Fréttablaðið - 20.05.2009, Blaðsíða 62
30 20. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
BESTI BITINN Í BÆNUM
LÁRÉTT
2. spil, 6. einnig, 8. frostskemmd, 9.
óðagot, 11. tvö þúsund, 12. einkenn-
is, 14. hopp, 16. í röð, 17. sægur, 18.
leturtákn, 20. drykkur, 21. lofttegund.
LÓÐRÉTT
1. draugur, 3. kúgun, 4. söfnun, 5.
angan, 7. kirkja, 10. gilding, 13. hjör,
15. á kökur, 16. kvk nafn, 19. skst.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. gosi, 6. og, 8. kal, 9. fum,
11. mm, 12. aðals, 14. stökk, 16. gh,
17. mor, 18. rún, 20. te, 21. óson.
LÓÐRÉTT: 1. vofa, 3. ok, 4. samskot,
5. ilm, 7. guðshús, 10. mat, 13. löm,
15. krem, 16. gró, 19. no.
„Ég hlakka rosalega til. Það er
algjör draumur að komast í þetta
nám,“ segir kvikmyndagerðar-
maðurinn Hlynur Pálmason. Hann
hefur fengið inngöngu í Danska
kvikmyndaskólann, þann sama og
Dagur Kári Pétursson og Rúnar
Rúnarsson hafa sótt við góðan
orðstír.
Skólinn er talinn einn sá besti í
heiminum og aðeins sex upprenn-
andi leikstjórar komast inn í hann
á tveggja ára fresti. Því er um mik-
inn heiður að ræða fyrir Hlyn, sem
er 24 ára. „Þetta er langt ferli. Það
þarf að fara í mörg viðtöl og vinna
mörg verkefni. Ég þurfti að fljúga
til Danmerkur þrisvar sinnum,“
segir hann. „Fyrst ætlaði ég ekk-
ert að vera neitt stressaður yfir
þessu en ég viðurkenni að maður
var orðinn svolítið spenntur þegar
maður var kominn svona langt. Við
vorum tvö hundruð fyrst en svo
enduðum við sex.“
Hlynur, sem hefur búið til tvær
stuttmyndir á ferli sínum, seg-
ist ekki hafa átt von á að komast
í skólann, hvað þá í fyrstu tilraun.
„Ég er búinn að heyra um nemend-
ur sem voru að sækja um í þriðja
eða fjórða skiptið. Ég var alls ekki
vongóður fyrr en ég kom í skólann.
Ég var þarna í viku í vinnubúðum
og þegar ég hitti kennarana og alla
var ég vongóður og sá þetta fyrir
mér gerast.“
Hlynur er frá Höfn í Horna-
firði en er þó ekki ókunnugur
Danmörku því hann stundaði þar
ljósmyndanám og var í grunnnámi
í Evrópska kvikmyndaskólanum á
Jótlandi í eitt ár. Talar hann því
dönskuna reiprennandi, sem kemur
að góðum notum í nýja skólanum.
Námið hefst þar í byrjun septem-
ber og stendur yfir í fjögur ár.
Forvitnilegt verður að fylgjast
með Hlyni feta í fótspor þeirra
Dags Kára og Rúnars, sem báðir
teljast á meðal efnilegustu leik-
stjóra okkar Íslendinga. Dagur
hefur leikstýrt þremur kvikmynd-
um í fullri lengd, þar á meðal Nóa
albínóa, og Rúnar Rúnarsson, sem
hefur nýlokið námi sínu í Danska
kvikmyndaskólanum, var tilnefnd-
ur til Óskarsverðlaunanna fyrir
stuttmynd sína Síðasti bærinn.
freyr@frettabladid.is
HLYNUR PÁLMASON: FÉKK INNGÖNGU Í DANSKA KVIKMYNDASKÓLANN
Fetar í fótspor Rúnars
Rúnarssonar og Dags Kára
HLYNUR PÁLMASON Kvikmyndagerðarmaðurinn efnilegi hefur fengið inngöngu í Danska kvikmyndaskólann. Námið hefst í sept-
ember og stendur yfir í fjögur ár. MYND/HILDUR ÝR ÓMARSDÓTTIR
„Það er nú svolítið skemmtilegt
en við Óli komum til Heidelberg
fyrir mörgum árum, ung og barn-
laus, og hrifumst mjög af borg-
inni. Töluðum meðal annars um
að það væri gaman að búa þar.
