Fréttablaðið - 20.05.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 20.05.2009, Blaðsíða 20
MARKAÐURINN 20. MAÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR4 Ú T T E K T „Krafan um umhverfisvæna fram- leiðslu verður sífellt ríkari,“ segir Tom Enders, forstjóri evrópska flugvélaframleiðandans Airbus. „Við höfum verið í fararbroddi í að bregðast við þeirri þróun og ætlum okkur að leiða hana áfram.“ Forstjórinn lét þessi orð falla á hátíðarkvöldverði með blaðamönn- um hvaðanæva að úr heiminum í framleiðslustöð Airbus í Ham- borg í Þýskalandi í síðustu viku. Þá fór fram árviss kynning félags- ins á stöðu og horfum, en til við- burðarins var boðið blaðamönn- um og sérfræðingum úr flugiðn- aði hvaðanæva að úr heiminum. Airbus í Evrópu og Boeing í Bandaríkjunum eru ráðandi í flugvélaframleiðslu í heiminum, með um það bil helmingsmarkaðs- hlutdeild hvort félag. Bæði standa fyrir margvíslegum nýjungum og hafa í smíðum langfleygar far- þegaþotur úr samþættu koltrefja- efni. Vangaveltur eru hins vegar um hvort Airbus kunni að hafa veðj- að á rangan hest í smíði A380 risa- þotunnar, en hún er með farþega- rými á tveimur hæðum, tekur í einni ferð yfir 500 manns, í hefð- bundinni uppsetningu. Ekki þyrfti að fara nema tæpar sex hundruð ferðir til að tæma Ísland. Vélin er raunar afar vel heppnuð og tækniundur út af fyrir sig. Far- þegar sem ferðast hafa með henni bera henni afar vel söguna, en frá því að hún kom á markað árið 2007 hefur hún flutt um 1,5 milljónir farþega víðsvegar um heim. Erfitt er að gera sér í hugarlund gríðarlega stærð A380 farþega- þotu Airbus, jafnvel þótt maður hafi séð slíkar vélar úr fjarlægð á Keflavíkurflugvelli, en þang- að komu þær gjarnan á þróun- ar- og æfingastigi til að æfa lend- ingar og flugtak í hliðarvindi. Í raun er það ekki fyrr en maður gengur upp að svona vél og horf- ir undir stélið og fram eftir búkn- um að maður áttar sig á stærðinni. Nærtækasta samlíkingin er íbúða- blokk með vængi. Efnahagssamdrátturinn í heim- inum og fjármálakreppa hefur hins vegar orðið til þess að flug- félög hafa lent í vandræðum með að fjármagna kaup á vélum í pönt- un. Þá eru sérfræðingar sumir efins um að í raun sé markaður fyrir fjölda slíkra risavéla. Singa- pore Airlines hefur pantað nokkr- ar slíkar og eru þær í notkun á stærri flugleiðum heimsins, svo sem milli Singapúr og Parísar, Dubaí og nokkurra af stórborg- um heims og milli Parísar og New York. Shukor Yusof, sérfræðingur Standard & Poor‘s í flugiðnaði, staðsettur í Singapúr, er meðal þeirra sem lýst hafa efasemd- um. „Minni vélar og tíðari ferð- ir kunna að vera hagkvæmari,“ segir hann og hefur meðal ann- ars beint því til Singapore Airli- nes að hvort endurskoða ætti hvort í raun sé þörf á þeim A380 vélum sem félagið á í pöntun. Þá bendir hann á að kostnaður við þróun og framleiðslu slíkra véla sé gífur- legur. Nokkuð margar vélar þurfi að framleiða áður en náist upp í þann kostnað. Hjá Airbus segja menn hins vegar að horfa verði lengra en til yfirstandandi hremminga efna- hagslífsins í heiminum. Alla tíð hafi verið miklar skammtíma- sveiflur í flugiðnaði, yfir lengri tímabil megi hins vegar sjá stöð- ugan og mikinn vöxt. „Flugum- ferð hefur tvöfaldast á hverju 15 ára tímabili og þannig verður það áfram,“ segir Tom Williams, fram- kvæmdastjóri yfir framleiðslulín- um Airbus. Í máli hans kom fram að núna hefðu verið framleiddar 33 A380 farþegaþotur, 14 hafi þegar verið afhentar flugfélögum. Sex Í HAMBORG John Leahy, yfirmaður við- skiptasviðs Airbus, fer yfir sölutölur. Í fyrra var metsala, 483 vélar. MARKAÐURINN/ÓKÁ Umhverfismálin verða í fyrirrúmi hjá Airbus RISAÞOÐA Í FLUGTAKI Tveggja ára töf varð á framleiðslu A380 risaþotu Airbus. Tom Enders, forstjóri félagsins, segir menn hafa lært af vandkvæðum sem upp komu í ferlinu og segir viðlika tafir ekki munu hrjá A350 þotuna sem er hin framúrstefnulegasta og keppir við Boeing 787 Dreamliner þotuna. MYND/AIRBUS „Veislan er