Fréttablaðið - 20.05.2009, Blaðsíða 37
happdrætti,“ segir Þórunn Gréta Sigurðardóttir, tónsmíðanemi
við Listaháskóla Íslands. Hún kennir líka á píanó og hefur þegar
lokið burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík.
„Ég vaknaði miklu frekar til lífsins. Tók hæg en örugg skref.
Og í dag sé ég að þegar ég var virk var ég sífellt að berjast við
sjúkdóminn. En þegar ég gafst upp hætti ég að upplifa þetta
sem styrjöld. Ég á ekki lengur í þessari baráttu,“ útskýrir Þórunn.
Á einhverjum tímapunkti velti Þórunn því fyrir sér hvort hún
hefði í raun átt við áfengisvanda að stríða eða hvort hún hafi
bara verið ung og vitlaus. Hún er tuttugu og átta ára í dag
og hefur verið edrú í tæp fimm ár. Það er undir öllum
kringumstæðum miklu betra, en það kemur henni
alltaf á óvart hvað fólki finnst það skrýtið:
„Ef einhver mætir í veislu og drekkur ekki kaffi
vill fólk ekki fá að vita af hverju viðkomandi
drekki ekki kaffi. En ef einhver sér óvart
að maður er að drekka sódavatn telur
fólk sig hafa heimtingu á að vita af
hverju,“ segir Þórunn kímin.
Þórunn er að austan,
g y g y y þ
árum yngri og litli hálfbróðir hennar er bara tveggja. Svo á hún
kærasta og kann að lifa lífinu. Það hefur ekkert breyst.
„Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á tónlist og fer mikið
á tónleika, bæði klassík og rokk og popp,“ segir Þórunn og
viðurkennir að það sé auðvitað þægilegra að vera alltaf í standi til
þess að vera á bíl. Sérstaklega ef það er partí í Hafnarfirði eða hún
verður syfjuð og vill fara heim að sofa.
„Það er eitt af því sem hefur breyst. Í dag svara ég líkamanum
og bregst við ef ég er þreytt. Það er mikið frelsi fólgið í að finnast
maður ekki vera að missa ef neinu þótt maður fari heim klukkan
tvö. Ég fer bara heim ef ég er syfjuð.“
Þórunn hefur lært margt eftir að hún varð edrú. Ekki bara á
góðu tímunum heldur líka á þeim erfiðu. Fyrir tveimur árum
missti hún föður sinn, sem varð bráðkvaddur, og þá var hún
fær um að vera til staðar fyrir fjölskylduna og ganga í gegnum
sorgarferlið ódeyfð. Fyrir það er hún ólýsanlega þakklát.
„Edrúmennskan gengur ekki út á að líða alltaf ofsalega vel. Við
ákveðnar aðstæður er bara eðlilegt að líða illa. Ég fæ engan afslátt
af lífinu þótt ég sé óvirkur alkóhólisti,“ segir Þórunn að lokum.
1. tölublað maí 2009 13
g g ,
hjá Mogganum, en hún hætti að drekka fyrir
sjö árum. „Það breyttist eiginlega allt í mínu lífi.
Bæði líkamleg heilsa og andleg og heilbrigði
fjölskyldunnar.“
Fyrstu árin var Kolbrún svo upp með sér að hún
vildi helst að allir sem hún þekkti hættu að drekka.
En svo róaðist hún. Sætti sig við að kannski er alveg
til fólk sem kann að fara með áfengi. Frábært hjá
þeim. Hún Kolla er bara ekki í þeim hópi.
„Partíið er langt frá því að vera búið þegar
maður hættir að drekka. Nú er ég fyrst fær um að
gera það sem ég vil. Áður náði ég ekki að klára það
sem ég byrjaði á,” heldur Kolbrún áfram en hún
var að koma af Hvannadalshnjúk 9. maí. Þangað
fór hún með vinum sínum á vegum Veggsports. Og
í sumar ætla hún og krakkarnir hennar að ganga
Fimmvörðuhálsinn.
„Mesta breytingin er auðvitað að innan. Þótt ég
hafi ekki verið búin að missa allt leið mér mjög illa.
Ég var búin að missa allt innra með mér. En í dag er
einhvern veginn bjart fram undan. Jafnvel þótt það
séu erfiðir tímar, kreppa og allt það, er ég bjartsýn
vegna þess að mér líður vel.“
Fyrst eftir að Kolbrún hætti að drekka leið
henni skelfilega. Hún hafði hætt sjálf, án hjálpar,
og var að farast úr vanlíðan. Hún hvetur fólk sem
er í þeim sporum að leita sér hjálpar sem fyrst.
Því fyrr því betra.
Það er alkóhólismi í fjölskyldu
Kolbrúnar, eins og svo mörgum íslenskum
fjölskyldum. „Mesta breytingin er samt
hversu margir eru edrú í fjölskyldunni
í dag. Það er alveg ótrúlega gaman
að sjá og upplifa þá breytingu,”
segir Kolbrún að lokum og er
rokin út í sumarið.
g gj ,„
se ir Kolbrún Dröfn Ra narsdóttir sölukona
Var að koma
af Hvannadalshnjúk
KOLBRÚN DRÖFN RAGNARSDÓTTIR sölumaður:
JAFNVEL
ÞÓTT ÞAÐ SÉU
ERFIÐIR TÍMAR,
KREPPA OG
ALLT ÞAÐ, ER ÉG
BJARTSÝN VEGNA ÞESS AÐ
MÉR LÍÐUR VEL.“
j g g p
E ilsstöðum. Hún á tvö n ri s stkin. S stir hennar er remur
Að vera edrú er ekki
eins og að vinna í happdrætti
ÞÓRUNN GRÉTA SIGURÐARDÓTTIR, tónsmíðanemi:
EF EINHVER MÆTIR Í VEISLU
OG DREKKUR EKKI KAFFI VILL
FÓLK EKKI FÁ AÐ VITA AF HVERJU
VIÐKOMANDI DREKKI EKKI KAFFI.
EN EF EINHVER SÉR ÓVART AÐ MAÐUR ER
AÐ DREKKA SÓDAVATN TELUR FÓLK SIG
HAFA HEIMTINGU Á AÐ VITA AF HVERJU.“
síðustu árum sem
þjóðum Vesturlanda
hefur tekist að slá út 150
ára gömul met Bandaríkjamanna í
drykkju per kjaft.
Bill hittir Bob
Það var úr þessum jarðvegi sem
bindindishreyfingin spratt. Stórum
hópi fólks ofbauð ólifnaðurinn og sór
þess í vitna viðurvist að smakka ekki
framar áfengi. Og saman vildi þetta
fólk bjarga samfélagi sínu með því að
banna öðru fólki að drekka áfengi.
Og við getum rétt ímyndað okkur
hversu taumlaust þetta fyllerí hefur
verið; því bindindisfólkinu tókst
ætlunarverk sitt og bruggun, sala
og neysla áfengis var bönnuð með
lögum árið 1919. Og bannið hélt í 14
ár. Þá var mönnum orðið ljóst að það
útrýmdi ekki drykkju og leysti ekki
drykkjuvandamál fólks – og myndi
líklega aldrei gera það.
Banninu var aflétt 1933. Ári síðar
heimsótti Ebby Thacher gamlan
drykkjufélaga sinn, Bill Wilson, og
sagði honum frá Oxford-hreyfing-
unni og hvernig sér hafði tekist að
halda sér frá flöskunni með aðstoð
hennar. Næsta ár hitti Bill lækninn
Bob Smith og AA-samtökin urðu til.
Ég veit ekki hvort það hefur
verið sérstaklega rannsakað hvort
ósigur bindindishreyfingarinnar svo
skömmu áður hafi haft áhrif á afstöðu
stofnenda AA til samfélagslegs
áróðurs. Það er alla vega ljóst að AA
varð að sumu leyti næstum algjör
andstaða bindindishreyfingarinnar.
Bindindismenn litu á ofdrykkju sem
samfélagslegt mein en AA menn
töldu hana vanda einstaklingsins.
Bindindismenn reyndu með
fortölum og upplýsingum að
hafa áhrif á hegðun og gildismat
samfélagsins en AA-menn nánast
bönnuðu það með öllu.
Ofneyslan einkamál
Það er enginn mælikvarði sem slær út
árangur. Bindindishreyfingin tapaði
sínu stóra baráttumáli og árangur
milljóna AA-félaga leiddi til þess að
sjónarmið og afstaða samtakanna
hafa yfirskyggt áfengismál. Það
er nú almennt ríkjandi afstaða að
ofneysla áfengis og fíkniefna
sé einkanlegt mál – í mesta
lagi fjölskyldumál. Af þessum
sökum hefur aðgengi að áfengi
á Íslandi verið jafnt og þétt
auðveldað á undanförnum
30 árum. Þótt afleyðingin sé
augljós – stóraukin drykkja
– þá hafa stjórnvöld litið svo
á að ekki sé rétt að fást við
afleiðingar drykkjunnar
með félagslegum eða
samfélagslegum aðferðum. Ágætt
dæmi um þetta er amfetamín drifið
næturlíf í miðbæ Reykjavíkur sem
yfirvöld hafa stutt með ráðum
og dáð mörg undanfarin ár.
Undantekningin á þessum –
sem í raun er sönnunin – er vilji
til að sporna við drykkju barna
og unglinga. Við erum tilbúin
að beita félagslegum tækjum til
hjálpar þeim sem við teljum ekki
hafa fullþroska dómgreind.
En viljum ekki nota þessa
tæki til að hjálpa þeim
sem við teljum að eigi að
vita betur.
Samfélag á
villigötum
Og þá komum við
að sykur-skattinum
hér í upphafi. Það
er ekki annað að
heyra en vangaveltur
heilbrigðisráðherra
hafi fallið í ágætan
jarðveg. Það þarf ekki
annað en að ganga um
stórmarkaðina og sjá hverskyns
vara fær mesta hilluplássið, til að
átta sig á að samfélag okkar er á
alvarlegum villigötum. Til að sporna
við fótum er náttúrlega mikilvægast
að breyta sjálfum sér. En það
væri fráleitt að leita ekki og beita
samfélagslegra tækja til að verjast
offitu-faraldrinum.
Og á meðan við erum að því
ættum við að dusta rykið af sögu
bindindishreyfingarinnar og finna
þar einhver tæki til að berjast með
samfélagslegum aðferðum við
faraldur ofdrykkju og fíkniefna-
neyslu. Það má vera að það sé
alveg jafnt heimskulegt að berjast
á samfélagslegum grunni með
vopnum hins einkanlega; eins og það
er arfavitlaust að beita félagslegum
úrtölum á það einkanlega.
GUNNAR SMÁRI
EGILSSON SKRIFAR
BINDINDISMENN LITU Á OFDRYKKJU SEM
SAMFÉLAGSLEGT MEIN EN AA MENN TÖLDU
HANA VANDA EINSTAKLINGSINS.”
FARALDUR
Það er ekki annað að
heyra en vangaveltur
heilbrigðisráðherra
hafi fallið í ágætan
jarðveg. Það þarf ekki
annað en að ganga um
stórmarkaðina og sjá
hverskyns vara fær
mesta hilluplássið, til
að átta sig á að samfélag
okkar er á alvarlegum
villigötum.