Fréttablaðið - 20.05.2009, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 20.05.2009, Blaðsíða 17
Þóra Helgadóttir Debet og kredit Sögurnar... tölurnar... fólkið... Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 20. maí 2009 – 20. tölublað – 5. árgangur Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar „Nokkrir aðilar sýndu áhuga á að kaupa áhrifahlut í flugfélaginu,“ segir Einar Sveinsson, einn eigenda fjárfestingarfélaganna Máttar og Nausta og stjórn- armaður í Icelandair Group. Félögin áttu 39 pró- senta hlut í Icelandair Group í tvö ár þar til í fyrra- dag þegar Íslandsbanki nýtti utanþáguheimild Fjár- málaeftirlitsins og tók hann með veðkalli. Erlendir fjárfestar og fyrir- tæki, einn frá Bandaríkjunum en hinir evrópskir, höfðu áhuga á að kaupa hlut félaganna í Icelandair Group. Því til viðbótar hafði nor- ræna flugfélagið SAS viðrað áhuga á því ári fyrr. Áhuga hinna varð vart þegar halla tók undan fæti í íslensku efnahagslífi í fyrra. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að Einar og fjölskylda hans hafi verið mótfallin öllum hug- myndum um sölu á Icelandair-hlutnum út fyrir land- steina í hendur erlendra aðila. Var því afráðið að sitja af sér hremmingar í efnahagslífinu í stað þess að draga úr áhættunni og selja hlutinn. Viðræður voru þegar hafnar við Glitni (nú Íslandsbanka) um endurskipulagningu Máttar í kjölfar þeirra vand- ræða sem Milestone, félag bræðranna Karl og Stein- gríms Wernerssona, hafði ratað í. „Ég hafði ekki áhuga á að selja félagið útlendingum. Það gegnir mikilvægu hlutverki í samgöngum við út- lönd og má segja að það sé hluti af sjálfstæði lands- ins,“ segir Einar og bætir við að viðræður hafi aldrei farið af stað. Gengi bréfa Icelandair Group stóð í 27,75 krónum á hlut í byrjun síðasta árs en var komið niður í 13,10 í lok þess. Verðmæti eignarhlutar félaga bræðranna fór úr 10,5 milljörðum króna niður í fimm milljarða í árslok. Samkvæmt yfirtökuverði Íslandsbanka, sem miðaðist við lokagengi bréfa í félaginu á föstudag, nemur heildarverðmætið 1,7 milljörðum króna. Einar segir stjórnendur félagsins ósátta við yfir- tökuna. Hins vegar verði hvorki farið í mál við Ís- landsbanka vegna málsins né mats krafist á yfir- tökuverðinu þar sem ákvörðun bankans um yfirtöku byggðist á lánasamningi. Íslandsbanki varð umsvifamesti hluthafi Ice- landair Group í kjölfar yfirtökunnar á mánudags- morgun og situr nú á 47 prósenta hlut í flugrekstr- arfélaginu. Sömu örlög eru sögð bíða Langflugs ehf, næststærsta hluthafa Icelandair Group sem á tæp- lega 24 prósenta hlut. Þar um borð eru Finnur Ingólfs- son, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri, sem á tvo þriðju hluta á móti fjárfestingarfélaginu Gift. Eftir því sem næst verður komist þraut félagið örendi vegna skulda og hafði verið stýrt með óformlegum hætti úr höfuðstöðvum Landsbankans um nokkurra mánaða skeið. Ekki náðist í fyrirtækjasvið Lands- bankans til að leita eftir svörum á því hvenær hlut- urinn yrði formlega tekinn yfir af bankanum. Þegar það verður munu bankarnir stýra sjötíu prósentum af hlutafé Icelandair Group. sjá einnig síðu 2 Erlendir fjárfestar vildu fá Icelandair Engeyingarnir tóku ekki í mál að selja Icelandair úr landi og biðu í vari en misstu hlut sinn til Íslandsbanka. Sömu örlög eru sögð bíða annarra hluthafa af hálfu Landsbankans. Saks í mínus | Bandaríska munúð- arvöruverslunin Saks tapaði 5,11 milljónum dala á fyrsta fjórð- ungi ársins. Til samanburðar nam hagnaðurinn 17,3 milljónum dala á sama tíma í fyrra. Þetta er tals- vert betri afkoma en spáð var. Englandsbanki græðir | Englands- banki hagnaðist um tæpan millj- arð punda, jafnvirði 190 milljarða króna, í fyrra. Þetta er besta ár í 315 ára sögu bankans og skrifast nær alfarið á vexti og gjöld breska banka sem nýttu sér björgunarað- gerðir seðlabankans. Allt grænt | Hlutabréfavísitölur hafa verið á uppleið í Bandaríkj- unum í vikunni. Fjármálaskýr- endur telja líklegu skýringuna þá að fjárfestar telji botninum náð í bili og séu að nýta sér tækifærið til að kaupa ódýr hlutabréf. Olíuverð hækkar | Heimsmarkaðs- verð á hráolíu fór yfir sextíu doll- ara múrinn í gær en slíkur verð- miði hefur ekki sést vestan hafs í hálft ár. Óeirðir við olíuvinnslu- svæði í Nígeríu skýra hækkunina í gær að nær öllu leyti. VIÐSKIPTI Evru posi – aukin þjónusta við erlenda ferðamenn Við bjóðum viðskiptavinum okkar sérstaka posa fyrir erlend MasterCard og VISA kort. Þannig geta þeir selt vöru eða þjónustu til erlendra ferðamanna í evrum og valið um að fá uppgjörið í evrum eða íslenskum krónum. Græna prentsmiðjan EINAR SVEINSSON Sjálfkjörið er í stjórn Bakkavar- ar Group, sem tekur við á næsta aðalfundi félagsins á miðvikudag. Í framboði eru Bakkavararbræð- urnir Ágúst og Lýður Guðmunds- synir, Ásgeir Thoroddsen, Hildur Árna- dóttir og Katrín Pétursdóttir. Samþykktir Bakkavarar kveða á um að stjórnarmenn geti verið átta hið mesta. Dionysos A. Liveras, fram- kvæmdastjóri breska matvæla- fyrirtækisins Laurens Patisser- ie, gefur ekki kost á sér til áfram- haldandi stjórnarsetu. Hann kom inn í stjórnin árið 2007. Þar með situr enginn útlendingur eftir í stjórn Bakkavarar Group. - jab Íslendingar stýra Bakkavör ÁGÚST GUÐMUNDSSON 6 Icelandic Glacial Íslenska vatnið rennur víða Horfur í flugiðnaði Umhverfismál verða í forgrunni 4-5 2 Nýi Landsbankinn hefur stofnað tvö eignaumsýslufélag, annað er fyrir fasteignir og nefnist Regin en hitt er fyrir hlutafjáreignir og nefnist Vestia. Helgi S. Gunnars- son, fyrrverandi framkvæmda- stjóri eignarhaldsfélagsins Port- usar, og Steinþór Baldursson, sem um nokkurt skeið hefur starfað á fyrirtækjasviði bankans, stýra félögunum. Allir nýju bankarnir hafa nú stofnað félög sem þessi. - jab NBI stofnar umsýslufélag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.