Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 49

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 49
Yngra- STAMPAGOSIÐ Á REYKjAN ESI Syðst og vestast á Reykjanesskaga heitir Reykjanes og er skaginn við það kenndur. Nesið er eldbrunnið mjög og dregur nafn sitt af allmiklu gufu- og leirhverasvœði. Hér rís Mið-Atlantshafshryggurinn úr sæ og eldvirkni á landi tekur við af neðansjávargosum. Heimildir geta um fjölda gosa í sjó undan Reykjanesi eftir landnám en aðeins eitt á landi. Hér segir frá ummerkjum síðustu elds- umbrota sem orðið hafa á Reykjanesi en það var á fyrri hluta 13. aldar og gaus þá bœði á landi og i sjó. fyrri hluta 13. aldar voru eldgos tíð á vestanverðum Reykjanes- skaga og í sjó undan Reykjanesi. 1 rituðum heimildum er getið að minnsta kosti sex neðansjávargosa. Hraun ásamt gjóskulögum í jarðvegi bera þessum atburðum glöggt vitni. Nýlegar rannsóknir sýna að yngsta hraun á Reykjanesi, Yngra- Stampahraunið, rann í þessum cldum og jafnframt að þá hafi gossprungan náð í sjó fram. Sprengigos urðu við ströndina þar sem gossprungan mætti ægi og hlóðust þar upp tveir gjóskugigar. Gjóska frá þeim barst yfír Reykjanes og nærliggjandi Magnús Á Sigurgeirsson (f. 1963) lauk B.S.-prófi i jarðfræði frá Háskóla íslands 1989 og meistaraprófi 1992. Hann hefur starfað hjá Jarðhitadeild Orku- stofnunar síðan. Magnús hefur á undanlomum árum einnig unnið við athuganir á gjóskulögum í tengslum við fomleifarannsóknir. svæði. Þetta gos, sem hér er nefnt Yngra- Stampagosið, markaði upphaf langvarandi elda, þ.e. Reykjaneselda, sem stóðu yfír um þriggja áratuga skeið á öndverðri 13. öld. ■ STAÐHÆTTIR Reykjanes er um 5 km langt, í suðvestur- norðausturstefnu, og myndar suðvestasta hluta Reykjanesskagans. Það afmarkast af Stóru-Sandvík í vestri og Sandvík austan Háleyjabungu í austri (1. mynd). Nesið er allt eldbrunnið og hrjóstrugt yfír að líta, að mestu þakið gróðurvana, sandorpnum og úfnum hraunum. Upp úr hraunbreiðunum rísa móbergs- og bólstrabergshryggir sem liggja slitrótt norðaustur eftir nesinu. Næst ströndinni er Valahnúkur sem skagar í sjó fram en innar koma Bæjarfell, sem vitinn stendur á, Litlafell, Sýrfellsdrög og Sýr- fell, sem er þeirra hæst. A austanverðu Reykjanesi eru hraundyngjumar Skálafell og Háleyjabunga. Hraun þeirra eru mjög misgengin og spmngin enda elst hrauna á nesinu. Að móbergsmyndunum og dyngj- um frátöldum er nesið að mestu leyti þakið hraunum sem runnið hafa frá gossprung- um. Eru það yngstu bergmyndanir þar, eins og raunar á við um Reykjanesskagann í heild. Stærst þessara hrauna á Reykjanesi er Tjaldstaðagjárhraun sem þekur um fímmtung nessins. Erfitt er að átta sig á stærð eldri sprunguhraunanna þar sem þau eru að miklum hluta þakin yngri hraunum. Náttúrufræðingurinn 64 (3), bls. 211-230, 1995. 211
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.