Fréttablaðið - 20.05.2009, Blaðsíða 4
4 20. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR
Minna kólesteról
www.ms.is
Benecol er náttúrulegur
mjólkurdrykkur sem
lækkar kólesteról í blóði.
Mikilvægt er að halda
kólesterólgildum innan
eðlilegra marka því of
hátt kólesteról í blóði er
einn helsti áhættuþáttur
kransæðasjúkdóma.
Ein flaska á dag dugar
til að ná hámarksvirkni.
SKATTAMÁL „Staða skattayfirvalda
er sterkari eftir þennan samn-
ing og það eru auknar líkur á að
við getum aflað nauðsynlegra
upplýsinga sem nýtast við rann-
sókn mála sem tengjast eyjun-
um,“ segir Skúli Eggert Þórðar-
son ríkisskattstjóri.
Íslensk stjórnvöld undirrituðu
í gær samning við Bresku Jóm-
frúreyjarnar um upplýsingaskipti
á sviði skattamála. Eyjarnar, og
þeirra á meðal eyjan Tortola, eru
á lista yfir þekkt skattaskjól. Skúli
segir að hægt sé að ganga út frá
því sem vísu að skattundanskot í
gegnum félög skrásett erlendis
séu stór hluti af skattsvikum hér
á landi og hafi farið mjög vaxandi
undanfarin ár.
Skúli segir að embættið sé að
kanna eignarhald og uppruna
nokkur hundruð félaga sem teng-
ist eyjunum. „Við erum að athuga
hvað og hverjir standa að baki
þessum félögum. Okkar vinna er
hins vegar ekki komin á það stig
að um eiginlega rannsókn sé að
ræða. Ef ástæða þykir til verður
málum svo vísað áfram til frekari
rannsóknar.“
Félögin sem um ræðir segir
Skúli tvenns konar. „Annars
vegar eru þetta á þriðja hundrað
félög sem við höfum fundið erlend-
is með ýmsum ráðum. Síðan eru
þetta aðilar sem hafa verið hér á
landi í bankaviðskiptum og hafa
fengið tímabundna kennitölu.
Þessi félög eru einnig tvö til þrjú
hundruð talsins.“ Eins og komið
hefur fram í fréttum hafa eignar-
tengsl margra félaga verið rakin
til íslenskra banka og athafna-
manna. Skatta-
yfirvöldum
hefur annars
gengið illa að
fá upplýsingar
um eignarhald
þessara félaga
og flókið er að
grafast fyrir
um hver starf-
semi þeirra yfir-
leitt er. Því hafa
vaknað grunsemdir um að félög-
in hafi gagngert verið stofnuð til
undandráttar.
Sjálfstæð rannsókn á skattsvik-
um hefur ekki farið fram á Íslandi
síðan árið 2004. Þá töldust skatt-
svik vera fimmtíu til sextíu millj-
arðar króna á verðlagi dagsins í
dag. „Mér finnst ekkert ósennilegt,
í kjölfar alls þess sem taka verður
á núna, að menn geri nýja athugun
á skattsvikum. Ég treysti mér ekki
til að meta hversu há upphæðin er
en ég fullyrði að þessi undanskot
hafa aukist meir en það sem má
kalla venjulega dulda atvinnu-
starfsemi.“
Indriði H. Þorláksson, sem
hefur fjallað ítarlega um skatt-
svik og eignarhald félaga sem
tengjast þekktum skattaskjólum,
segir alveg ljóst að skattsvik hafi
aukist að mun eftir að möguleikar
opnuðust á stofnun félaga í skatta-
skjólum, eða eftir að „aflandsból-
an hófst“. „Þetta var eins og opinn
krani,“ segir Indriði.
svavar@frettabladid.is
Skattaskjól tengjast
meirihluta svikanna
Ríkisskattstjóri hefur tæplega 500 félög til athugunar vegna tengsla við þekkt
skattaskjól. Skattsvik eru talin tengjast aflandsfélögum að stórum hluta. Stjórn-
völd hafa gert samning um upplýsingaskipti á sviði skattamála.
