Fréttablaðið - 20.05.2009, Side 17

Fréttablaðið - 20.05.2009, Side 17
Þóra Helgadóttir Debet og kredit Sögurnar... tölurnar... fólkið... Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 20. maí 2009 – 20. tölublað – 5. árgangur Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar „Nokkrir aðilar sýndu áhuga á að kaupa áhrifahlut í flugfélaginu,“ segir Einar Sveinsson, einn eigenda fjárfestingarfélaganna Máttar og Nausta og stjórn- armaður í Icelandair Group. Félögin áttu 39 pró- senta hlut í Icelandair Group í tvö ár þar til í fyrra- dag þegar Íslandsbanki nýtti utanþáguheimild Fjár- málaeftirlitsins og tók hann með veðkalli. Erlendir fjárfestar og fyrir- tæki, einn frá Bandaríkjunum en hinir evrópskir, höfðu áhuga á að kaupa hlut félaganna í Icelandair Group. Því til viðbótar hafði nor- ræna flugfélagið SAS viðrað áhuga á því ári fyrr. Áhuga hinna varð vart þegar halla tók undan fæti í íslensku efnahagslífi í fyrra. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að Einar og fjölskylda hans hafi verið mótfallin öllum hug- myndum um sölu á Icelandair-hlutnum út fyrir land- steina í hendur erlendra aðila. Var því afráðið að sitja af sér hremmingar í efnahagslífinu í stað þess að draga úr áhættunni og selja hlutinn. Viðræður voru þegar hafnar við Glitni (nú Íslandsbanka) um endurskipulagningu Máttar í kjölfar þeirra vand- ræða sem Milestone, félag bræðranna Karl og Stein- gríms Wernerssona, hafði ratað í. „Ég hafði ekki áhuga á að selja félagið útlendingum. Það gegnir mikilvægu hlutverki í samgöngum við út- lönd og má segja að það sé hluti af sjálfstæði lands- ins,“ segir Einar og bætir við að viðræður hafi aldrei farið af stað. Gengi bréfa Icelandair Group stóð í 27,75 krónum á hlut í byrjun síðasta árs en var komið niður í 13,10 í lok þess. Verðmæti eignarhlutar félaga bræðranna fór úr 10,5 milljörðum króna niður í fimm milljarða í árslok. Samkvæmt yfirtökuverði Íslandsbanka, sem miðaðist við lokagengi bréfa í félaginu á föstudag, nemur heildarverðmætið 1,7 milljörðum króna. Einar segir stjórnendur félagsins ósátta við yfir- tökuna. Hins vegar verði hvorki farið í mál við Ís- landsbanka vegna málsins né mats krafist á yfir- tökuverðinu þar sem ákvörðun bankans um yfirtöku byggðist á lánasamningi. Íslandsbanki varð umsvifamesti hluthafi Ice- landair Group í kjölfar yfirtökunnar á mánudags- morgun og situr nú á 47 prósenta hlut í flugrekstr- arfélaginu. Sömu örlög eru sögð bíða Langflugs ehf, næststærsta hluthafa Icelandair Group sem á tæp- lega 24 prósenta hlut. Þar um borð eru Finnur Ingólfs- son, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri, sem á tvo þriðju hluta á móti fjárfestingarfélaginu Gift. Eftir því sem næst verður komist þraut félagið örendi vegna skulda og hafði verið stýrt með óformlegum hætti úr höfuðstöðvum Landsbankans um nokkurra mánaða skeið. Ekki náðist í fyrirtækjasvið Lands- bankans til að leita eftir svörum á því hvenær hlut- urinn yrði formlega tekinn yfir af bankanum. Þegar það verður munu bankarnir stýra sjötíu prósentum af hlutafé Icelandair Group. sjá einnig síðu 2 Erlendir fjárfestar vildu fá Icelandair Engeyingarnir tóku ekki í mál að selja Icelandair úr landi og biðu í vari en misstu hlut sinn til Íslandsbanka. Sömu örlög eru sögð bíða annarra hluthafa af hálfu Landsbankans. Saks í mínus | Bandaríska munúð- arvöruverslunin Saks tapaði 5,11 milljónum dala á fyrsta fjórð- ungi ársins. Til samanburðar nam hagnaðurinn 17,3 milljónum dala á sama tíma í fyrra. Þetta er tals- vert betri afkoma en spáð var. Englandsbanki græðir | Englands- banki hagnaðist um tæpan millj- arð punda, jafnvirði 190 milljarða króna, í fyrra. Þetta er besta ár í 315 ára sögu bankans og skrifast nær alfarið á vexti og gjöld breska banka sem nýttu sér björgunarað- gerðir seðlabankans. Allt grænt | Hlutabréfavísitölur hafa verið á uppleið í Bandaríkj- unum í vikunni. Fjármálaskýr- endur telja líklegu skýringuna þá að fjárfestar telji botninum náð í bili og séu að nýta sér tækifærið til að kaupa ódýr hlutabréf. Olíuverð hækkar | Heimsmarkaðs- verð á hráolíu fór yfir sextíu doll- ara múrinn í gær en slíkur verð- miði hefur ekki sést vestan hafs í hálft ár. Óeirðir við olíuvinnslu- svæði í Nígeríu skýra hækkunina í gær að nær öllu leyti. VIÐSKIPTI Evru posi – aukin þjónusta við erlenda ferðamenn Við bjóðum viðskiptavinum okkar sérstaka posa fyrir erlend MasterCard og VISA kort. Þannig geta þeir selt vöru eða þjónustu til erlendra ferðamanna í evrum og valið um að fá uppgjörið í evrum eða íslenskum krónum. Græna prentsmiðjan EINAR SVEINSSON Sjálfkjörið er í stjórn Bakkavar- ar Group, sem tekur við á næsta aðalfundi félagsins á miðvikudag. Í framboði eru Bakkavararbræð- urnir Ágúst og Lýður Guðmunds- synir, Ásgeir Thoroddsen, Hildur Árna- dóttir og Katrín Pétursdóttir. Samþykktir Bakkavarar kveða á um að stjórnarmenn geti verið átta hið mesta. Dionysos A. Liveras, fram- kvæmdastjóri breska matvæla- fyrirtækisins Laurens Patisser- ie, gefur ekki kost á sér til áfram- haldandi stjórnarsetu. Hann kom inn í stjórnin árið 2007. Þar með situr enginn útlendingur eftir í stjórn Bakkavarar Group. - jab Íslendingar stýra Bakkavör ÁGÚST GUÐMUNDSSON 6 Icelandic Glacial Íslenska vatnið rennur víða Horfur í flugiðnaði Umhverfismál verða í forgrunni 4-5 2 Nýi Landsbankinn hefur stofnað tvö eignaumsýslufélag, annað er fyrir fasteignir og nefnist Regin en hitt er fyrir hlutafjáreignir og nefnist Vestia. Helgi S. Gunnars- son, fyrrverandi framkvæmda- stjóri eignarhaldsfélagsins Port- usar, og Steinþór Baldursson, sem um nokkurt skeið hefur starfað á fyrirtækjasviði bankans, stýra félögunum. Allir nýju bankarnir hafa nú stofnað félög sem þessi. - jab NBI stofnar umsýslufélag

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.