Fréttablaðið - 20.05.2009, Blaðsíða 50
18 20. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR
CHER ER 63 ÁRA Í DAG.
„Söngvarar líta ekki á
mig sem söngvara og leik-
arar líta ekki á mig sem
leikara.“
Ferill Cher hefur átt sínar
hæðir og lægðir og spannar
meira en 40 ár. Á þeim tíma
hefur Cher meðal annars nælt
sér í Óskars- og Grammy-
verðlaun.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Þorleif Þorleifsdóttir
Kambaseli 29, Reykjavík,
lést á líknardeild Landakotsspítala 11. maí.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Eyjólfur Ísólfsson Ida Thellufsen
Þórir Ísólfsson Elín R. Líndal
Eggert Ísólfsson Sigurmunda Skarphéðinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegi maðurinn minn, pabbi okkar,
tengdapabbi, afi og langafi,
Pétur Kristófer
Guðmundsson
fyrrum bóndi á Hraunum í Fljótum,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri sunnudaginn
17. maí.
Rósa Pálmadóttir
Guðrún Björk Pétursdóttir Friðrik Gylfi Traustason
Elísabet Alda Pétursdóttir Sigurður Björgúlfsson
Viðar Pétursson Anna Kristinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær bróðir okkar,
Aðalbjörn Úlfarsson
frá Vattarnesi við Reyðarfjörð,
lést á Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Hornafirði
mánudaginn 18. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Systkini hins látna.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
Helgu Hjartardóttur
Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Guðborg Jónsdóttir Þórarinn Lárusson
Örn Jónsson Elín Jóhanna Elíasdóttir
Ólafur Jónsson Guðbjörg Árnadóttir
Bjarni Jónsson Lilja Steinunn Svavarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Gerður S. Þórarinsdóttir
Brekkugerði 18, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 12. maí. Jarðarförin fer fram
frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 22. maí
kl. 15.00.
Auður Sveinsdóttir
Þórarinn Egill Sveinsson Inga Einarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Ólöf Aðalheiður
Pétursdóttir
Dalbraut 20 í Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut í Reykjavík
sunnudaginn 17. maí.
Pétur Guðmundsson Sonja Nikulásdóttir
Sigurður Ingólfsson
Þórdís Guðmundsdóttir Axel Sveinsson
Inga Guðmundsdóttir Magnús Kristinsson
Guðlaugur Guðmundsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
90 ára afmæli
Mundi á Kolsstöðum 90 ára
Kæru ætting jar og vinir.
Í tilefni af níræðisafmæli mínu býð
ég ykkur að samfagna með mér og
fjölskyldu minni í Árbliki, Suðurdölum,
laugardaginn 23. maí kl. 15.00.
Gjafi r vinsamlegast afþakkaðar, en
stofnaður hefur verið söfnunar-
reikningur fyrir g jöf til handa Hjúkrunarheimilinu
Fellsenda: 0312-12-140713 Kt. 200519-3969
Vonast til að sjá ykkur sem fl est, kær kveðja,
Guðmundur Guðmundsson
frá Kolsstöðum
Kærum ættingjum og vinum þökkum við
auðsýnda samúð og hlýhug eftir að elskuð
og dáð móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Margrét Herdís Thoroddsen
lést fimmtudaginn 23. apríl.
Við þökkum því góða fólki sem gerði kveðjuathöfnina
í Langholtskirkju að einstakri stund sveipaðri hlýju
og kærleika og öllum þeim sem heiðruðu minningu
Margrétar með nærveru sinni. Starfsfólki hjartadeildar
og gjörgæsludeildar (fyrr á árum) á Landspítalanum við
Hringbraut þökkum við mikla umhyggju og vinarhug á
erfiðum stundum. Guð blessi ykkur öll.
Margrét Herdís Einarsdóttir
Sigurður Thoroddsen Einarsson Jórunn Erla Sigurjónsdóttir
Þórunn Sigríður Einarsdóttir Halldór Árnason
Egill Þórir Einarsson Hlaðgerður Bjartmarsdóttir
María Louisa Einarsdóttir Hannes Sveinbjörnsson
barnabörn, makar þeirra og barnabarnabörn.
MOSAIK
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
„Við sem tökum þátt í þessu eigum það sameiginlegt að
vera að vinna með orkuna sem um okkur flæðir,“ segir
Vigdís Steinþórsdóttir, sem skipuleggur dag heildrænna
meðferða í Mosfellsbæ á morgun, 21. maí.
