Fréttablaðið - 20.05.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
34%
74%
Fr
ét
ta
bl
að
ið
M
or
gu
nb
la
ði
ð
Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára.
Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009.
Fréttablaðið er með 117%
meiri lestur en Morgunblaðið
Allt sem þú þarft...
MIÐVIKUDAGUR
20. maí 2009 — 119. tölublað — 9. árgangur
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
UPPSTIGNINGARGANGA verður farin á fimmtudag-
inn í fólkvanginum Einkunnum rétt við Borgarnes. Þá verður
gengið milli Álatjarnar og Háfsvatns. Lagt verður af stað
klukkan 10 frá nýju bílastæðunum við Álatjörn og tekur
gangan um tvo tíma. Fólkvangurinn í Einkunnum er ein af
perlum Borgarbyggðar. Hann var stofnaður vorið 2006.
„Þetta er búið að vera draumur minn lengi og ég lét hann rætast,“ segir Dagmar Heiðdal, sem fékk sér vespu fyrir nokkrum dögum. Hún kveðst alltaf hafa verið heilluð af slíkum farartækjum og þótt þspenna di É
og hann endist lon og don.“ Hún kveðst bara fimm mínútur á ves-punni í vinnuna og svo skýst hún á henni að kaupa í matinn. „Ég ermeð körfu fram
aksturstíma hjá kennara áður en hún fór í prófið. „Mér fannst þaðágætt því þótt ég sé vöbíl
Tankurinn á þúsundkall og endist lon og donÞað er stíll yfir Dagmar Heiðdal þar sem hún líður um göturnar á glænýrri, eldrauðri vespu og lætur
sumarblæinn leika um vanga. Á henni getur hún sótt vinnu og svo skotist í búðina eftir nauðsynjum.
„Þetta er lífsstíll sem hentar mér,“ segir Dagmar Heiðdal og hallar sér inn í beygjuna.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
VEÐRIÐ Í DAG
Unnið með líkama og sál
Vigdís Steinþórsdótt-
ir stendur fyrir degi
heildrænna með-
ferða sem hefst á
morgun.
TÍMAMÓT 18
FÓLK „Ég hlakka rosalega til. Það
er algjör draumur að komast í
þetta nám,“
segir kvik-
myndagerðar-
maðurinn Hlyn-
ur Pálmason.
Hann hefur
fengið inn-
göngu í Danska
kvikmyndaskól-
ann, þann sama
og Dagur Kári
Pétursson og
Rúnar Rúnars-
son hafa sótt við góðan orðstír.
Skólinn er talinn einn sá besti í
heiminum og aðeins sex upprenn-
andi leikstjórar komast inn í hann
á tveggja ára fresti. Því er um
mikinn heiður að ræða fyrir Hlyn.
„Þetta er langt ferli. Það þarf að
fara í mörg viðtöl og vinna mörg
verkefni. Við vorum tvö hundruð
fyrst en svo enduðum við sex.“
- fb / sjá síðu 30
Hlynur Pálmason leikstjóri:
Í fótspor Dags
Kára og Rúnars
HLYNUR
PÁLMASON
DAGMAR HEIÐDAL
Lét gamlan draum
um vespu rætast
• sumar
Í MIÐJU BLAÐSINS
Sígild rokkveisla
í Laugardalshöll
Helstu rokkarar
landsins sameina
krafta sína á
stórtónleikum.
FÓLK 22
Sex ára dvöl á Spáni lokið
Kristín Þorsteinsdóttir heldur
upp á þjóðhátíðardaginn með
flutningum.
FÓLK 30
Rótari Stones með workshopá Íslandi
Þakklát fyrir að eiga seinni hálfleikinn eftir
Stærsti sigurinn að viðurkenna ósigur
12
11
04
05
BLAÐ SAMTAKA ÁHUGAFÓLKS UM ÁFENGIS OG VÍMUEFNAVANDANN
Tíu réttir
á röngu
verði
kr.
stk
.
Ártúnshöfða &
Hjallahrauni 15
Til dæmis,
Half pound
Bean Burrito
www.tacobell.is
Gildir út m
aí. Gildir ekki m
eð öðrum
tilboðum
.
SÁÁ BLAÐIÐ
Stærsti sigurinn að
viðurkenna ósigur
Blað Samtaka áhugafólks um áfengis-
og vímuefnavandann
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
ENN BLÍÐA Í dag verður hægviðri
eða hafgola. Bjartviðri en yfirleitt
skýjað á Austurlandi. Hiti 8-16 stig,
hlýjast til landsins.
VEÐUR 4
12
13
168 15
10
VIÐSKIPTI „Ég hafði ekki áhuga á að selja félagið
útlendingum. Það gegnir mikilvægu hlutverki í
samgöngum við útlönd og má segja að það sé hluti
af sjálfstæði landsins,“ segir Einar Sveinsson, einn
eigenda fjárfestingarfélaganna Máttar og Nausta
og stjórnarmaður Icelandair Group.
Íslandsbanki tók yfir 39 prósenta hlut félaganna
í Icelandair Group í fyrradag og ræður bankinn nú
tæpum helmingi í félaginu.
Þegar halla tók undan fæti í íslensku efnahagslífi
í fyrra sýndu nokkrir erlendir fjárfestar frá Banda-
ríkjunum og Evrópu áhuga á að kaupa hlutinn.
