Fréttablaðið - 20.05.2009, Blaðsíða 32
1. tölublað maí 200908
„Þetta er fyrst og fremst skemmtilegt
starf,“ segir Erla Svava Sigurðardóttir
hjúkrunarfræðingur á Vogi. Hún
hefur unnið á sjúkrahúsinu í átta ár
en þegar hún var ráðin, eftir stutt
viðtal í gegnum síma, vissi hún ekki
einu sinni hvar Vogur var. Hélt það
væri einhvers staðar upp í sveit en
ekki uppi á Höfða.
„Það er ofboðslega skemmtilegt
að vinna hérna,“ staðfestir Klara
Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur.
Hún er búin að vinna þarna í eitt
ár. Vann áður á bráðamóttöku en er
ógurlega ánægð á Vogi.
„Alkóhólistar eru mj
skemmtilegt fólk,“ bætir
Fríður Garðarsdóttir við.
Hún hefur unnið á Vogi í
12 ár og er oftast vongóð
og bjartsýn fyrir hönd
sjúklinganna.
Gunnar L. Friðriksson
sjúkraliði er sammála Fríði. Hann
drekkur ekki, og hefur ekki gert í
mörg ár, en byrjaði að vinna á Vogi
fyrir sjö árum. Hann man eftir einum
sjúklingi sem skildi ekki af hverju það
stóð „Engin von“ aftan á sloppnum
sem hann var í.
„Hann var lesblindur. Það stóð
„Eign Vogs“ en ekki „Engin von.“
Og fyrst við erum að tala um
sloppa; af hverju eru sjúklingarnir í
sloppum?
„Þetta er sjúkrahús,“ svarar Erla
og Gunnar bætir því við að allir séu
jafnir á Vogi: „Hér er fólk á náttfötum
eins og sjúklingar eru jafnan þegar
þeir dvelja á sjúkrahúsi.“
Aldrei vonlaust
„Þetta er mjög gefandi starf,“
útskýrir hjúkrunarforstjórinn, Þóra
Björnsdóttir, sem starfað hefur á
Vogi síðan árið 1995. „Á þessum tíu
dögum sem sjúklingar dvelja hérna á
Vogi sjáum við mikla breytingu.“
„Það er mjög gaman að sjá þá sem
eru kannski hvað neikvæðastir labba
héðan út eins og blóm,“ útskýrir
Fríður.
Klara bætir við: „Það er ótrúlegt
að sjá sjúklinga, kannski vonlausa
og gjörsamlega niðurbrotna, lifna
við hérna inni. Á örfáum dögum
birtist tilhlökkun og von í andlitinu
á þeim.“
„Og jafnvel þau allra neikvæðustu
fara að heilsa og taka vel á móti
nýjum sjúklingum,“ segir Erla og
Gunnar botnar:
„Það er mikill kærleikur í húsinu.“
En fyllist þið aldrei vonleysi þegar
kannski sami sjúklingurinn kemur
aftur og aftur?
„Jú, jú,“ játar Fríður og Erla segir
að þau sjái auðvitað aldrei aftur það
fólk nær þessu í fyrstu atrennu. Það
fólk kemur ekkert aftur á Vog.
„Einn ráðgjafinn hérna var á
sínum tíma vonlaust tilfelli en
vinnur hérna í dag,“ segir Gunnar og
stelpurnar eru sammála honum um
hvað það sé frábært að sjá ráðgjafann
í dag, edrú og flottan.
„Ég hef séð langt leidda heróín-
fíkla ná þessu,“ segir Erla vongóð.
„En síðan eru þeir auðvitað til sem
fara aldrei í meðferð. Leita sér aldrei
hjálpar,“ segir Klara. „Því miður.“
Byrjaði að sprauta sig 13 ára
Og eins ótrúlegt og það hljómar
lendir starfsfólkið á Vogi aldrei í
ofbeldi eða slíku. Oft er sterk taug
á milli ofbeldis og skemmdarverka
og notkunar á áfengi og fíkniefnum.
En á Vogi er viðmótið þannig og
kærleikurinn að í raun er meira
um ofbeldi á öldrunardeildum
spítalanna en á Vogi.
En takið þið eftir einhverjum
breytingum, nýlega, á neysluvenjum
eða hvaða hópar það eru sem koma
í meðferð?
„Upp á síðkastið hefur mér fundist
svolítið um að alkar sem hafi verið
edrú mjög lengi séu að falla,“ segir
Erla en þau eru sammála um að það
séu ýmis trend í þessu sem komi í
bylgjum. Stundum er mikið af þessu
eitt misserið og meira af hinu næsta
misseri. Í dag færist til dæmis mjög
í aukana að rígfullorðið fólk komi á
Vog mjög seint á lífsleiðinni.
„Brennivínið var alltaf
aðalvandamálið. En það hefur breyst
mikið,“ segir Fríður.
Í dag er yngra fólkið í blandaðri
neyslu. Það er ekki bara brennivínið.
Á djamminu í miðbæ Reykjavíkur
er brennivínið notað með harðari
efnum, bæði kókaíni, amfetamíni
og svo kannabisefnum; hassi og
marijúana.