Svo haga örlögin því þannig til að
við erum að flytja þangað mörg-
um árum síðar,“ segir Kristín
Þorsteinsdóttir, eiginkona Ólafs
Stefánssonar handboltamanns.
Þau fjölskyldan kveðja nú Spán
eftir sex ára dvöl þar sem Ólaf-
ur hefur leikið með Ciudad Real.
Þau bjuggu í Þýskalandi áður en
þau héldu til Spánar, að vísu aust-
anmegin, en Kristín segir börnin
þeirra elstu tvö því vera svolítið
á heimavelli. „Þau fara í alþjóð-
legan skóla þar sem kennt verður
á ensku, með spænsku og þýsku
sem aukafög. Jú, ég hlakka til,
borgin er ákaflega falleg og við
fengum gullfallega íbúð, mjög
stóra og fína, í gamla kjarnanum,
á þremur hæðum í gömlu húsi.
Við höfum útsýni til allra átta,
og við horfum yfir ána Neckar.
Það er samt líka skrítið að vera
að kveðja Spán og ég mun sakna
afslappaða lífsstílsins hér, það
er svo gott að vera með börn á
Spáni,“ segir Kristín.
Þjóðhátíðardagurinn, 17. júní,
mun fara í að taka á móti sendi-
bílnum frá Þýskalandi. „Þá koma
þýskir félagar keyrandi hing-
að og sækja alla búslóðina. Svo
verður keyrt með kassana til
Heidelberg en við fljúgum dag-
inn eftir til Íslands í mánaðarfrí.
Þar á eftir er það svo Þýskaland.“
Ólafur mun leika með Rhein-
Neckar Löwen í Mannheim en
þau ákváðu að velja Heidelberg
sem búsetustað enda aðeins tíu
mínútna ferðalag á milli. Krist-
ín segist sjálf vera spennt fyrir
borginni en í Heidelberg er einn
þekktasti háskóli Evrópu. „Leik-
húsið freistar mín svolítið hérna,
en það býður upp á starfsnám í
leikmyndahönnun og fleiru
skemmtilegu. Annars sit ég bara
úti í sólinni núna og er að reyna
að herða mig upp í að byrja að
pakka. Er með 65 kassa úti um
allt, bóluplast og límband. Þannig
að heimilið lítur svona ansi hreint
huggulega út.“ - jma
Flytja til Þýskalands á þjóðhátíðardaginn
ÍBÚÐ Á ÞREMUR HÆÐUM Í MIÐBÆNUM
Fjölskyldan mun leigja íbúð í einu af
gömlu fallegu húsunum í miðri Heidel-
berg. Kristín segir að nám í leikmynda-
hönnun freisti hennar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Jú, mér hefur verið bent á þetta. En ég hef
nú meiri áhyggjur af því að þetta sé líkara
gamla djassstandardinum Time After
Time sem Chet Baker gerði frægan. Svo er
hugsanlega lína þarna úr lagi með hljóm-
sveitinni LCD Soundsystem sem heitir All
My Friends. Svona er nú popptónlistin,“
segir Atli Bollason, hljómborðsleikari
Sprengjuhallarinnar.
Lag Sprengjuhallarinnar Deus, Bóas og/
eða kjarninn, hefur hljómað nokkuð á
öldum ljósvakans að undanförnu og
óneitanlega minnir laglínan nokkuð
á Mr. Tambourine Man eftir sjálf-
an Bob Dylan. Atli er einmitt höf-
undur Deus, Bóas og/eða kjarn-
inn og aðspurður segist hann ekki
hafa neinar áhyggjur af því að
Dylan muni senda sér reikning.
„Það yrði nú bara einskær gleði ef
hann hringdi og vildi ræða þetta.