búin,“ segir í nýrri fréttaskýringu Flightglobal um niðurskurð í flugi á Norður-Atl- antshafssvæðinu. Þar kemur fram að átta prósenta samdráttur hafi orðið í flugi milli Bandaríkjanna og Evrópu í sumar frá því sem gerðist í fyrra. Þá hafi eftirspurn dregist enn meira saman sem kunni að kalla á enn frekari niðurskurð flugferða síðar á árinu sem áhrif kunni að hafa yfir á næsta ár. Um leið er bent á að sum flugfélög hafi stokkið á tækifæri sem myndast hafi í þessu árferði. Þar er Icelandair nefnt sérstaklega og beint flug sem hefja á í sumar til Seattle í Bandaríkjunum. Haft er eftir Birki Hólm Guðnasyni, framkvæmdastjóra Icelandair, að þar hafi verið stokkið á opnun þegar norræna flugfélagið SAS tilkynnti í september að hætta ætti flugi þangað. Lengi hafi verið rýnt í tölur um flug á vesturströndina en ákveðið að of mikið framboð væri til að hefja samkeppni. Ice- landair hafi hins vegar haft burði til að bregðast hratt við með því að fá tímabundið lánaða Boeing 757 vél frá systurfélagi. Þá hafi félagið auga með nokkrum öðrum mögulegum markaðssvæðum og sé í startholunum opnist glufur. Þá bendir Birk- ir á að á meðan önnur flugfélög í Atlantshafsflugi eigi í erfiðleikum hafi Icelandair skilað besta árs- fjórðungi frá upphafi og bókanir fyrir sumarið lofi góðu. Íslendingar hafi dregið úr ferðalögum, en auknar komur útlendinga til landsins eftir fall krónunnar vegi upp á móti þeim samdrætti og gott betur. „Fyrstu níu mánuðir ársins líta vel út. Í þess- um iðnaði getur hins vegar enginn spáð fyrir um lokafjórðunginn,“ er eftir honum haft. Sjá tækifæri í niðurskurði VILTU VIND Í SEGLIN? Fjárfestingartækifæri og endurfjármögnun í Rússlandi, Austur-Evrópu og Mið-Asíu P IPA R P IPA R • S ÍA • 9 0 819 8 Hlutverk Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu. Morgunverðarfundur á Grand Hótel 28. maí kl. 8.00–9.45. Stjórnendur og sérfræðingar frá Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu, EBRD, fjalla um fjárfestingartækifæri í Rússlandi, Austur-Evrópu og Mið-Asíu. Helstu atriði morgunverðarfundar: Viðskiptaráðuneyti Ný fjárfestingartækifæri og þróun í Rússlandi, Austur-Evrópu og Mið-Asíu. Áhersla á fjárfestingartækifæri á sviði matvælavinnslu, orkumála og einkavæðingar. Sérfræðiráðgjöf og fjármögnun (lán eða hlutafé) frá EBRD. Sérstök þekking og tengsl EBRD í Rússlandi, Austur-Evrópu og Mið-Asíu. Tækifæri til viðræðna við fulltrúa EBRD. Dagskrá morgunverðarfundar kl. 8.00–9.45 Fundarstjóri: Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs. Viðtalstímar kl. 10.00–12.00 Fyrirtæki og einstaklingar geta átt fundi með fulltrúum bankans. Æskilegt er að bóka fundina fyrirfram. Fundirnir henta fyrirtækjum og bönkum sem stunda viðskipti í Rússlandi, Austur-Evrópu og Mið-Asíu, fyrirtækjum sem leita fjárfestingartækifæra á svæðinu, vilja minnka áhættu í viðskiptum eða leita fjármagns til endurfjármögnunar, stækkunar eða uppbyggingar. Skráning fer fram hjá Útflutningsráði í síma 511 4000 og með tölvupósti á utflutningsrad@utflutningsrad.is 7.50-8.00 Skráning. 8.10 Ávarp: Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. 8.20 Hlutverk og starf EBRD: Baldur Pétursson, aðstoðarframkvæmdastjóri EBRD. 8.40 Fjárfestingar á sviði matvæla og tækja: Tarek El Sherbini, sérfræðingur á sviði matvæla- og tækja. 9.10 Fjárfestingar á sviði orkumála: Mr Andy Aranitasi, sérfræðingur á sviði orkumála. Flugiðnaðurinn eltir efnahagssveifluna, segja sérfræðingar Airbus. Þeir segja flug- umferð hafa tvöfaldast á hverju 15 ára tímabili og telja þá þróun halda áfram. Efnahagssamdráttur eins og nú hafi ekki nema tímabundin áhrif á þá þróun. Tom Enders, forstjóri Airbus, segir að áhersla verði aukin á vistvæna framleiðslu í takt við kröfur samfélagsins. Óli Kristján Ármannsson þekktist boð Airbus um að sækja Innovation Days, kynningarráðstefnu félagsins fyrir blaðamenn í framleiðslustöð fyrirtækisins í Hamborg í Þýskalandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.