Fréttablaðið - 20.05.2009, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 20.05.2009, Blaðsíða 54
22 20. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR Tom Hanks ætlar ekki að leika í framhaldi hinnar fimmtán ára gömlu Forrest Gump. Orðómur hefur verið uppi um að gera eigi mynd upp úr framhaldsbók Winstons Groom, Gump and Co. Hanks hefur nú vísað þessum vangaveltum á bug. „Við hugsuðum hvort þetta gæti gengið upp en okkur fannst við vera að endurtaka okkur, þannig að við sáum ekki ástæðu til að gera myndina,“ sagði hann. Eric Roth, sem skrif- aði handritið að For- rest Gump, viður- kenndi á síðasta ári að hann hefði lokið við nýtt handrit að framhaldsmynd degi fyrir hryðju- verkaárásirnar í New York 2001. Eftir að hafa sest niður með Hanks og leikstjóranum Robert Zemeckis skömmu eftir árás- irnar ákváðu þeir að hætta við framleiðsluna vegna slæmrar tímasetningar. „Heimurinn hafði breyst. Núna hefur reyndar langur tími liðið en kannski er bara best að hreyfa ekki við sumum hlutum,“ sagði Roth. folk@frettabladid.is > TILBÚIN Í HJÓNABAND Söngkonan og kyntáknið Nicole Scherzinger úr Pussycat Dolls segist vera tilbúin að ganga upp að altarinu. Hún vill að kærastinn, Formúlukapp- inn Lewis Hamilton, biðji hennar í sumar. „Stelpurnar úr hljómsveitinni geta verið brúðarmeyjar. En fyrst verð ég að trúlofa mig. Júlí væri góður mánuður til þess,“ segir Nicole en þau Hamilton hafa verið saman síðan 2007. Sígildir rokkslagarar munu hljóma í Laugardalshöll 5. júní þegar landslið söngv- ara stígur á svið og syngur lög með Bítlunum, Led Zeppelin, U2, Oasis og fleiri böndum. Tónlistarveislan, sem Hr. Örlygur stendur fyrir, ber yfirskriftina Cir- cus Rokk og ról. Þar flytur hljóm- sveitin Dúndurfréttir rokkslagara síðustu fimm áratuga með flytj- endum á borð við Bítlana, Oasis, Led Zeppelin, The Doors, U2, Pink Floyd, The Clash og Neil Young. Dúndurfréttir hafa í gegnum árin spilað lög með Pink Floyd, Zeppelin og fleiri böndum við miklar vin- sældir og ætti hljómsveitin því ekki að lenda í neinum vandræðum í Höllinni. Margir af fremstu rokksöngvur- um þjóðarinnar koma fram með hljómsveitinni og syngja mörg af uppáhaldslögum sínum, þar á meðal Eiríkur Hauksson, Helgi Björns- son, Páll Rósinkranz, Daníel Ágúst, Björn Jörundur, Magni, Krummi og Stones-tribute bandið. „Þetta leggst rosavel í mig. Þarna verða frábærir söngvarar og frábær lög sem verða tekin. Þetta verða hátt í fimmtíu lög og alveg þriggja tíma geðveiki og partí í Höllinni. Þetta verður geðveikt stuð,“ segir Krummi. „Ég valdi mín uppáhalds þekktu lög sem mér finnst gaman að syngja, með The Doors, T. Rex, Black Sabbath og ZZ Top. Þetta er tónlist sem ég hrærist mikið í og þetta verður ógeðslega gaman.“ Svo gæti farið að tónleikarnir yrðu einu stórtónleikar sumarsins vegna efnahagsástandsins og því um að gera fyrir fólk að nýta tæki- færið. „Það kæmi mér ekki óvart eins og staðan er í dag og þess vegna ætti fólk að kaupa sér miða,“ segir Krummi og lofar gríðarlegri stemningu. Miðaverð á tónleikana er 2.900 kr. í stæði og 3.900 í stúku og hefst miðasalan á morgun á Midi.is. freyr@frettabladid.is Sígild rokkveisla í Höllinni ROKKARAR Daníel Ágúst, Krummi, Páll Rósinkranz og félagar úr hljómsveitinni Dúndurfréttum sem taka þátt í rokkveislunni í Höllinni 5. júní. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Hljómsveitin Foreign Monkeys, sem vann Músíktilraunir 2006, heldur ferna útgáfutónleika til að fagna sinni fyrstu plötu, sem kom út fyrir skömmu. Fyrstu tvennir tónleikarnir verða í heimabæ sveitarinnar, Vestmannaeyjum, í kvöld. Fyrst stíga piltarnir á svið klukkan 19 og spila fyrir alla ald- urshópa en klukkan 22 spila þeir fyrir eldri aldurshópa. Hljómsveit- in Súr hitar upp. Síðari útgáfutón- leikarnir verða á Sódómu Reykja- vík 27. maí. Þeir tónleikar verða einnig tvennir, klukkan 18 og 22. Miðaverð á tónleikana er 500 krón- ur auk þess sem hægt verður að kaupa plötuna á 1.500 krónur. Fagna sinni fyrstu plötu TOM HANKS Hanks ætlar ekki að leika Forrest Gump á nýjan leik þrátt fyrir orðróm þess efnis. Mel Gibson, ástralska stórstjarn- an, er búinn að festa sig kirfilega í kastljósi fjölmiðlanna. Leikar- inn, sem sjaldan eða aldrei sást á síðum slúðurblaðanna heldur kaus frekar rólegt líf með konu sinni og sjö börnum, er nú á hvers manns vörum í Bandaríkjunum og þó víðar væri leitað. Vefsíðan TMZ greindi nefnilega frá því í gær að Gibson ætti von á sínu átt- unda barni með rússnesku hjákon- unni, Oksana Grigorieva. Hún ku vera komin þrjá mánuði á leið og samkvæmt heimildum vefsíðunnar hefur Ástralinn þegar fært konu sinni og hinum börnunum sjö þessi tíðindi. Þar sem Gibson er kaþólikki af gamla skólanum gera fjölmiðlar því skóna að hann hyggist festa ráð sitt að nýju með rússnesku popp- stjörnunni. Enda ekkert sérstak- lega vel liðið innan kirkjunnar að fylgismenn hennar eignist börn í lausaleik. Þetta hefur þó ekki feng- ist staðfest né heldur væntanleg barnseign en því hefur þó heldur ekki verið vísað á bug. Það eina sem talsmaður Gibson vildi láta hafa eftir sér í samtali við afþrey- ingafréttastöðina E!-online var að menn skyldu bara fylgjast grannt með. Talið er líklegt að skilnaður Mel og Robyn Gibson eigi eftir að verða sá dýrasti í sögu Holly- wood. Robyn hefur nánast alfar- ið séð um barnauppeldið á meðan Gibson hefur sinnt sinni vinnu sem kvikmyndaleikari en afurðir hans hafa malað gull í miðasölu og því á Robyn nokkurt tilkall til auðæva hans. Gibson barnaði hjákonuna Endurhljóðblönduð útgáfa af lag- inu Geimþrá með Mammút er komið út. Drengir sem kalla sig Red Lights bjuggu til nýju útgáf- una. Þeir heita réttu nafni Ingi Már Úlfarsson og Jóhann Bjark- ason og hafa gert hiphop-tónlist í mörg ár. Nýjasta verkefni þeirra er vinna við væntanlega plötu Erpar Eyvindarsonar og Emmsjé Gauta. Í ágúst síðastliðnum gaf Record Records út aðra plötu Mamm- út, Karkari, og hefur hún selst í tæpum tvö þúsund eintökum hér á landi. Nýja lagið fylgir einmitt með nýju uppplagi af plötunni sem er komið í búðir. Það verður einnig fáanlegt frítt á Tónlist.is til næsta sunnudags. Geimþrá í nýrri útgáfu Leikur ekki Forrest Gump GLEÐILEG TÍÐINDI Mel Gibson og Oksana eiga von á barni og talið er líklegt að þau gangi í það heilaga innan fárra vikna. NORDIC PHOTOS/GETTY Austurbergi 5 • 111 Reykjavík • Sími 570 5600 Símbréf 567 0389 • Tölvupóstur: fb@fb.is • www.fb.is Skólaslit Skólanum verður slitið föstudaginn 22. maí kl. 14 í Íþróttahúsi FB við Austurberg. Allir nemendur sem ljúka eftirtöldum prófum fá skírteini afhent við skólaslitin: Handíðabraut Skiptinemar Burtfararprófi á rafvirkjabraut Burtfararprófi á húsasmiðabraut Burtfararprófi á snyrtibraut Sjúkraliðabraut Stúdentsprófi Starfsbraut Æfi ng vegna skólaslitanna verður á miðvikudagskvöldið kl. 18 og þurfa allir útskriftarnemar að mæta. Allir velunnarar skólans eru velkomnir á skólaslitin. Skólameistari www.jonogoskar.is Laugavegur 61 / Smáralind / Kringlan P IP A R • S ÍA • 9 0 8 7 1 Stúdentastjarnan og -rósin 2009 fallegar stúdentsgjafir sem fást hjá okkur 14 kt. gull Stjarnan kr.10.700 Rósin kr.11.800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.