Fréttablaðið - 20.05.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 20.05.2009, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 20. maí 2009 Í áratugi hafa íslenskir garðplöntuframleiðendur unnið að því að byggja upp og rækta úrval af garðplöntum fyrir íslenska veðráttu. Og nú hafa þeir opnað vefinn gardplontur.is Þar finnur þú margvíslegan fróðleik og getur sent inn spurningar um garða og gróður. „Íslensk blóm eru harðgerð, kröftug og fersk.“ Björn Sigurbjörnsson, garðyrkjumaður ÍS L E N S K A S IA .I S S G B 4 62 96 0 5/ 09 Skoðaðu gardplontur.is og nýttu þér dýrmæta þekkingu og reynslu íslenskra garðplöntuframleiðenda. LÖGREGLUMÁL Lögreglan mun bjóða upp um 150 reiðhjól næst- komandi laugardag klukkan eitt. Uppboðin eru reglulegur viðburð- ur, en að þessu sinni verða ein- göngu boðin upp reiðhjól, „enda safnast þau upp hjá lögreglunni sem aldrei fyrr,“ segir í tilkynn- ingu. Um er að ræða reiðhjól sem hafa fundist hér og þar í umdæmi höfuðborgarlögreglunnar og enginn hefur hirt um að sækja til óskilamunadeildarinnar. Uppboðið verður haldið utan- dyra við Askalind 2a í Kópavogi. - sh Uppboð í Kópavogi: Lögregla býður upp 150 reiðhjól NÓG AF HJÓLUM Ógrynni reiðhjóla safnast saman hjá óskilamunadeild lögreglunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HAFNARFJÖRÐUR Nýsir Fasteignir eru í vanskilum með greiðslur af búnaði á borð við skólahúsgögn og tölvur sem eru í Lækjarskóla, Iðnskóla Hafnarfjarðar, leikskól- anum Álfasteini og íþróttahúsinu Björk. SP Fjármögnun getur tekið búnaðinn til sín ef greiðslur berast ekki. Unnið er að því að tryggja að búnaðurinn verði áfram í skólun- um og eiga bæjaryfirvöld í við- ræðum við SP Fjármögnun og Nýsi. Gerður Guðjónsdóttir, fjármála- stjóri Hafnarfjarðarbæjar, telur að niðurstaðan liggi fyrir í þessari viku eða þeirri næstu. - ghs Skólar í Hafnarfirði: Húsbúnaður í vanskilum Á móti fyrningarleiðinni Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps leggst alfarið gegn fyrirhugaðri fyrningarleið stjórnarflokkanna á aflaheimildum. Segir í ályktun stjórnarinnar að útgerð- armenn sem nú starfi í greininni hafi flestir farið eftir þeim leikreglum sem stjórnvöld hafi sett og mikið áhyggju- efni sé ef hrófla eigi við kvótakerfinu án samvinnu við útgerðina. GRÝTUBAKKAHREPPUR Gromov fær Abel-verðlaunin Mikhail Gromov, franskur stærðfræð- ingur af rússneskum uppruna, fær Abel-verðlaunin í stærðfræði í ár, en í röðum stærðfræðinga þykja þau sambærileg við Nóbelsverðlaunin. Valnefndin sagði Gromov heiðraðan fyrir „gríðarlega frumlegar almennar hugmyndir sem hafa leitt til nýrra uppgötvana í rúmfræði sem og á fleiri sviðum stærðfræði“. NOREGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.