Hún segir þá sem aðhyllast heildrænar meðferðir leggja
áherslu á að meðhöndla andlega og líkamlega kvilla sam-
hliða, í stað þess að líta á þá sem tvo aðskilda hluti. Í slík-
um meðferðum er leitast við að finna rætur vandans og
meðhöndla þær, samhliða einkennunum sjálfum.
Dagurinn hefst í Lágafellslaug á milli klukkan 9 og 10.30
um morguninn. Þar verður boðið upp á nudd í heitu pottun-
um og höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð í innilaug-
inni. Meðferðirnar verða ókeypis en greiða þarf venjulegan
aðgangseyri í laugina.
Eftir sundið verður haldið í Lágafellsskóla þar sem dag-
skráin hefst klukkan 11 og lýkur klukkan 17. Aðgangseyrir
er þúsund krónur. Þar verða boðnar stuttar tuttugu mín-
útna meðferðir. Sem dæmi verður hægt að prófa höfuð-
beina- og spjaldhryggjarmeðferð, Bowen-meðferð, nudd,
heilun, hómópatíu, öndunartækni og miðlun.
Einfalt miðakerfi verður hjá hverjum og einum. Á meðan
beðið er eftir að komast að má hlusta á fjölbreytilega
fyrirlestra sem munu hefjast á heila tímanum allan dag-
inn, í tveimur kennslustofum í einu. Klukkan tvö verður
jógatími. Deginum lýkur svo með tónleikum klukkan fjög-
ur með hljómsveitinni Seiðlæti, sem syngur fyrir opnun
og heilun sumars.
Vigdís, sem sjálf sérhæfir sig í dáleiðslu, fyrri lífum og
litameðferðum fyrir börn, fékk hugmyndina að samstarfi
ólíkra meðferðaraðila þegar hún var stödd í Glastonbury
á Englandi fyrir nokkrum árum síðan. „Glastonbury er
alveg geggjuð borg sem er að miklu leyti helguð andlegri
og líkamlegri heilsu. Þar er önnur hver verslun helguð and-
legum málum og óhefðbundnar meðferðarstöðvar á hverju
götuhorni. Þetta fannst mér alveg æðislegt samfélag, enda
er þarna mjög sérstök og góð orka.“
Tvisvar áður hefur Vigdís staðið fyrir svipuðum við-
burðum, í bæði skiptin á Bláu könnunni á Akureyri. Þar
kynnti fjöldi fólks sínar meðferðir og spákonur spáðu í
bolla og spil. Þegar Vigdís fluttist til Mosfellsbæjar árið
2004 sá hún hversu margir voru sérhæfðir í heildrænum
meðferðum og ákvað að endurtaka leikinn. Úr varð tölu-
vert stærri samkoma þar sem hátt í þrjátíu manns, sem
ýmist starfa eða búa í Mosfellsbæ, kynna sitt fag.
holmfridur@frettabladid.is
VIGDÍS STEINÞÓRSDÓTTIR: STENDUR
FYRIR DEGI HEILDRÆNNA MEÐFERÐA
Fjöldi stuttra
meðferða í boði
SÉRFRÆÐINGUR Í FYRRI LÍFUM Á degi heildrænna meðferða sem
haldinn verður í Lágafellsskóla á morgun býðst fólki að prófa nudd,
heilun, hómópatíu og aðrar tegundir óhefðbundinna meðferðarforma.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Sex forvígismenn
skipafélagsins Haf-
skips voru handteknir
á þessum degi árið
1986, grunaðir um
refsivert athæfi þegar
fyrirtækið var tekið til
gjaldþrotaskipta síðla
árs 1985. Rannsókn-
in tengdist auðgunar-
brotum, fölsunum og
rangri skýrslugjöf.
Upphaf Hafskipsmálsins má
rekja til umfjöllunar Helgarpósts-
ins hinn 6. júní 1985, þar sem
fjallað var um málefni Hafskips
undir yfirskriftinni Er Hafskip að
sökkva? Í kjölfar þess upphófst
mikil umræða um málið, bæði
í fjölmiðlum og á Alþingi. Þegar
félagið fór í þrot
tapaði viðskipta-
banki fyrirtækis-
ins, Útvegsbanki
Íslands, miklum
fjárhæðum og
var lagður niður
í kjölfarið.
Alls voru
sautján manns
sem tengdust
Hafskipi og Út-
vegsbankansum ákærðir vegna
málsins. Sex þeirra sátu í gæslu-
varðhaldi vikum saman. Dóms-
málið tók langan tíma í afgreiðslu
og því lauk ekki fyrr en í júní árið
1991. Þá voru fjórir æðstu menn
Hafskips dæmdir sekir um brot á
lögum.
ÞETTA GERÐIST: 20. MAÍ 1986
Hafskipsmenn í gæsluvarðhald