Fréttablaðið - 20.05.2009, Blaðsíða 27
1. tölublað maí 2009 03
AF HVERJU
KAUPIR ÞÚ
ÁLFINN?
Ég kaupi
álfinn á
hverju ári
og stundum
reyndar fleiri
en einn.
Ástæðan er
sú að ég vil
styrkja þetta
góða starf hjá
SÁÁ sem snýr
að ungu fólki. Ég þekki það
sjálfur að vera í vandræðum
vegna þessa sjúkdóms og ég
veit að því fyrr sem fólk leitar
sér aðstoðar, því betra. Í dag
breiða kannabisskógar úr sér
í kerfisbundinni ræktun og
skútur sigla drekklhlaðnar dópi
til landsins. Afleiðingarnar eru
alvarlegar, ekki síst fyrir ungt fólk,
og ég legg mitt af mörkum til
að minnka skaðann með því að
kaupa álfinn.
SIGMAR GUÐMUNDSSON
FRÉTTAMAÐUR
Mér finnst sjálfsagt að kaupa
álfinn. Ég hef persónulega
orðið vitni að því hvað ötult
og óeigingjarnt starf SÁA hefur
hjálpað gífurlega mörgum sem
eru að fást við þennan sjúkdóm
sem heitir alkóhólismi. Og þar
að auki finnst mér svo þörf
umræðan sem sprettur upp í
kringum söluna á álfinum. Ég trúi
að það sé að koma upp kynslóð
Íslendinga sem veit og skilur að
alkóhólismi er sjúkdómur en
ekki aumingjaskapur. Það er stór
munur á því að vera sjúklingur og
að vera aumingi og alkóhólistar
eru ekki aumingjar.
PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON
TÓNLISTARMAÐUR
Ég kaupi
álfinn vegna
þess að ég
veit hversu
mikið og
mikilvægt
starf SÁÁ á
fyrir höndum.
Og auðvitað
líka vegna
alls þess
sem þessi
kraftaverkasamtök hafa áorkað. Í
ljósi þess að fíknir eru mesta böl
mannsins eru SÁÁ helstu þjóð-
þrifasamtök samtímans.
Þar fyrir utan höfum við álfurinn
alltaf náð sérlega góð augnsam-
bandi, þar sem hann hvílir ofan á
tölvunni minni og gónir glottandi
á mig daginn út og inn. Frábær
félagsskapur þar.
GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR,
KYNNINGARSTJÓRI
LISTAHÁTÍÐAR Í REYKJAVÍK
SVERRIR JÓNSSON læknir bendir meðal annars á opna tíma fyrir foreldra alla þriðjudaga kl. 18.15 á Vogi.
Þjónusta SÁÁ við foreldra
Frá því að SÁÁ hóf meðferð fyrir
áfengis- og aðra vímuefnasjúklinga,
hafa unglingar verið í meðferð hjá
SÁÁ. Fjöldi ungs fólks í meðferð
hefur aukist og á árunum fyrir síðustu
aldamót varð töluverð aukning ungs
fólks í meðferð, sjá graf.
Fíknsjúkdómar eru þess eðlis
að áhrif þeirra á nánustu ættingja
eru mikil. Foreldrar eru þannig oft í
mikilli vanlíðan meðan börn þeirra
eru í neyslu fíkniefna og einkenni
eins og sjálfsásökun, reiði, meðvirkni
og fl. eru algeng.
Unglingadeild var sett á laggirnar
á Sjúkrahúsinu Vogi í ársbyrjun ársins
2000.
Haft samband við
foreldra samdægurs
Unglingur telst sá í meðferð
á Vogi, sem er 19 ára eða
yngri og eiga þeir kost á því
að taka sína meðferð á Vogi á
unglingadeildinni.
Fljótlega eftir að unglingameð-
ferðin var gerð að einu sérmeð-
ferðarúrræða SÁÁ var farið að huga
að auknum samskiptum við foreldra
ungs fólks í meðferð.
Þegar ólögráða unglingar leggjast
inn á Vog er haft samband við foreldara
samdægurs. Einnig er haft samband
við alla foreldra þeirra unglinga sem
koma á unglingadeildina.
Foreldrar eiga góðan
aðgang að ráðgjöfum
unglingadeildarinnar í gegn
um síma.
Foreldrar unglinga á Vogi eru
boðaðir í viðtal við áfengis- og
vímuefnaráðgjafa og lækni á meðan á
dvölinni stendur. Í þessum viðtölum
er farið yfir vanda unglinganna.
Mjög mikilvægt er að fá upplýsingar
frá foreldrum og ekki síður er
nauðsynlegt að upplýsa foreldra
um fíknsjúkdóminn og gang mála í
meðferð.