„Það er ein inni núna sem byrjaði
að sprauta sig 13 ára,“ segir Erla og
þau hin eru sammála um að dópið
flæði um allt.
Gunnar: „Í dag heyrir maður
aldrei um að það sé vandamál að
verða sér úti um fíkniefni. Bara eitt
símtal eða sms. Jafnvel krakkar sem
koma frá smábæjum úti á landi hafa
aldrei lent í neinum vandræðum
með að útvega sér efni.“
Erla: „Þegar það var verið að stöðva
rekstur þessara kannabisverksmiðja
á dögunum heyrði maður varla í
neinum sem teldi erfiðara að útvega
sér efni.“
Hér á árum áður gat myndast
þurrð á dópmarkaðinum. En í dag
er eins og framboðið sé endalaust.
Sama hversu stórir fíkniefnafundir
eru í fjölmiðlunum, alltaf er nóg af
dópi á götunum.
Grillað á sér
heilann með grasi
En er einhver munur á fíkn, brennivíni
eða dópi?
„Þessi efni virka öll á sömu
stöðina í heilanum,“ segir Klara
en þau benda á að fráhvörfin séu
vissulega mismunandi.
„Það gleymist oft að
áfengisfráhvörfinu eru hvað
lífshættulegust,“ segir Fríður og
Erla staðfestir það og bendir á að
fráhvörfum geti að auki fylgt miklar
ofskynjanir.
„Og oft veit fólk ekki hvað er að
gerast,“ segir Erla. „Ef fólk tekur inn
ofskynjunarlyf veit það að það er
með ofskynjanir en með delerium
tremens vegna drykkju hefur
viðkomandi ekki hugmynd um hvað
er að gerast. Það getur haft skelfilegar
afleiðingar.“
„Ef áfengi væri að koma á
markaðinn núna yrði það bannað,“
segir Klara og bætir því við að
henni þyki líka hræðilegt hvað
kannabisefni séu vinsæl hjá ungu
fólki. „Það er kannabisfaraldur. Og
það er eins og krakkarnir haldi að
notkun á grasi, marijúana, sé ekki
fíkniefnaneysla.“
Fríður: „Því er haldið að börnum,
úr ýmsum áttum, að kannabisneysla
sé í lagi.“
„Og þessir krakkar grilla á sér
heilann á ótrúlega skömmum tíma.
Finna varla herbergið sitt. Muna ekki
neitt,“ segir Erla og Klara bendir á að
krakkar verði fljótt háðir kannabis.
Sérstaklega ef þeir eru mjög ungir.
Betra að koma fyrr en seinna
Það sem gerir Vog að mjög sérstöku
sjúkrahúsi er öll fræðslan og
upplýsingarnar sem sjúklingarnir fá
til að læra að lifa með sjúkdómnum.
„Margir halda að þetta sé einhver
halelúja-söfnuður en svo er ekki,“
segir Klara en á Vogi eru engar trúar-
legar predikanir þótt æðri máttur sé
undirstaðan í hinum ýmsu tólf spora
samtökum. Vogum er fyrst og femst
og síðast sjúkrahús.
„Fólk verður oftast mjög hissa og
þakklátt þegar það kemur hingað inn
og áttar sig á hvað við veitum góða
þjónustu,“ segir Erla en Íslendingar
búa við ótrúlegan lúxus að hafa
meðferðarstöð eins og Vog sem allir
hafa aðgang að.
„Það er betra að fólk komi á Vog
fyrr en seinna,“ segir hjúkrunar-
forstjórinn, Þóra, og bætir við að það
Alkóhólistar eru skemm
Það er hvergi betra að vera en á VOGI. Allavega ef þú
átt erindi þangað. Sem Mikael Torfason átti. Hann fór
og hitti hjúkrunarfræðingana og sjúkraliðana. Fólkið
á gólfinu. Yndislegu manneskjurnar sem taka á móti
þér fagnandi, hjúkra þér og hjálpa þér að ná bata. Það
er allir velkomnir á Vog. Ef þeir eiga erindi. Og því
fyrr sem þú bankar upp á því betra.
ÚSJ KRA ÚH SIÐ VOGUR
„Fólk verður oftast mjög hissa og þakklátt þegar það ke
inn og áttar sig á hvað við veitum góða þjónustu,“ segir Erla Svava
Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur.
mur hingað
ELDRA FÓLK
Í dag er töluverð g
eldra fólks á Vog. Það er þá að
koma í fyrsta sinn og verður ekki
fyrir barðinu á sjúkdóminum fyrr
en seint á lífsleiðinni.
VOÁ GI
trúlegt að sjá sjúklinga „Það er ó
kannski vonlausa og gjörsamlega
niðurbrotna lifna við hérna inni. Á
örfáum dögum birtist tilhlökkun
og von í andlitinu á þeim.“
ÞAÐ ER
EIN INNI
NÚNA SEM
BYRJAÐI AÐ
SPRAUTA SIG 13 ÁRA.“