Fjárfestarnir, sem kenndir eru við Engeyjarættina,
vildu hins vegar ekki selja flugrekstrarfélagið úr
landi og ákváðu því frekar að sitja hremmingar á
fjármálamörkuðum af sér.
Áhugi erlendu fjárfestanna fór aldrei svo langt að
tilboð liti dagsins ljós.
Verðmæti eignarhlutar beggja félaga í Icelandair
Group fór úr 10,5 milljörðum króna í upphafi síð-
asta árs niður í fimm milljarða í árslok. Verðmiðinn
stóð í 1,7 milljörðum króna þegar Íslandsbanki tók
hlutinn yfir á mánudag.
- jab / sjá Markaðinn
Erlendir fjárfestar höfðu áhuga á stórum eignarhlut í Icelandair Group:
Vildu ekki selja Icelandair úr landi
EFNAHAGSMÁL Breitt samráð sam-
taka launafólks, atvinnurek-
enda, ríkis og sveitarfélaga hófst
formlega í gær með fundi þar
sem starf næstu daga var skipu-
lagt. Verkefnið er að ná breiðri
samstöðu um markvissa áætlun
í efnahags-, kjara- og félagsmál-
um. Stefnt er á að niðurstaða liggi
fyrir 9. júní. Á fundinum voru hátt
í sextíu fulltrúar af gjörvöllum
vinnumarkaðnum.
„Það eru mikil tíðindi fólgin
í því að verið sé að setja í gang
samflot allra þessara hagsmuna-
aðila, og að það sé vilji ríkistjórn-
ar að koma að því borði með þeim
hætti sem forsætisráðherra ítrek-
aði við okkur, og endurspeglast í
stjórnarsáttmálanum,“ segir Gylfi
Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
„Það eru mjög skiptar skoðanir
uppi og ólíkir hagsmunir, en við
verðum að vinna sameiginlega að
því að finna lausnir á fjölmörgum
vandamálum. Ef það tekst í breiðri
sátt þá getur vel verið að niður-
staðan öðlist með tímanum heitið
þjóðarsátt.“ Að baki þeirra félaga
sem koma að borðinu með hinu
opinbera standa um 150 þúsund
Íslendingar, að sögn Gylfa.
Gylfi segir að nú fyrst sé hægt
að hefja viðræður um kjarasamn-
inga á almennum vinnumarkaði.
Endurskoðun samninga var skot-
ið á frest í byrjun árs vegna efna-
hagsástandsins og umsömdum
launahækkunum frestað tíma-
bundið. Gylfi segist bjartsýnn á að
hægt sé að finna viðunandi leiðir.
Árni Páll Árnason félagsmála-
ráðherra sat fundinn og segir mjög
mikilvægt og ánægjulegt að aðilar
vinnumarkaðarins nálgist við-
fangsefnið af þessari ábyrgð.
„Og auðvitað kallar það þá
á að stjórnvöld reyni að greiða
fyrir þessu samráði,“ segir hann.
Engin skilyrði hafi verið sett fyrir
viðræðum.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, segir að mikið sé undir.
Fyrst sé framlenging kjarasamn-
inga. „Síðan erum við að reyna að
fá opinbera geirann í þetta, svo
það sé ákveðin samstaða um kjara-
þróun milli almenna og opinbera
vinnumarkaðarins,“ segir hann.
„Svo vilja menn ræða hvaða
möguleika atvinnulífið almennt
séð hefur til að geta staðið við
samningana og borgað út þess-
ar hækkanir. Einnig um mögu-
leika þess til að hafa fólk í vinnu.
Þetta er allt saman að fara í gang
núna.“
Vilhjálmur talar um stöðug-
leikasáttmála sem snúi að mark-
miðum í efnahagsmálum. „Þau
snúa að verðbólgu, vöxtum, gengi
og atvinnustigi. Við höfum líka
lagt mikla áherslu á afnám gjald-
eyrishafta og að það verði fall-
ið frá fyrningarleiðinni og menn
setjist yfir endurskoðun á lögum
um stjórn fiskveiða án þess að
hafa fyrirframgefin markmið eða
tímasetningar.“
Einnig vilji SA fara yfir fyrir-
komulag bankanna, uppstokkun
atvinnulífsins og eignarumsýslu
ríkisins.
Líklegt þykir að hópur ráð-
herra verði myndaður til að sinna
þessum viðræðum. Ekki náðist í
forsætisráðherra. - kóþ, shá
Stigið í átt til þjóðarsáttar
Félög í forsvari fyrir um 150 þúsund Íslendinga settust niður í gær og hófu viðræður. Stefnt er að breiðri
samstöðu um áætlun í efnahags-, kjara, og félagsmálum. „Mikil tíðindi,“ segir forseti Alþýðusambandsins.
Meistaraefni í
Garðabæ?
Sagan segir að
yfirgnæfandi
líkur séu á því
að Stjarnan
verði Íslands-
meistari.
ÍÞRÓTTIR 26
HEIMSÓKNAR PÁFANS MINNST Í DAG Kórar Kristskirkju og Sankti Jósefskirkju undirbjuggu í gær tónleika til að minnast tuttugu ára
afmælis heimsóknar Jóhannesar Páls páfa II. Í kvöld verða svo tónleikarnir í Kristskirkju og er ókeypis inn. Hilmar Örn Agnarsson
stýrir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN