Fréttablaðið - 20.05.2009, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 20.05.2009, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 20. maí 2009 3 Í sumar verður boðið upp á göngur um slóðir Gísla sögu Súrssonar í fylgd leiðsögumanns. Vesturferðir bjóða í samstarfi við Eaglefjord á Bíldudal upp á ferð- ir í sumar um Arnarfjörð á slóð- ir Gísla Súrssonar. Um báts- og gönguferðir er að ræða frá Bíldu- dal í Geirþjófsfjörð og göngu með leiðsögn um fjarðarbotninn. Á leið- inni inn Geirþjófsfjörð er siglt um búsetusvæði skrímsla í Arnarfirði og saga mannlífs og náttúru rifjuð upp. Komið er í land í Langabotni og genginn söguhringur Gísla sögu Súrssonar. Sögumaður staldrar við bæ Auðar Vésteinsdóttur, fylgsn- ið þar sem Gísli dvaldi langtímum saman, Kleifina þar sem orrustan hófst og Einhamar þar sem Gísli lauk ævi sinni með heljarstökki fram af hamrinum. Ferðin, sem verður farin klukk- an tíu miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga, tekur fjóra til fimm klukkutíma með bátsferð fram og til baka. Nánari upplýsingar á www.vesturferdir.is - ve Á söguslóðum Gísla Súrssonar Á leiðinni inn Geirþjófsfjörð er siglt um búsetusvæði skrímsla í Arnarfirði. Konur í Kerlingarfjöllum heit- ir námskeið sem verður hald- ið í Kerlingarfjöllum sumar- sólstöðuhelgina 19. til 21 júní. Leiðbeinandi verður Anna Dóra Hermannsdóttir, sem rekur heilsuferðaþjónustu á Klængs- hóli í Skíðadal og jógasetur á Húsabakka í Svarfaðardal. Hún hefur haldið fjölda námskeiða fyrir konur þar sem hún fléttar saman jóga, hugleiðslu og notkun jurta til heilsubóta. Rauði þráðurinn í námskeið- inu verður krafturinn sem býr í konum og náttúrunni og leiðir til að styrkja tengslin þar á milli. „Konurnar gista í stóra skálanum og þurfa eingöngu að hafa með sér svefnpoka og göngubúnað,“ segir Hildur Harðardóttir, einn af eigendum ferðaþjónustunnar í Kerlingarfjöllum. „Þær mæta klukkan 18 á föstudeginum, fá kvöldverð og gera síðan jóga úti í náttúrunni ásamt hugleiðslu fyrir svefninn. Á laugardegin- um er svo byrjað á morgunjóga en síðan haldið á vit ævintýr- anna í fjöllunum. Anna Dóra leið- ir gangandi hugleiðslu og fræðir konurnar um jurtir sem á vegi þeirra verða.“ Hildur segir ætlunina að reyna að nýta sumarsólstöðurn- ar til hins ýtrasta. „Við þekkj- um það flest sem búum á Íslandi að við höfum meiri orku á löng- um dögum en stuttum og ef veður leyfir munum við reyna við Snækoll, sem er hæsti tind- urinn á svæðinu. Hann er í um 1.400 metra hæð og á góðum degi er hægt að sjá til strandar í norður og suður. Ef veðrið gefur ekki tilefni til þess er úr fjölda fallegra gönguleiða að velja,“ segir Hildur. Á sunnudeginum verður farið í aðra göngu með hugleiðslu- æfingum og jóga áður en haldið er til byggða. Hildur segir ekki nauðsynlegt að konurnar kunni eitthvað fyrir sér í jóga en að þær þurfi að geta gengið nokkra klukkutíma á jafnsléttu. „Þetta er tilvalið námskeið fyrir vin- konur eða saumaklúbba en þó allt eins fyrir konur sem vilja koma einar. Meginmarkmiðið er að konurnar komi til baka endur- nærðar á líkama og sál og held ég að það sé lítil hætta á öðru.“ Nánari upplýsingar um nám- skeiðið er að finna á www.kerl- ingarfjoll.is. Konur sækja kraft til fjalla Hildur Harðardóttir segir námskeiðið tilvalið fyrir konur sem vilja næra líkama og sál. MYND/ÚR EINKASAFNI Kynning Íslenski fjallahjólaklúbburinn býður upp á léttar og fjölskyldu- vænar hjólaferðir um höfuð- borgina í sumar. Öll þriðjudagskvöld frá maí og út ágúst verður lagt af stað klukkan 19 frá Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum í Laugardal og hjólað sem leið liggur um bæinn. Ferðirnar eru sérstaklega ætlaðar þeim sem eru að byrja eða að hefja hjólreiðar eftir langt hlé. Eins býður klúbburinn upp á fjölskylduferðir á sunnudögum. Hist er í Laugardalnum klukkan 11 og hjólað um bæinn og fram eftir degi. Í þær ferðir er gott að taka með sér nesti og nýja skó. Bæði þriðjudagshjólatúrarnir og fjöl- skylduferðirnar eru rólegar og fjölskylduvænar og er miðað við meðalhraða í kringum 10-15 kíló- metra á klukkustund. Nánari upplýsingar um ferðirn- ar er að finna á heimasíðu klúbbs- ins www.fjallahjolaklubburinn.is en þar er einnig hægt að skrá sig á póstlista. Ókeypis er í ferðirnar og eru þær opnar öllum. - ve Hjólað um borgina Farnar verða léttar hjólaferðir alla þriðjudaga. Sundlaugar Reykjavíkur eru vinsælar hjá fjöl- skyldum landsins. Stakt gjald fyrir fullorðna er 360 krónur, stakt gjald fyrir börn 110 krónur en ekkert gjald er tekið af öryrkjum og fólki sem náð hefur 67 ára aldri. www.rvk.is/sundlaugar Laugaveg 54, sími: 552 5201 GALLAKVARTBUXUR háar í mittið áður 6990 nú 4990 SÍÐAR GALLA- BUXUR háar í mittið áður 6990 nú 5490 nánari upplýsingar www.myndlistaskolinn.is og sími 5511990 sumarnámskeið í júní og ágúst fyrir börn og ungt fólk 4 - 18 ára Tómstundahúsið heldur hina árlegu Savage torfærukeppni á nýja svæði Hlaðbær Colas við Breiðhellu í Hafnafi rði fi mmtudaginn 21.maí, Uppstigningardag. Skráning verður á staðnum, mætting kl 10:00. Fyrstu verðlaun er HPI Savage Flux HP. Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587 0600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.