Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 63

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 63
(4. og 5. mynd). Sniðið er skammt vestur af nyrstu gígum Yngri-Stampagígaraðar- innar, í gjallnámu sem þar er í einum gíga Eldri-Stampagígaraðarinnar. Mikið efni hefur verið numið úr gígnum og er þar eftir djúp tóft. I sniðinu kemur fram að gjall hefur borist ofan úr gígnum um langt skeið og safnast fyrir við rætur hans. Gjallið verður fíngerðara upp á við og er efsti hluti þess blandaður leirkenndum gulbrúnum jarðvegi. í honum hefur eitt sinn vaxið gamburmosi (Racomitrium lan- uginosum) sem nú myndar svarta þunna rönd í sniðinu. Hann hefur síðan hulist gjósku og hrauni frá Yngra-Stampagosinu og þá væntanlega kafnað undan fargi gjóskunnar en síðan kolast þegar glóandi hraunið rann yfír. Aldursgreining á mos- anum ætti að gefa raunhæfa tímasetningu á Yngra-Stampagosinu. Tekin voru tvö sýni til aldursgreiningar úr sniði 1, annars vegar stönglar sem eru á dreif ofantil í gjalllaginu (AAR-112), ofan landnáms- lagsins, og hins vegar af mosanum (AAR- 717). Stönglamir, sem eru sennilega af víði, hafa greinilega borist ofan úr gjall- gígnum um nokkurt skeið og eru því tilfluttir. Aldur stönglanna reyndist vera 940+/-100 ár BP en mosans 825+/-70 ár BP. Em óvissumörkin miðuð við eitt staðalfrávik. Sé aldurinn leiðréttur með leiðréttingargrafí Stuivers og Beckers (1986) fæst að stönglamir séu frá 990- 1210 e.Kr. en mosinn frá 1134-1276 e.Kr. Bendir þetta til að Yngra-Stampagosið hafí orðið á 12.-13. öld. Gjóskulög Eins og fyrr segir er landnámslagið eitt mikilvægasta leiðarlag og jafntímalína í jarðvegi á Reykjanesskaga. Þar sem land- námslagið finnst í jarðvegi undir gjósku- laginu R-7 og Yngra-Stampahrauninu er það að jafnaði 10-12 cm neðan gjósku- lagsins, sem bendir til verulegs aldurs- munar á lögunum. í sniði 1 má sjá tvö gjóskulög, R-8 og R-9, sem mynduðust við gos í sjó undan Reykjanesi um sama leyti og R-7 og Yngra-Stampahraunið. Leidd hafa verið rök að því að gjóskulagið R-9, sem almennt er nefnt miðaldalagið, hafí myndast árið 1226 e.Kr. (Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1988, Magnús Á. Sigurgeirsson 1992a). Sé tekið mið af jarðvegsþykkt á milli land- námslags og R-7, annars vegar, og R-7 og R-9, hins vegar, er ljóst að aldursmunur síðarnefndu laganna tveggja getur ekki verið mikill, vart meiri en nokkur ár eða áratugir. Kemur þetta vel fram í sniði 1. RlTAÐAR HEIMILDIR í rituðum heimildum kemur fram að gos í sjó hafí verið tíð undan Reykjanesi á öndverðri 13. öld, á tímabilinu 1211-1240 e.Kr. Nefnd eru sex gos frá þessum tíma, þ.e. árin 1211, 1223, 1226, 1231, 1238 og 1240, sem bendir til goshrinu við Reykja- nes (sbr. annálasamantekt Sigurðar Þór- arinssonar 1965). Hefúr þessi goshrina verið nefnd Reykjaneseldar (Haukur Jóhannesson 1989, 1990). Við gjósku- lagarannsóknir á Reykjanesskaga fundust ljögur gjóskulög sem tengja má Reykja- neseldum, þ.e. gjóskulögin R-7-R-10 (Magnús Á. Sigurgeirsson 1992a,b). Ekki er hægt að fullyrða neitt um gosár Yngri- Stampagigaraðarinnar, en í ljósi þess að Yngra-Stampagosið er fyrsti merkjanlegi atburðurinn í Reykjaneseldum er ekki útilokað að fyrsta ártalið sem tilgreint er í heimildum, árið 1211, eigi þar við. í heimildum er hvergi sagt berum orðum að hraun hafí runnið á Reykjanesi en helst er þó ýjað að því í frásögnum við árið 1210/11 (Storm 1888). í Oddaverjaannál er sagt: „Elldur wm Reykianes: Saurli fann Elldeyjar hinar nyo enn hinar horfnar er alla æfí haufdu stadit.“ Af þessari klausu má skilja að gefið sé í skyn að eldur hafí verið uppi á Reykjanesi og þá væntanlega með hraunrennsli. í öðrum frásögnum af gosum í sjó á 13. öld er ávallt talað um eldgos eða elda í sjó við eða fyrir Reykja- nesi. Það bendir ótvírætt til goss í sjó. í Páls sögu biskups segir við árið 1211: „Jörðin skalf öll og pipraði af ótta; himin ok skýin grétu, svá at mikill hlutr spilltist 225
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.