Við gætum borið saman bækur
okkar og hann gæti gefið mér
einhver ‚tips‘. Fyrir dómi held
ég að leitt yrði í ljós að þarna
er ekki um stuld að ræða, frekar að lögin
minni hvort á annað sem er bæði okkur og
honum til hróss. Við myndum leysa þetta í
bróðerni,“ segir Atli.
Hljómborðsleikarinn segist vera hrifinn
af Dylan en þó ekki eins sjúkur í hann og
félagar hans í hljómsveitinni, þeir Bergur
Ebbi og Snorri Helgason.
Sprengjuhöllin er nýlega komin heim frá
Þýskalandi þar sem hún spilaði fyrir troð-
fullu húsi í Berlín og góðan orðstír. Í
kjölfarið hefur sveitinni boðist að
spila á tónlistarhátíðum í Þýska-
landi en þar ber vel í veiði því
Bergur Ebbi verður einmitt
búsettur í Þýskalandi í sumar.
Þannig að Sprengjuhöllin mun
ekki spila eins mikið á Íslandi
og efni standa til heldur æfa
nýtt efni. Auk þess sem þeir
eru nú sveittir við að lesa
alfræðiorðabækur um rokktón-
list því fyrir dyrum stendur að
keppa í Popppunkti Dr. Gunna
og Felix Bergssonar. - jbg
Óttast ekki reikning frá Dylan
ATLI BOLLASON Lag hans
Deus, Bóas og/eða kjarninn
minnir á Mr. Tambourine
Man en einnig lög með Chet
Baker og LCD Soundsystem.
„Vegamót eru klárlega með
besta bitann í bænum, ég hef
farið þangað lengi og svo er
útiaðstaðan alveg frábær í
þessu góða veðri. Svo finnst mér
maturinn flottur og góður og
andrúmsloftið þægilegt.“
Ásdís Halldórsdóttir, kennari hjá Hreyf-
ingu.
Að venju sleiktu höfuðborgarbúar
sólina á Austurvelli í gær. Veitinga-
staðirnir voru þétt setnir og þar
mátti meðal annars sjá óperusöngv-
arann Garðar Thor Cortes og Einar
Örn Einarsson rifja upp gamla tíma
en þeir eru auðvitað betur þekktir
sem tvíeykið Nonni og Manni.
Þar skammt frá sátu Andri Snær
Magnason, höfundur Draumalands-
ins, og Matthías
Imsland,
forstjóri Iceland
Express, ásamt
barnsmóður
þess síðast-
nefnda.
Það vakti
athygli, við stefnuræðu forsætisráð-
herra, að tveir sem fluttu framsögu
eru fyrrum pistlahöfundar Frétta-
blaðsins. Sigmundur Ernir Rúnars-
son talaði fyrir Samfylkingu og svo
Guðmundur Steingrímsson fyrir
Framsókn. Það vantaði bara Þráin
Bertelsson til að fullkomna þrenn-
una. Þeir sem rýna í ræður og eru
vel að sér í íslenskri stjórnmála-
sögu lyftu brúnum þegar
fraseringar Guðmundar og
tónn, jafnvel fas, tóku að
minna á Guðna Ágústs-
son. En þá má hafa
í huga að átrúnað-
argoð Guðna var
einmitt Steingrímur
Hermannsson, faðir
Guðmundar.
FH-Mafían var að vonum ánægð
með sína menn eftir ótrúlegan leik
FH og Blika í Kópavogi en þá skoraði
Norðmaðurinn Alexander Söderlund
magnað mark á ögurstundu. Þráður
á spjallsíðu áhangenda FH-liðsins
ber einfaldlega yfirskriftina: „Ég elska
þig Alexander Superlund“ og Heiðar
Örn í Botnleðju, sem farið hefur fyrir
söngdeild stuðningsmanna, skaut
þegar inn texta sem á án efa eftir að
hljóma á næstu leikjum FH-liðsins:
La det swinge Alex Söderlund,
La det swinge Alexander Söderlund
woop hai hoooopp
La det swinge Alex Söderlund
- fgg, jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 Þrjú tonn.
2 Stjarnan.
3 Vonbrigði.
Skipholti 50b • 105 Reykjavík