Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 63
(4. og 5. mynd). Sniðið er skammt vestur
af nyrstu gígum Yngri-Stampagígaraðar-
innar, í gjallnámu sem þar er í einum gíga
Eldri-Stampagígaraðarinnar. Mikið efni
hefur verið numið úr gígnum og er þar
eftir djúp tóft. I sniðinu kemur fram að
gjall hefur borist ofan úr gígnum um langt
skeið og safnast fyrir við rætur hans.
Gjallið verður fíngerðara upp á við og er
efsti hluti þess blandaður leirkenndum
gulbrúnum jarðvegi. í honum hefur eitt
sinn vaxið gamburmosi (Racomitrium lan-
uginosum) sem nú myndar svarta þunna
rönd í sniðinu. Hann hefur síðan hulist
gjósku og hrauni frá Yngra-Stampagosinu
og þá væntanlega kafnað undan fargi
gjóskunnar en síðan kolast þegar glóandi
hraunið rann yfír. Aldursgreining á mos-
anum ætti að gefa raunhæfa tímasetningu
á Yngra-Stampagosinu. Tekin voru tvö
sýni til aldursgreiningar úr sniði 1, annars
vegar stönglar sem eru á dreif ofantil í
gjalllaginu (AAR-112), ofan landnáms-
lagsins, og hins vegar af mosanum (AAR-
717). Stönglamir, sem eru sennilega af
víði, hafa greinilega borist ofan úr gjall-
gígnum um nokkurt skeið og eru því
tilfluttir. Aldur stönglanna reyndist vera
940+/-100 ár BP en mosans 825+/-70 ár
BP. Em óvissumörkin miðuð við eitt
staðalfrávik. Sé aldurinn leiðréttur með
leiðréttingargrafí Stuivers og Beckers
(1986) fæst að stönglamir séu frá 990-
1210 e.Kr. en mosinn frá 1134-1276 e.Kr.
Bendir þetta til að Yngra-Stampagosið
hafí orðið á 12.-13. öld.
Gjóskulög
Eins og fyrr segir er landnámslagið eitt
mikilvægasta leiðarlag og jafntímalína í
jarðvegi á Reykjanesskaga. Þar sem land-
námslagið finnst í jarðvegi undir gjósku-
laginu R-7 og Yngra-Stampahrauninu er
það að jafnaði 10-12 cm neðan gjósku-
lagsins, sem bendir til verulegs aldurs-
munar á lögunum.
í sniði 1 má sjá tvö gjóskulög, R-8 og
R-9, sem mynduðust við gos í sjó undan
Reykjanesi um sama leyti og R-7 og
Yngra-Stampahraunið. Leidd hafa verið
rök að því að gjóskulagið R-9, sem
almennt er nefnt miðaldalagið, hafí
myndast árið 1226 e.Kr. (Haukur
Jóhannesson og Sigmundur Einarsson
1988, Magnús Á. Sigurgeirsson 1992a). Sé
tekið mið af jarðvegsþykkt á milli land-
námslags og R-7, annars vegar, og R-7 og
R-9, hins vegar, er ljóst að aldursmunur
síðarnefndu laganna tveggja getur ekki
verið mikill, vart meiri en nokkur ár eða
áratugir. Kemur þetta vel fram í sniði 1.
RlTAÐAR HEIMILDIR
í rituðum heimildum kemur fram að gos
í sjó hafí verið tíð undan Reykjanesi á
öndverðri 13. öld, á tímabilinu 1211-1240
e.Kr. Nefnd eru sex gos frá þessum tíma,
þ.e. árin 1211, 1223, 1226, 1231, 1238 og
1240, sem bendir til goshrinu við Reykja-
nes (sbr. annálasamantekt Sigurðar Þór-
arinssonar 1965). Hefúr þessi goshrina
verið nefnd Reykjaneseldar (Haukur
Jóhannesson 1989, 1990). Við gjósku-
lagarannsóknir á Reykjanesskaga fundust
ljögur gjóskulög sem tengja má Reykja-
neseldum, þ.e. gjóskulögin R-7-R-10
(Magnús Á. Sigurgeirsson 1992a,b). Ekki
er hægt að fullyrða neitt um gosár Yngri-
Stampagigaraðarinnar, en í ljósi þess að
Yngra-Stampagosið er fyrsti merkjanlegi
atburðurinn í Reykjaneseldum er ekki
útilokað að fyrsta ártalið sem tilgreint er í
heimildum, árið 1211, eigi þar við.
í heimildum er hvergi sagt berum orðum
að hraun hafí runnið á Reykjanesi en helst
er þó ýjað að því í frásögnum við árið
1210/11 (Storm 1888). í Oddaverjaannál
er sagt:
„Elldur wm Reykianes: Saurli fann
Elldeyjar hinar nyo enn hinar horfnar er
alla æfí haufdu stadit.“ Af þessari klausu
má skilja að gefið sé í skyn að eldur hafí
verið uppi á Reykjanesi og þá væntanlega
með hraunrennsli. í öðrum frásögnum af
gosum í sjó á 13. öld er ávallt talað um
eldgos eða elda í sjó við eða fyrir Reykja-
nesi. Það bendir ótvírætt til goss í sjó.
í Páls sögu biskups segir við árið 1211:
„Jörðin skalf öll og pipraði af ótta; himin
ok skýin grétu, svá at mikill hlutr spilltist
225