Fræðsla og stuðningur
fyrir foreldra
Foreldrafræðsla hefur einnig verið á
Vogi frá árinu 2000. Alla þriðjudaga
kl 18:15 er foreldrafræðsla á Vogi og
sjá áfengis- og vímuefnaráðgajfar og
læknar um fræðsluna.
Fræðsluerindin
eru eftirfarandi:
1. Vímuefnin sem unglingar nota og
áhrif þeirra.
2. Bataþróun hjá unglingum og
íhlutun.
3. Vímuefnameðferð unglinga.
4. Vandi foreldra og þjónusta SÁÁ.
Göngudeild.
5. Endurhæfing SÁÁ, eftirmeðfrðar-
heimilin.
Eftir fræðsluerindin eru síðan
stuðningshópar fyrir foreldra og aðra
aðstandendur. Í þessum hópum getur
fólk fengið upplýsingar, uppörvun
og stuðning og spjallað saman.
Áfengis- og vímuefnaráðgjafi situr
fundina og stýrir þeim eftir þörfum.
Foreldrafræðslan og stuðnings-
hóparnir eru opnir fundir fyrir alla þá
foreldra sem vilja koma og fræðast og
vinna í þessum vandamálum.
Foreldrar ungs fólks (undir 25 ára
aldri), sem eru á meðferðarstofnunum
SÁÁ, eru hvattir til að koma á fundina.
Þessir fundir eru einnig opnir öðrum
foreldrum, sem eiga unglinga í vanda,
þó unglingurinn hafi ekki komið í
meðferð, eða sé búinn með meðferð.
unglinga með fíknsjúkdóma
UNGLINGAR
1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008
600
500
400
300
200
100
0
FJÖLDI UNGS FÓLKS Á SJÚKRAHÚSINU VOGI 1983-2008
24 ára og yngri
19 ára og yngri
17 ára og yngri
FJÖLDI UNGS FÓLKS Í MEÐFERÐ
HEFUR AUKIST“
SVERRIR JÓNSSON
SKRIFAR
ÞJÓNUSTA SÁÁ ÖLLUM OPIN
Foreldrar unglinga á Vogi eru boðaðir í
viðtal við áfengis- og vímuefnaráðgjafa
og lækni á meðan á dvölinni stendur.
Mikið er lagt upp úr því að fræða
foreldra og veita þeim stuðning.
Fólk í bata hvatt til að hætta að reykja
Hér á árum áður var fólk í meðferð hvatt til að hætta
ekki að reykja. Það myndi valda því of miklu álagi. Í dag
hefur mikil breyting orðið þar á og jafnvel talað um að
reykingarnar sjálfar séu nátengdar alkóhólisma og fíkn.
Fólk í meðferð er því hvatt til að hætta að reykja.
„Við hvetjum fólk í meðferð til að hætta að reykja,“
segir Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi, og sumir
hætta strax því SÁÁ hefur aukið mjög á fræðslu um
reykingar og nikótínfíkn í meðferðinni.
Aðeins átta af hverjum hundrað sem sækja meðferð
á Vog hafa aldrei reykt. Yfir átta af hverjum tíu í meðferð
er reykingafólk. En samkvæmt Valgerði er mjög áhrifaríkt að nota
bataprógrammið til að hætta að reykja.
„Og ég vil sérstaklega hvetja fólk sem er heima og í bata að hætta að
reykja,“ segir Valgerður og er mikið niðri fyrir. „Of stór hluti okkar fólks
reykir. Það er að deyja úr reykingum og það sem meira er, síðustu 20 ár
af ævi reykingamanns eru erfiðari en annarra. Reykingamanneskjan er
veikari.“
Það má færa sterk rök fyrir því að það séu meiri líkur en minni að
Íslendingur sem reykir sé einnig alkóhólisti. Sjö af hverjum hundrað
Íslendingum hafa þegar farið á Vog. Sautján af hverjum hundrað
Íslendingum reykja.
Gera má ráð fyrir að
jafnstór hópur og
hefur farið á Vog
hafi ekki farið og
sé enn að glíma
við Bakkus.
Sem merkir ein-
faldlega að ef þú
ert háð eða háður
nikótíni eru meiri
líkur á því að þú sért einnig að berjast
við aðra fíkn.
„Nikótínfíkn er alvöru fíkn,“ segir Valgerður
og hefur áhyggjur af því að þeir sem reyki ennþá eftir
meðferð þurfi einfaldlega meiri meðferð. „Það hangir mjög vel saman að
vera virkur fíkill eða alkóhólisti og vera reykingamanneskja.“
-MT
Rúm 80% þeirra sem koma á Vog er REYKINGAFÓLK:
REYKINGAR DREPA
Það hangir mjög vel saman að vera virkur fíkill eða
alkóhólisti og vera reykingamanneskja.
VALGERÐUR
RÚNARSDÓTTIR
LÆKNIR 82%
Reykja
REYKINGAR Á VOGI 2008
Aldrei reykt
Reyktu en hættu
8%
10%