Fréttablaðið - 20.05.2009, Blaðsíða 28
„Þetta er galopið úrræði og opið
öllum,“ segir Hörður Oddfríðarson,
dagskrárstjóri göngudeildar, um
U-hópinn sem hittist í Von, Efstaleiti
7, á mánudögum og miðvikudögum.
„Unga fólkið getur bara labbað
inn af götunni. Eina skilyrðið fyrir
að fá að vera með er að viðkomandi
ungmenni vilji vera edrú. Þetta er
ekki flóknara en það.“
Krakkarnir í hópnum eru flestir
sammála um að erfitt væri að meika
það án félagsskaparins. Og það er
mikið gert fyrir krakkana annað en
að fræða þau um alkóhólisma og
fíkn. Í vetur fóru þrír ráðgjafar með
45 krakka í snjóbrettaferð. Þetta átti
að vera tveggja daga ferð á Siglufjörð
en hópurinn varð veðurtepptur
og var í þrjá daga í húrrandi stuði,
bláedrú.
Fundir á hverjum degi
U-hópurinn hittist sem fyrr segir
tvisvar í viku. Þar fá krakkarnir
fræðslu og leiðbeiningar. Margir
þeirra sækja aðra tólf spora fundi,
jafnvel á hverjum degi og segja það
hjálpa líka.
„Maður eignast marga góða vini í
gegnum U-hópinn,“ sagði ein sautján
ára sem blaðamaður ræddi við. Það
er alkóhólismi í fjölskyldunni hennar
og stundum er þetta mjög erfitt. En
hún er búin að vera edrú síðan um
áramót og stendur sig vel.
Annar, 21 árs, sagði blaðamanni
að mjög mikilvægt væri að kynnast
öðrum krökkum sem væru edrú.
„Algengustu ástæðurnar fyrir falli
eru gamli vinahópurinn. Þess
vegna er svo mikilvægt að koma í
U-hópinn og fá tækifæri til að tala
við aðra krakka á svipuðu reki. Það
er líka nauðsynlegt að hjálpa öðrum.
Þannig nær maður bata. Með því að
gefa af sér og taka þátt í starfinu.“
Krakkarnir eru sammála um að
það sé ógeðslega gaman í U-hópnum
og minnast snjóbrettaferðarinnar
með blik í augum.
Geta tekið með sér vin
U-hópurinn er opinn og algengt
að krakkarnir taki með sér vin sem
kynnist þannig starfinu. Það er
ekki nauðsynlegt að hafa verið á
Vogi til að fara í U-hópinn. Sumir
krakkanna hafa auðvitað farið á Vog
og getur U-hópurinn verið hluti af
eftirmeðferð.
„Það er mikið af mjög skapandi
einstaklingum í þessum hópi,“
útskýrir Hörður og bætir við að oft
sé mjög framkvæmdaglatt fólk hjá
þeim. „Þarna eru krakkar sem hafa
lokast inni vegna neyslu en eru oft
með frábærar hugmyndir og eru
mjög framkvæmdaglaðir. Um leið
og þeir verða edrú og ná að koma
hugmyndum sínum í jákvæðan
farveg gerast góðir hlutir.“
Um síðustu jól héldu krakkarnir
til dæmis jólahlaðborð í Von þar
sem þeir elduðu matinn sjálfir og
buðu sínum fjölskyldum að njóta
góðrar kvöldstundar. Það þótti mjög
vel heppnað hjá krökkunum og
maturinn og andinn frábær.
Síminn opinn allan
sólarhringinn
Veturinn sem leið var mjög góður
hvað unglingastarfið varðaði.
Mæting var með þvílíkum ágætum og
hópurinn sterkur í allan vetur. Starfið
sem krakkarnir sinna er fjölbreytt og
skemmtilegt. Auk félagsstarfsins fara
þau líka og halda fundi á Staðarfelli
og Vík og taka þátt í ýmsu starfi SÁÁ.
Að lokum má geta þessa að
unglingasími SÁÁ, 824-7666, er opinn
allan sólarhringinn. Þar er hægt að
fá upplýsingar og leiðbeiningar um
þjónustu SÁÁ við börn og unglinga
og foreldra þeirra. -MT
1. tölublað maí 200904
ðFá bata við a
hjálpa hvert öðru
U-HÓPURINN hjá SÁÁ hefur verið starfræktur í núverandi mynd síðan 1996. Þar geta allir unglingar sem
vilja vera edrú fengið fræðslu, hjálp og frábæran félagsskap. Krakkarnir í U-hópnum eru ánægð með starfið
og áhugasamir unglingar geta hringt í síma 824-7666 á degi sem nóttu.
MAÐUR EIGNAST
MARGA GÓÐA
VINI Í GEGNUM
U-HÓPINN.“
U-HÓPURINN
Algengustu
ástæðurnar fyrir
falli er gamli
vinahópurinn.
Þess vegna er svo
mikilvægt að koma
í U-hópinn og fá
tækifæri til að tala
við aðra krakka á
svipuðu reiki.
AF HVERJU
KAUPIR ÞÚ
ÁLFINN?
að ég vil
styðja við
unga fólkið
og leggja
góðu málefni
lið. Ég þekki
til starfsemi
SÁÁ og
veit að þar
starfar fólk
af miklum heilindum. Svona
fjármögnun, eins og sala á
álfinum, skiptir samtökin miklu
máli. Á tímum sem þessum er
líka nauðsynlegt að við þjöppum
okkur saman um það sem skiptir
mestu máli. Og það skiptir svo
sannarlega máli að við hlúum að
unga fólkinu okkar. Þess vegna
kaupi ég álfinn.
HANNES STEINDÓRSSON
FASTEIGNASALI
Ég hef alltaf keypt álfinn. Einfald-
lega vegna þess að mér finnst
það starf sem SÁÁ vinnur vera
frábært. Og að kaupa álfinn er
mjög góð leið til að styrkja star-
fið. Kannski eina leiðin fyrir flest
venjulegt fólk. Vegna þess að
starf SÁÁ er þarft og þar gerast
kraftaverkin. Mér finnst þetta
bara eitthvað svo augljóst og hef
þannig séð ekkert hugsað mikið
um af hverju ég kaupi álfinn. Það
er sjálfsagt í mínum huga. Þessi
sjúkdómur getur haft áhrif á heilu
fjölskyldurnar og gott að vita af
SÁÁ og starfi þeirra.
EVA DÖGG SIGURGEIRSDÓTTIR
MARKAÐSSTJÓRI
Alkóhólismi
er ömurlegur
sjúkdómur
sem leggur líf
fólks og heilu
fjölskyldurnar
í rúst. SÁÁ
hefur unnið
frábært starf
í yfir 30 ár
við að hjálpa
fólki að
byggja sig upp og ná fótfestu í
lífinu eftir að hafa barist við alkó-
hólisma. Þetta þekki ég af eigin
raun. Því fyrr sem gripið er inn í
vandann því betra og þess vegna
er starfsemi unglingadeildar SÁÁ
afar mikilvæg og dýrmæt. Þess
vegna kaupi ég álfinn.
BIRNA ÍRIS JÓNSDÓTTIR
FORRITARI
Ég kaupi
alltaf nokkra
álfa og
ástæðan er
einföld; ég
vil styrkja
SÁÁ í orði
og á borði.
SÁÁ eru ein
mikilvæ-
gustu samtök
landsins.
Þetta segi ég af því að ég hef
sjálfur gengið í gegnum bat-
teríið sem SÁÁ rekur af miklum
myndarskap. Ég hef líka séð hvað
áfengi og fíkniefni geta gert fólki.
Vímuefni skaða bæði andlega og
líkamlega og geta hreinlega tekið
líf fólks. Hvet því alla til að kaupa
nokkra álfa og styðja starf SÁÁ.
SIGFÚS SIGURÐSSON
HANDBOLTAMAÐUR
MYND: GUNNAR GUNNARSSON
Dagskrá fundarins er:
Skýrsla stjórnar um framkvæmdir og starfsemi
samtakanna á liðnu starfsári.
Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga
til umræðu og samþykktar.
Lagabreytingar ef fyrir liggja tillögur um þær.
Kosning stjórnar, varastjórnar, endurskoðenda
og varaendurskoðenda.
Tekin ákvörðun um félagsgjöld.
Önnur mál.
Aðalfundur SÁÁ
verður haldinn miðvikudaginn
30. maí kl. 17 í Efstaleiti 7.
SVIPMYNDIR ÚR FÉLAGSSTARFI SÁÁ:
Vorfagnaður SÁÁ var haldinn í Von í byrjun maí