SKÚLI EGGERT
ÞÓRÐARSON
FRÁ LÚXEMBORG Lúxemborg hefur verið nefnt í tengslum við umræðu um skatta-
skjól og peningaflutninga úr landi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Magnús L. Sveinsson, forseti borgar-
stjórnar Reykjavíkurborgar árin 1985
til 1994, var sá sem opnaði Húsdýra-
garðinn hinn 19. maí árið 1990 en
ekki Davíð Oddsson eins og sagt var í
blaðinu í gær.
LEIÐRÉTTING
SRÍ LANKA, AP Forseti Srí Lanka,
Mahinda Rajapaksa, lýsti því
formlega yfir í gær að landið hefði
nú verið „frelsað undan hermdar-
verkum aðskilnaðarsinna,“ eftir
að myndir af líki stofnanda og
leiðtoga Tamílatígranna, Velu-
pillai Prabhakaran, voru sýndar
í ríkissjónvarpinu.
Í sigurræðu sinni á þjóðþinginu
í Colombo reyndi Rajapaksa að
tala líka til tamíla er hann greip
til þess að ávarpa þá á þeirra eigin
tungu. „Markmið okkar var að
frelsa tamílsku þjóðina úr klóm
[uppreisnarmanna]. Nú verðum
við öll að lifa sem jafningjar í
þessu frjálsa landi,“ sagði hann.
Í ríkissjónvarpinu voru sýndar
óskýrar myndir af líki sem líktist
Prabhakaran, íklæddu dökkgræn-
um felulita-herbúningi, liggjandi
á börum á jörðinni. Blár klútur
hafði verið lagður á höfuð hans,
að því er virðist til að breiða yfir
gat eftir byssukúlu. Opin augu
hans störðu stjörf beint fram.
„Fyrir nokkrum klukkustund-
um fannst lík hryðjuverkaleiðtog-
ans Prabhakarans, sem rústaði
þessu landi, á vígvellinum,“ sagði
Sarath Fonseka, yfirhershöfðingi
stjórnarhersins.
Samkvæmt yfirlýsingu frá
ríkisstjórninni bar Vinayaga-
moorthi Muralitharan, fyrrver-
andi foringi í liði Tamílatígra
sem sagði skilið við hreyfinguna
og er nú ráðherra í ríkisstjórn-
inni, kennsl á líkið. - aa
LÍKIÐ SÝNT Srí Lanka-búi fylgist með sjónvarpsútsendingu þar sem lík leiðtoga Tam-
ílatígra, Velupillai Prabhakaran, er sýnt því til sönnunar að hann sé allur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Forseti Srí Lanka segir eyjuna nú vera „frelsaða undan hermdarverkum aðskilnaðarsinna“ og biðlar til tamíla:
Kennsl sögð borin á lík tígraleiðtogans
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
8
13
15
8
10
10
12
10
13
13
10
16
2
1
2 5
3
4
1
3
3
3
10
1112
14
14
26°
18°
27°
23°
18°
22°
25°
27°
17°
19°
22°
18°
27°
27°
17°
19°
32°
20°
14
Á MORGUN
Hægviðri.
13
FÖSTUDAGUR
5-10 SV-til, annars 3-8 m/s.
10
10
10
BREYTINGAR Á
VEÐRI Í KORTUNUM
Nú eru að koma inn
í kortin töluverðar
breytingar á veðri. Á
morgun má búast við
smáskúrum suðvest-
anlands en síðan
kemur lægð upp að
landinu á föstudags-
kvöld og frá henni fer
að rigna aðfaranótt
laugardagsins. Á laug-
ardag og sunnudag
eru horfur á rigningu
eða skúrum sunnan
og vestan til, annars
þurrt að mestu.
1
8 11
Sigurður Þ.
