Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 55

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 55
5. mynd. Jarðvegssnið nr. 1 (sjá 4. mynd) þar sem meðal annars má sjá landnámslagið (Ijósleita rönd), gjóskulögin R-7, undir hrauninu, R-8 og R-9. Nœst undir gjóskulaginu R-7 má greina kolaðar mosaleifar lengst til hægri á myndinni. — Soil section number 1 (see fig. 4 for explanation). Mynd/photo Magnús A. Sigurgeirsson. ijarlægari upptök, þ.e. í Kötlu (K) og Heklu (H) (4. mynd). Uppruni allra lag- anna hefur verið staðfestur með efnagrein- ingu á gjóskukomum. Mikilvægasta og best þekkta gjóskulagið í sniðinu er land- námslagið (LNL). Það myndaðist í miklum eldsumbrotum á Veiðivatnasvæðinu um 900 e.Kr. og nær útbreiðsla þess til megin- hluta landsins (Guðrún Larsen 1984). Þetta gjóskulag má fínna um allan Reykjanes- skaga, ljósgulleitt á vestanverðum skagan- um en tvílitt á honum austanverðum, með dökkan efri hluta og ljósari neðri hluta. HrAUNIÐ OG GJÓSKULAGIÐ Þar sem skoðað er undir Yngra-Stampa- hraunið má sjá að næst undir því er ávallt dökkmóbrúnt gjóskulag (R-7 í I. töflu). Enginn jarðvegur er sjáanlegur þar á milli og því vart um mikinn aldursmun að ræða. Gjóskulagið þykknar skarpt til suðvesturs, frá 5-6 cm við ofanverða gígaröðina í 10- 12 cm við miðhluta hennar og rúman metra við Valahnúk. Frá Valahnúk má síðan rekja lagið norðvestur með ströndinni þar sem það þykknar smám saman, í allt að 20 m á ströndinni gegnt Karli. Vatnsfell, sem þama er við ströndina, er að verulegum hluta byggt úr þessari gjósku. Fer vart á milli mála að upptök gjóskulagsins undir Yngra-Stampahrauninu eru við suðvestur- ströndina og að leifar upptakagígsins eru þar varðveittar. Athuganir benda eindregið til að gjóskulagið og hraunið séu samtíma- myndanir og hafí orðið til við gos á gos- sprungu sem var virk bæði á landi og í sjó. Verður nú gerð frekari grein fyrir gígleif- unum við ströndina, gerð þeirra, byggingu og tengslum við Yngra-Stampahraunið. ■ gjóskugígarnir Við könnun á gígleifunum við suðvestur- ströndina kom í ljós að þar er í raun um leifar tveggja gjóskugíga að ræða. Hefur 217

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.