Fréttablaðið - 20.05.2009, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 20.05.2009, Blaðsíða 36
 1. tölublað maí 200912 Snilld að vera edrú Í góðærinu voru það Björgólfur Guðmundsson og Jóhannes í Bónus sem héldu uppi merkjum þess að vera edrú. Þá áttu allir alvöru karlar að hætta að drekka og meika það feitt í bisness. Í dag er okkur alveg sama um peninga og leitum inn á við og náum bata. Auðvitað hlýtur svarið við því hvernig við förum að því að liggja hjá KONUNUM. Mikael Torfason hafði samband við nokkrar flottar konur sem unnu ekki í happadrætti heldur unnu í sjálfum sér og vita sem er að það er eiginlega hálf kjánalegt að deyfa sig fyrir lífinu. „Ég hélt mér my drekka,“ segir Linda Vilhjálmsdóttir rithöfundur, „svo ég keypti mér allskonar föndur- og prjónadót. En ég náði bara að prjóna eina peysu. Það var nóg annað að gera.“ Þetta var fyrir tæpum níu árum. Síðan þá hefur viðhorf Lindu til lífsins tekið 360 gráðu snúning. Hún er líka sannfærð um að hún væri lengur í lifenda tölu ef hún hefði ekki hætt. „Og það var fleira sem kom mér á óvart. Til dæmis uppgötvaði ég að mér finnst ekkert sérstaklega gaman að fótbolta þegar bjórinn fylgir ekki með. Ég er svo til hætt að fara á völlinn og horfi í mesta lagi á úrslitaleikinn í heimsmeistarakeppninni,“ segir Linda og hlær og bætir því við að það sé líka allt annað og skemmtilegra líf að ferðast án áfengis. „Maður er ekki lengur bundinn við barinn.“ „Ég hef verið að þvælast til mið- austurlanda síðustu ár með Jóhönnu Kristjónsdóttur. Þetta eru frábærar ferðir og í haust fer ég í síðustu ferðina með henni því hún er að hætta.“ Linda býr í miðbænum. Í sömu íbúðinni. Hún er ennþá rithöfundur og á , j , fá sér bíl áður og vildi mikið frekar nota peninginn í annað. Það sem breyttist mest var afstaðan til lífsins. Hún er til dæmis byrjuð í líkamsrækt og bjóst aldrei við því að fara að eyða peningum, tíma og orku í svoleiðis puð. „Ég hef líka minna þol fyrir drykkju annarra. Ég finn það. Án þess að ég vilji setja mig á háan hest þá finnst mér ég sjá betur og betur hvað íslenskt samfélag er alkóhólískt,“ segir Linda en hún býr við Laugaveg og fær því drykkjuna beint í æð. „Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég kem út á Laugaveginn á kvöldin um helgar og lendi á útihátíðinni sem stendur þar allt árið um kring. Ég er svo sjálfhverf að ég gleymi því alltaf að partíið er ekki búið þó að ég hafi kosið að yfirgefa svæðið,“ heldur Linda áfram og glottir. „Annars er voða erfitt að útskýra fyrir fólki hvað það var mikill léttir að taka þessa ákvörðun. Það erfitt að koma því í gegn til allra þeirra sem þora ekki að sleppa takinu á glasinu. Fólksins sem heldur að fjörið fari úr lífinu ef það hættir að drekka. Það er ekki þannig. Og þetta er miklu léttara svona. Það er miklu auðveldara að lifa lífinu án áfengis en með því,“ segir Linda og bætir því að hún sé þakklát fyrir að eiga seinni hálfleik lífsins eftir, alsgáð. „Ég á alla möguleika á góðu lífi og innihaldsríku,“ segir Linda að lokum. y y að hætta að drekka. Eða ú hún fékk sér bíl. Þorði aldrei að Þakklát fyrir að eiga seinni hálfleikinn eftir LINDA VILHJÁLMSDÓTTIR, rithöfundur: Nú, þegar heilbrigðisráðherrann er að gæla við skatt á sykur til að megra landsmenn, er vert að hafa í huga að fituna má upprunalega rekja til andstöðu skattsins – opinberrar niðurgreiðslu. Vandinn liggur í moldinni í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Þar liggur Biblíubeltið og þótt íbúum dreifbýlisins fækki jafnt og þétt eru þeir enn mikilvæg atkvæði. Svo mikilvæg að beingreiðslur til bónda í Kansas og Iowa eru margfaldar á við það sem meðalbóndi Evrópusambandsins getur látið sig dreyma um. Munurinn á landbúnaðarstyrkjum þessara svæði liggur þó ekki síður í því að í Evrópu eru bændur styrktir til að viðhalda hefðbundnum búháttum, framleiða í hófi og halda með því uppi verði og gæðum – á meðan beingreiðslur í miðvesturríkjum Bandaríkjanna hvetja til aukinnar framleiðni og minni gæða og leiða til einhæfni í