Fréttablaðið - 20.05.2009, Blaðsíða 46
MARKAÐURINN 20. MAÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR6
S K O Ð U N
Í dag er erlent lánsfé af skorn-
um skammti og einföld hagfræði
við lýði sem þýðir að til þess að
kaupa vöru þurfa Íslending-
ar fyrst að selja vöru. Bókhald-
ið þarf að stemma og fyrir Ís-
lendinga er ekki lengur í boði að
vera með halla á viðskiptum við
útlönd.
Nú er mál fyrir landsmenn að
setjast yfir heimilisbókhaldið og
sjá hvar er hægt að spara og hvar
er hægt að fá meira fyrir minna.
Ég vil meina að fyrsta skrefið sé
að laga orkubókhaldið.
Nýjungar í orkumálum eru oft
tilkomnar vegna breyttra efna-
hagsaðstæðna. Rafmagnsfram-
leiðsla með vindmyllum fór sem
dæmi ekki á flug fyrr en í olíu-
kreppunni á áttunda áratug
síðustu aldar.
(Ó)HREINA LANDIÐ
Samanborið við Evrópusam-
bandslöndin 27 er meðallosun
fólksbíla á koldíoxíði mest á Ís-
landi miðað við höfðatölu. Það
kemur svo sem ekki á óvart ef
litið er á samsetningu bílaflota
landsmanna. Þetta verður að telj-
ast nokkuð vandræðalegt enda
þjóðin enn heimsfræg fyrir vist-
væna orkugjafa.
Til að knýja bílaflota Íslend-
inga þarf að flytja inn um 200.000
tonn af eldsneyti á hverju ári. Það
kostar landsmenn um 10 millj-
arða króna árlega miðað
við gengi dagsins í dag.
Til samanburðar eru það
rúm 5 prósent
af útflutn-
ingstekj-
u m í
sjávarútvegi. Hér hlýtur að vera
hægt að laga bókhaldið.
NÝ ORKUSTEFNA?
Nýlega tilkynntu breskir ráða-
menn að þeir ætluðu að veita fólki
styrki til að kaupa rafbíla. Danir
og Ísraelar eru langt komnir með
að fjölga rafbílaeigendum en Ís-
raelsmenn stefna að því að 60
prósent af bílum í landinu verði
rafknúin innan áratugar.
Fleiri þjóðir eru langt komn-
ar með að þróa rafknúnar sam-
göngur en undirrituð er nokkuð
viss um að fæstar þeirra séu eins
vel í stakk búnar til þess og Ís-
land þegar litið er til aðgangs að
umhverfisvænni og endurnýjan-
legri raforku.
Maður spyr sig hvort það væri
ekki við hæfi að ráðamenn þjóð-
arinnar ferðuðust um á vistvæn-
um bílum? Hvort einmitt nú sé
ekki tíminn fyrir skattaívilnanir
fyrir rafbíla? Í 100 daga áætlun
nýrrar ríkistjórnar er talað um
mótun nýrrar orkustefnu þar
sem endurnýjanlegir orku-
gjafar taki við af innflutt-
um. Íslendingar ættu með
réttu að vera í forsvari
fyrir þessari bylt-
ingu, en til þess
þarf að taka stór skref, ef ekki
stökk.
Í úttekt Steingríms Ólafsson-
ar fyrir iðnaðarráðuneytið árið
2008 er mælt með rafbílavæð-
ingu Íslendinga. Þar kemur fram
að stofnkostnaður gæti verið í
kringum 1,6 milljarða króna, eða
um 16 prósent af árlegum kostn-
aði þess að knýja núverandi bíla-
flota.
Nú er að hrökkva eða stökkva
ráðamenn góðir, við höfum ekki
efni á því að heltast úr lestinni.
SLÁ TVÆR FLUGUR Í EINU HÖGGI
Í kringum 500 þúsund erlendir
ferðamann heimsóttu Ísland á
síðasta ári með um 73 milljarða
króna í farteskinu, samkvæmt
tölum frá Seðlabanka Íslands. Við
höfum líklega pláss fyrir fleiri
ferðamenn, en Ísland er svipað
stórt og Írland. Þangað komu um
8 milljónir ferðamanna í fyrra.
Á hinum síðustu og verstu
tímum hefur samkeppni um
ferðamenn hins vegar aukist til
muna. Maður kveikir ekki leng-
ur á Sky News eða CNN án þess
að vera hvattur af heimsfrægum
tennisleikara til að heimsækja
Spán, eða reynt að draga mann til
Írlands með myndum af fallegu
landslagi og þjóðdansi. Asískar
yngismeyjar reyna að selja áhorf-
endum hugmyndina um að heim-
sækja Taívan.
Ímynd Íslands hefur beðið
hnekki á síðustu mánuðum. Með
umbyltingu í orkumálum væri ef
til vill hægt að umbylta stöðunni
eða í það minnsta bæta hana að-
eins. Komdu til Íslands, rafbíla-
landsins. Hljómar spennandi.
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 miðlar ehf. RIT STJÓRI: Óli Kr. Ármannsson, olikr@markadurinn.is RITSTJÓRN: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, jonab@markadurinn.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón
Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadur-
inn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 miðlar ehf. PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með
Fréttablaðinu Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds.
V I K U L E G V E F R Á Ð Í B O Ð I A L L R A Á T T A
RAFBÍLAR Í FRAMLEIÐSLU Hér getur að líta framleiðslulínu TH!NK City-rafbílsins í verksmiðju Think Global AS í Aurskog í Noregi. Í
grein sinni bendir Þóra Helgadóttir á að óvíða í heiminum séu betri aðstæður fyrir rafbílavæðingu en hér á landi.
Debet og kredit –
Sparnaðarhugleiðing
Af nær endalausum milljónum vefsíðna heim-
sækir meðaljóninn aðeins sex til átta reglulega.
Meðal þeirra má jafnan finna fréttasíður og upp-
lýsingasíður, sem tengjast starfi eða áhugamál-
um viðkomandi. Óreglulegar heimsóknir á aðrar
síður snerta jafnan þörf fyrir sérstakar upplýs-
ingar, svo sem um vöru eða þjónustu.
Þannig er ljóst, að netverjar eyða mestum net-
tíma sínum á öðrum vefsíðum en þinni. Þeir hafa
vanist ákveðnu vefumhverfi, útliti og framsetn-
ingu, og því tamið sér að miða „venjulegar“ vef-
síður út frá þeim, sem þeir heimsækja oftast. Því
má spyrja: Hvernig er vefsíða fyrirtækis þíns í
samanburði við aðrar?
Vitaskuld er ekki hægt að bera einfaldar
fyrirtækjasíður saman við úthugsaðar og rán-
dýrar síður fjölmiðla eða stórfyrirtækja. En
venjuleg fyrirtæki geta þó gert sitt besta til
að standa helstu samkeppnisaðilunum á sporði
og hafa grunnþættina í lagi, svo sem uppsetn-
ingu, viðmót, texta, myndir og tenglanotkun.
Það er góð latína að kynna sér vefsíður þeirra,
sem skara fram úr í svipuðu umhverfi og læra
af þeim. Jafnframt er heppilegt fyrir vefstjóra
að meta hvar styrkleikar og veikleikar síðunn-
ar liggja. Hvað er vel gert og hvar þarf að laga?
Þannig má bæta vefsíðurnar og gera þær sam-
keppnishæfari en áður.
Heimasíða fyrirtækis er og verður aldrei full-
gerð. Það þarf stöðugt að uppfæra og bæta við nýju
efni eða grafík, lagfæra smáhnökra og fjarlægja
ónauðsynlegar eða úreldar upplýsingar. Hvernig
hefur þú staðið að viðhaldi vefsíðunnar?
Er vefsíðan samkeppnishæf?
www.8 . is
Jón Traust i Snor rason
f ramkvæmdast jó r i
A l l ra Át ta ehf .
Þóra
Helgadóttir
hagfræðingur
O R Ð Í B E L G
Parket og gólf
Rekstur og lager til sölu
Til sölu er rekstur þrotabús EPG ehf. (áður Parket
og gólf ehf.) í Ármúla. Um er að ræða allan lager
félagsins, lausafjármuni í verslun og á lager svo og
nafn og merki ásamt vefsetrum o.fl .
Þeim sem óska eftir að fá upplýsingar og gögn send
vinsamlega hafi ð samband við Skafta Harðarson með
tölvupósti, skafti@pog.is
Tilboðum skal skila eigi síðar en kl. 17.00 mánu-
daginn 25. maí til skiptastjóra í netfang astradur.
haraldsson@mandat.is.
Ástráður Haraldsson hrl., skiptastjóri
Bankarnir hafa hafið það vandasama verkefni að ganga að eigum fjár-
festa sem ekki uppfylla skilyrði lánasamninga. Nýjasta dæmið er veð-
köll vegna hlutabréfa í Icelandair Group, en félagið verður líkast til
komið í óbeina ríkiseigu að langstærstum hluta þegar bæði Lands-
banki og Íslandsbanki hafa farið í gegnum þau mál.
Ferli þetta er sársaukafullt, sér í lagi fyrir þá fjárfesta sem sjá á
eftir eign sinni inn í bankakerfið. Líkast til er þó eðlilegra að halda sig
við gerða samninga og vinna eftir þeim en opna á matskennda orma-
gryfju þar sem bankarnir legðu mat á hvaða fjárfestar fengju að halda
eign sinni þar til efnahagsstorminn lægði, og hverjir ekki.
Hreinsun þessi er sjálfsagt liður í því að skýra hverjar eru raun-
verulegar eignir nýju bankanna og tengjast uppgjöri við kröfuhafa
þeirra gömlu. Ekki má gleymast að þar eru svipuð lögmál að verki.
Bankarnir féllu og kröfuhafar þeirra stýra ferðinni, rétt eins og ger-
ist í fyrirtækjum þar sem skuldir eru orðnar meira virði en hlutafé.
Þá færist valdið frá hluthöfunum yfir til kröfuhafanna sem taka við
stjórn félagsins.
Umfangsmikil yfirtaka bankakerfis-
ins á fyrirtækjum kallar hins vegar á
að fyrir liggi hvernig koma eigi þessum
eignum í verð á ný. Um leið þarf að búa
svo um hnúta í samningum við erlenda
kröfuhafa nýju bankanna að þeir telji sig
ekki hlunnfarna. Ólíklegt er að þeir sætti
sig við eingreiðslu með skuldabréfi fyrir
verðmæti eigna sem fært var úr þrota-
búum gömlu bankanna yfir í þá nýju, ef
líkur eru á að eignirnar reynist verð-
meiri seinna meir. Mætti þá hugsa sér
að hafa breytirétt á skuldabréfinu sem
greitt er fyrir eignirnar með, þannig að
kröfuhafarnir gætu eignast hlut í nýju
bönkunum, eða bjóða upp á endurmat
síðar þar sem kröfuhafar fengju að njóta
ábata ef einhver væri frá áætluðu virði
eigna.
Um leið þarf að hafa í huga hvort bank-
arnir haldi lífinu í „vondum“ fyrirtækj-
um sem komin eru í þrot vegna mistaka fortíðar. Fyrirtækin sem ekki
eru í gjörgæslu bankanna þurfa nefnilega að keppa við hin sem haldið
er lifandi í von um að selja megi þau síðar. Kröfuhafar bankanna átta
sig hins vegar líka á því að ekki eru allar eignir lífvænlegar og þurfa
menn að vera tilbúnir til að leyfa fyrirtækjum sem þannig er komið
fyrir að fara sína leið og horfa þá einnig til þess hvað sé þjóðhagslega
hagkvæmt.
Sama gildir um aðrar ákvarðanir sem teknar eru í efnahagsmálum.
Á það benti Franek Rozwodowski, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,
fyrir helgina þegar hann talaði um vaxtaákvarðanir peningastefnu-
nefndar Seðlabankans. Hann benti á að efnahagsáætlun sjóðsins og
ríkisstjórnarinnar hefði verið gerð með þjóðarhag í huga og að lág-
marka skaða af völdum efnahagskreppunnar. Allar leiðir væru hins
vegar sársaukafullar.
Uppbygging íslensks efnahagslífs byggir á samkomulagi ríkisins við
AGS. Hér tókst ekki vel til í hagstjórn og fásinna að ætla að stökkva
upp á nef sér ef fulltrúar alþjóðastofnana sem hér hjálpa til leyfa sér
að benda á að við kunnum að vera að rata af réttri leið. Okkur veit-
ir ekki af skynsamlegum ábendingum og hjálp við úrlausn einhvers
flóknasta efnahagsvandamáls sem nokkur þjóð getur staðið frammi
fyrir. Ábendingarnar þarf að vega og meta og dregur ekki úr sjálf-
stæði stjórnvaldsins þótt þær séu settar fram.
Kröfuhafar ráða þegar hlutabréf eru minna virði en
nemur skuldum. Sama á við um fyrirtæki og banka.
Sársaukafull
tilfærsla á valdi
Óli Kristján Ármannsson
Umfangsmikil yfir-
taka bankakerfisins
á fyrirtækjum kallar
hins vegar á að fyrir
liggi hvernig koma
eigi þessum eignum
í verð á ný. Um leið
þarf að búa svo um
hnúta í samningum
við erlenda kröfu-
hafa nýju bankanna
að þeir telji sig ekki
hlunnfarna.