Fréttablaðið - 20.05.2009, Side 58

Fréttablaðið - 20.05.2009, Side 58
26 20. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is TÖLURNAR TALA Flest skot: FH 23 Flest skot á mark: FH 14 Fæst skot: Þróttur 2 Hæsta meðaleink.: Keflavík 6,91. Lægsta meðaleink.: Valur 4,54. Grófasta liðið: Stjarnan 19 brot. Prúðasta liðið: KR og FH 8 brot. Flestir áhorfendur: 1826, á leik KR og Þróttar. Fæstir áhorfendur: 829, á leik Fram og Fylkis. Áhorfendur alls: 7952 (1325). Besti dómarinn: Einar Örn Daníelsson og Krist- inn Jakobsson fengu 7 í eink unn fyrir leiki sína í umferðinni. 4-3-3 Sindri Snær Jensson Guðni Rúnar HelgasonAlen Sutej Dennis Danry Guðjón Árni Antoníusson Almarr Ormarsson Símun Samuelsen Steinþór F. Þorsteinsson Hörður Sveinsson Arnar Már BjörgvinssonSveinbjörn Jónasson 1.770.0 ÞÚ TALDIR RÉTT: 1,77 MILLJARÐAR F í t o n / S Í A F I 0 2 9 5 3 2 FÓTBOLTI Frábær og söguleg byrj- un Stjörnumanna er saga fyrstu þriggja umferða Pepsi-deildar karla enda er liðið með fullt hús og 4 mörk að meðaltali í leik. Þeir bjart- sýnustu í Garðabæ eru örugglega farnir að dreyma um titlabaráttu í sumar og sagan styður einmitt slíka Íslandsmeistaradrauma. Stjarnan er sjöunda liðið sem nær að skora 10 mörk eða meira í fyrstu þremur umferðunum síðan efsta deild karla innihélt fyrst tíu lið sumarið 1977. Fimm af hinum sex liðunum hafa fagnað Íslands- meistaratitli um haustið. Hlutfallið breytist ekki mikið þótt lágmarkið sé að hafa skorað 9 mörk í fyrstu þremur leikjunum. Níu af tólf liðum sem hafa afrek- að slíkt hafa fylgt því eftir með Íslandsmeistaratitli og tvö þeirra hafa misst naumlega af titlinum og enduðu í 2. sæti. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem Bjarni Jóhannsson færi með nýliða beint í toppbaráttu en Fylkismenn rétt misstu af titlinum í 18. umferð fyrir níu árum, þá undir stjórn Bjarna. Þegar Bjarni gerði ÍBV að meisturum 1997 og 1998 skoruðu Eyjamenn níu mörk í fyrstu þrem- ur umferðunum. Bjarni Jóhannsson keppist örugglega að halda sínum mönnum niðri á jörðinni og besta leiðin til þess er að skoða stigatöfluna en Stjörnumenn eru bara búnir að spila við þrjú neðstu lið deildar- innar og næstir á dagskránni eru Íslandsmeistarar FH. - óój Fimm af sex liðum sem skoruðu tíu mörk í fyrstu 3 leikjunum urðu meistarar: Meistarabyrjun Stjörnumanna? FRÁBÆR BYRJUN Bjarni Jóhannsson er að gera flotta hluti með Stjörnuna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON NÍU MÖRK EÐA FLEIRI Í FYRSTU 3 UMFERÐUNUM: (frá 1977 til 2008) 11 mörk ÍA 1996 Meistari 11 FH 2005 Meistari 10 Valur 1978 Meistari 10 Valur 1980 Meistari 10 ÍBV 1995 3. sæti 10 FH 2008 Meistari 9 Valur 1987 Meistari 9 ÍBV 1997 Meistari 9 ÍBV 1998 Meistari 9 KR 1999 Meistari 9 FH 2007 2. sæti 9 Keflavík 2008 2. sæti HEILSA Körfuboltakappinn Helgi Jónas Guðfinnsson hefur gefið út rafræna bók um mataræði og heilsu. Hún er ætluð fólki í bar- áttunni við aukakílóin og þeim sem vilja bæta heilsu sína yfir- leitt. „Ég hef starfað í tíu ár sem einkaþjálfari og hef því ákveðn- ar hugmyndir um hvaða leiðir á að fara. Þetta er ekki eina rétta leiðin enda eru margar til. En bókin end- urspeglar mína hugmyndafræði,“ sagði Helgi Jónas, sem hefur gert það gott í körfuboltanum í Grindavík. Bókin er gefin út á netinu og er á ensku. Helgi Jónas annast útgáfuna sjálfur og segist hafa starfað að undirbúningi hennar í eitt ár. „Það fór dágóð vinna í að afla mér upplýsinga og er bókin að miklu leyti byggð á rannsókn- arvinnu. Ég opnaði svo heimasíð- una síðastliðinn laugardag og þar er hægt að kaupa bókina. Það skal þó tekið fram að það er sextíu daga skilafrestur á bók- inni ef viðkomandi líkar ekki við hana.“ Bókin heitir Your Ultimate Fat Loss Syst- em og má nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu bókarinnar, yourultimat- efatlosssystem.com. - esá Helgi Jónas Guðfinnsson gefur út bók: Körfuboltakappi kenn- ir fólki að grenna sig > Atvik umferðarinnar Þegar Alexander Söderlund innsiglaði ótrúlegan 3-2 sigur FH á Breiðabliki með stórglæsilegu marki á lokasekúnd- um leiksins. Blikar komust í 2-0 í leiknum en FH skoraði þrívegis á síðustu 20 mínútum leiksins. > Bestu ummælin „Það er kannski leiðinlegt að segja þetta en mér fannst þetta vera ásetningur hjá honum í leiknum. Hann dæmdi á móti okkur eins og hann fengi borgað fyrir það,“ sagði Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grinda- víkur eftir 3-2 tap fyrir Fjölni. Hann var afar ósáttur við Þorvald Árnason, dómara leiksins. Óhætt er að segja að Stjarnan haldi áfram að gera það gott í Pepsi-deild karla. Liðið er nú eitt á toppi deildarinnar með fullt hús stiga og ellefu mörk í plús eftir 3-0 sigur á ÍBV í nýliðaslag deildarinnar. Stjarnan á þrjá fulltrúa í liði umferðarinnar, þeirra á meðal unglinginn Arnar Má Björgvinsson sem er markahæsti leikmaður deildarinnar með fjögur mörk. Hann hefur þó aðeins komið við sögu í leikjunum þremur til þessa sem varamaður. Keflvíkingar hristu af sér slenið eftir 2-0 tap í Árbænum og lögðu Valsmenn, 3- 0, á heimavelli sínum. Þeir eiga fjóra fulltrúa í liði vikunnar. Margir áttu von á að liðið myndi spjara sig illa án fyrirliðans Hólmars Örn Rúnarssonar sem verður frá næstu tvo mánuðina vegna meiðsla en annað kom aldeilis á daginn. Símun Samuelsen leysti hans stöðu á miðjunni með sóma. KR og Fylkir gerðu bæði jafntefli í 3. umferð en fylgja fast á hæla Stjörnunnar í öðru og þriðja sæti deildarinnar. PEPSI-DEILD KARLA: ÚRVALSLIÐ 3. UMFERÐAR Stjarnan skín skært í Garðabænum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.