleyjabungu í austri (1. mynd). Nesið er
allt eldbrunnið og hrjóstrugt yfír að líta, að
mestu þakið gróðurvana, sandorpnum og
úfnum hraunum. Upp úr hraunbreiðunum
rísa móbergs- og bólstrabergshryggir sem
liggja slitrótt norðaustur eftir nesinu. Næst
ströndinni er Valahnúkur sem skagar í sjó
fram en innar koma Bæjarfell, sem vitinn
stendur á, Litlafell, Sýrfellsdrög og Sýr-
fell, sem er þeirra hæst. A austanverðu
Reykjanesi eru hraundyngjumar Skálafell
og Háleyjabunga. Hraun þeirra eru mjög
misgengin og spmngin enda elst hrauna á
nesinu. Að móbergsmyndunum og dyngj-
um frátöldum er nesið að mestu leyti þakið
hraunum sem runnið hafa frá gossprung-
um. Eru það yngstu bergmyndanir þar,
eins og raunar á við um Reykjanesskagann
í heild. Stærst þessara hrauna á Reykjanesi
er Tjaldstaðagjárhraun sem þekur um
fímmtung nessins. Erfitt er að átta sig á
stærð eldri sprunguhraunanna þar sem þau
eru að miklum hluta þakin yngri hraunum.
Náttúrufræðingurinn 64 (3), bls. 211-230, 1995.
211