Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 54
m o
R9 1 l
BB | OÆ j®|_|
H: Heklugjóska
K: Kötlugjóska
R: Reykjanesgjóska
LNL: Landnámslag
YS: Yngra Stampahraun
4. mynd. Gjóskulagasnið á Reykjanesi (sjá
síaði á 1. mynd). - Three soil sections on
Reykjanes (see fig. 1 for exact locations).
gígunum virðist hafa verið nokkuð í
samræmi við stærð þeirra.
Hawaiísk. gosvirkni
Af ummerkjum má ætla að svonefnd
hawaiísk gosvirkni hafi verið ráðandi
þegar Yngra-Stampahraunið myndaðist.
Einkennist hún af kvikustrókavirkni og
klepramyndun. Hæð kvikustróka í slíkum
gosum er jafnan minni en 300 m (Walker
1973). Af stærð og byggingu gíga Yngri-
Stampagígaraðarinnar má ráða að kviku-
strókamir hafi verið mjög misháir, lágir
um miðhluta hennar en hæstir til beggja
enda, þar sem stærstu gígamir em. Rann-
sóknir á rennslisháttum hrauna á Hawaii
benda til að helluhraun myndist helst
þegar hraunframleiðslan er lítil, minni en
5-10 m3/sek, og að sá þáttur ráði mestu
um hvort helluhraun eða apalhraun mynd-
ist (Rowland og Walker 1990). Sem dæmi
má nefna að sé gert ráð fyrir að hraun-
rennslið frá Yngri-Stampagígaröðinni hafí
að jafnaði verið 50 mVsek hefur það
myndast á u.þ.b. ljórum dögum. 1 þessu
dæmi eru margir óvissuþættir og er því
einungis ætlað að gefa hugmynd um
mögulegan myndunartíma.
Helluhraun
Yngra-Stampahraunið flokkast sem hellu-
hraun (3. mynd). Víðast hvar er það
tiltölulega slétt og greitt yfírferðar, eink-
um nærri gígunum, en er þó allúfíð sums
staðar, sérstaklega á þeim svæðum sem
fjærst liggja gígaröðinni. Má þar sjá ýmiss
konar fellingar og múga sem myndast hafa
á yfirborði hraunsins. Næst gígunum hefur
hraunið að mestu runnið um lokaðar rásir
eða pípur sem víða mynda margbrotin
kerfí. Einkum er þetta áberandi við Stamp-
ana nyrst á gígaröðinni. Eldvörpin á gíga-
röðinni eru byggð nánast eingöngu úr
hraunslettum, eða kleprum, en gjalli
aðeins í litlum mæli. Fonn og stærð gíg-
anna er margbreytileg, allt frá reisulegum
stamplaga gigum, 10-20 m háum, til lágra
kleprahrúgalda eða rima sem rísa einungis
1-2 m yfir umhverfi sitt. Hraunrennsli frá
Undirlag hraunsins
Yngra-Stampahraunið hefur runnið yfír
eða upp að öllum myndunum sem það
kemur að og eru jaðrar þess því tiltölulega
auðraktir. Á nokkrum stöðum við jaðarinn,
þar sem rofíst hefur undan honum eða
efnisnám verið stundað, má fyrirhafnar-
lítið skoða undirlag hraunsins og sjá hvað
þar dylst. Á 4. mynd eru sýnd þrjú jarð-
lagasnið sem ná undir hraunið. Snið 1 og 2
eru úr gjallnámum í gígum Eldri-Stampa-
gígaraðarinnar. Má þar auðveldlega sjá
undir Yngra-Stampahraunið þar sem það
hefur runnið upp að gígunum. Við suð-
vesturströndina hefur víða rofíst undan
hraunjaðrinum og eru þar góðar opnur. í
sniði 3 við Valahnúk, einu af lykilsniðun-
um á Reykjanesi, má sjá jarðveg með
gjóskulögum bæði neðan og ofan hrauns-
ins. Eru þar varðveitt flest Reykjaneslögin
(R) auk annarra gjóskulaga sem eiga mun
216