framleiðslu og lifnaðarháttum. Nú er lítið annað framleitt í þessum sveitum en maís og sojabaunir. Þetta óheyrilegt magn af niðurgreiddum maís og soja hefur umbreytt matarkosti Bandaríkjamanna. Þessi offramleiðslu hefur svo mikið afl að henni tókst meira að segja að breyta uppskriftinni á Coca Cola. Það er ekki lengur sykur í Coke heldur kornsíróp, af því sírópið er niður- greitt og ódýrara. Þar sem Coke sparar tvo þriðju á að nota kornsíróp í staðinn fyrir sykur – og sírópið er 95 prósent af innihaldinu – niðurgreiða bandarískir skattgreiðendur í raun gosdrykki ofan í heimsbyggðina. Vegna þessa fjárausturs hefur óhollustan hægt og bítandi unnið samkeppnina við ávaxtasafa og mjólk – jafnvel vatn – einkum meðal þeirra sem þurfa að horfa í aurinn. Þess vegna hefur offita orðið merki fátæktar á Vesturlöndum. Hún er vandi fólks sem vegna lítilla auraráða verður að láta sér lynda það fæði sem ríkið greiðir niður – og ríkið hefur einbeitt sér að því að greiða niður óhollustu á borð við Coca Cola og Pepsi. Ríkisstyrkt farsótt En ekki bara Coke og Pepsi. Það er talið að sojabaunir megi finna í um 60 prósent af öllum vörum í bandarískum súpermarkaði og maís í um 75 prósent. Samt eru maís og sojabaunir óvanalegur kostur á borði flestra Bandaríkjamanna. Í stað þess að setja þessar afurðir beint á markað eru þær brotnar niður í sterkju, síróp og aðrar grunneindir og þessi efni síðan notuð í matvæli og skepnufóður. Vegna meðgjafar frá skattgreiðendum eru þetta lang ódýrustu hitaeiningarnar á markaðnum og eru því aðalhráefni matvælaiðnaðarins sem hefur tekist að gerbreyta vestrænum matarvenjum á síðustu örfáu áratugum. Þessar niðurgreiðslur og matvælaiðnaðurinn, sem byggir á þeim, hefur ekki aðeins gerbreytt matseðli Vesturlandabúa heldur gert offitu að nokkurs konar farsótt í okkar heimshluta. Og þar sem þessi farsótt er styrkt af bandarísku ríkisstjórninni er ef til vill ekki svo róttækt fyrir íslensk stjórnvöld að setja á skatta til að vega á móti niðurgreiðslunum, þó ekki væri til annars en að draga aðeins úr fitun þjóðarinnar. Svæsnasta fyllirí sögunnar En hvers vegna að ræða þetta í blaði Samtaka áhugafólks um áfengisvandann? Í fyrsta lagi vegna þess að þessi sama mold í Kansas og Iowa leiddi til eins svæsnasta fyllerís sögunar og gat af sér bindindishreyfinguna og síðar bannárin. Og kannski AA-samtökin í kjölfar ósigurs templara þegar banninu hafði verið aflétt. Landnám hvíta mannsins í miðvesturríkjunum hófst nokkrum áratugum fyrir lagningu járnbrauta. Vandi landnema á þessu fáránlega frjósama svæði, þar sem svört moldin var 30, 40 metra djúp, var að koma afurðum á markað. Fyrir tíma kælingar og járnbrauta hefði mjólkin súrnað, osturinn myglað, kornið þránað og eplin skemmst á leið á markað. Eini möguleikinn til að flytja þessa frjósemi til neytenda var að brugga brennivín. Brennivínið skemmdist ekki á lagernum og þoldi flutninginn. Og þegar aukin framleiðsla lækkaði verð stækkaði bara markaðurinn. Fleiri gátu verið fullir oftar. Og þar sem lítil takmörk voru á frjósemi moldarinnar í miðvesturríkjunum gátu bændur þar einfaldlega aukið framleiðsluna til að bæta sér upp lægra verð á markaði. Og það leiddi til enn lægra verðs. Sem jók enn á fylleríið. Allt þetta brennivín helltist yfir samfélag í upplausn. Þetta var samfélag fólks sem hafði flúið bágindi heima fyrir, siglt yfir Atlandshafið og byrjað nýtt líf í nýju og ókunnugu landi sem var langt utan félagslegt aðhalds ættar og heimasamfélags. Aukin aðgangur að áfengi í formi lægra verðs dró þetta unga og ómótaða samfélag á heljarinnar fyllerí. Áfengisneyslan í Bandaríkjunum á þessum tíma var svo taumlaus að það er ekki fyrr en á allra Aðgengi að sykri og áfengi SAMFÉLAGSMÁL GUNNAR SMÁRI EGILSSON rifjar upp sögu bindindishreyfingarinnar í kjölfar nýrra hugmynda um að skattleggja sykur. ÉG VERÐ ALLTAF JAFN- HISSA ÞEGAR ÉG KEM ÚT Á LAUGAVEGINN Á KVÖLDIN UM HELGAR OG LENDI Á ÚTI- HÁTÍÐINNI SEM STENDUR ÞAR ALLT ÁRIÐ UM KRING.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.