Ragnarsson
Veður-
fræðingur
SLYS Átján ára piltur slasaðist
alvarlega í vinnuslysi í Garði í
gærmorgun. Pilturinn er starfs-
maður verktaka sem var að vinna
að viðbyggingu við grunnskóla
bæjarins. Samkvæmt upplýsing-
um frá lögreglu var verið að hífa
steypumót í krana þegar vír slitn-
aði og mótið lenti ofan á piltinum.
Pilturinn var fluttur í snarhasti
á Landspítalann í Fossvogi. Hann
er höfuðkúpubrotinn, fótbrotinn
og með áverka í andliti og á hönd-
um. Hann er þó ekki talinn í lífs-
hættu. Honum var haldið sofandi
í öndunarvél í gær og fór í aðgerð
síðdegis. - sh
Varð undir steypumóti í Garði:
Mikið meiddur
eftir vinnuslys
KÍNA, AP Talsmaður kínverska
utanríkisráðuneytisins varði í gær
harkalegar aðgerðir kínverskra
yfirvalda er þau kváðu niður með
ofbeldi mótmæli lýðræðissinna
á Torgi hins himneska friðar í
Peking fyrir tuttugu árum.
Talsmaðurinn, Ma Zhaoxu,
leiddi hjá sér spurningu erlends
blaðamanns um nýútkomnar
endurminningar Zhao Ziyang,
sem á þessum tíma var einn af
leiðtogum kínverska Kommún-
istaflokksins en var rekinn úr
honum fyrir að vilja ekki styðja
þá ákvörðun að beita hörku til að
binda enda á mótmælin, sem var
síðan gert 3.-4. júní 1989. Hundr-
uð, jafnvel þúsundir manna létu
lífið í aðgerðunum. - aa
Torg hins himneska friðar:
Kínastjórn ver
aðgerðirnar
ELDFIMAR ENDURMINNINGAR Maður
les bók sem skrifuð er upp úr dagbókum
Zhao Ziyang heitins, sem var einn af
leiðtogum Kommúnistaflokks Kína en var
fangelsaður árið 1989. NORDICPHOTOS/AFP
Breyting á þingnefndum
Tilkynnt var á Alþingi um manna-
breytingar Samfylkingar í tveimur
nefndum. Skúli Helgason fór úr
fjárlaganefnd og í heilbrigðisnefnd.
Oddný G. Harðardóttir fór á móti úr
heilbrigðisnefnd og í fjárlaganefnd.
ALÞINGI
Styrkur til náms í Japan
Styrkur í boði japanska ríkisins verður
veittur tveimur íslenskum ríkisborgur-
um. Styrkurinn er til rannsóknarnáms
á framhaldsstigi í Japan. Styrkirnir
verða í boði frá og með apríl 2010.
MENNTAMÁL
ALÞINGI Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson spurði Steingrím J. Sig-
fússon fjármálaráðherra hvort
ætti að upplýsa þjóðina hver raun-
veruleg staða efnahagsmála væri
með því að segja frá því hvað
kæmi fram í skýrslu Wyman um
stöðu bankanna. Í henni kæmi
fram staða þeirra fyrirtækja sem
lánað hefði verið til.
Steingrímur sagði sjálfsagt að
taka það til skoðunar að heimila
þinginu að fá aðgang að þessum
upplýsingum. Þarna væru þó um
mikla fjárhagslega hagsmuni að
tefla með því að ná hagstæðum
uppgjörsamningum milli gömlu
og nýju bankanna. Því væri unnið
samkvæmt ákveðnu ferli, sam-
kvæmt erlendri ráðgjöf. - ss
Staða banka og fyrirtækja:
Framsókn vill
upplýsingar
GENGIÐ 19.05.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
212,7261
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
126,97 127,57
196,73 197,69
173,11 174,07
23,244 23,38
19,806 19,922
16,555 16,653
1,3181 1,3259
193,16 194,32
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR