Fréttablaðið - 20.05.2009, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 20.05.2009, Qupperneq 26
Í vímuefnaneyslunni verður ein- staklingurinn einmanna. Víman tilheyrir honum einum. Hann einn finnur vímuna. Fólk í kringum hann finnur ekki vímuna sem hann upplifir. Og þó margir komi saman til að drekka eða neyta annarra vímuefna breytir það engu um þessa tilfinningu. Þegar víman tekur yfir meðvitundina lokast ein- staklingurinn af með sjálfum sér. Hæfileiki hans til að skilja umhverfi sitt og finna til með öðrum dofnar og getur jafnvel horfið með öllu. Fólk snýr að lokum baki við hinum vímaða einstaklingi. Hann verður því ekki aðeins einmanna heldur líka einn síns liðs. Í vímu fer fólk auðveldlega að vorkenna sjálfum sér. Þessi píslarvættistilfinning vakir með okkur öllum en verður oft stjórnlaus í vímu. Og jafnvel í hápunktum þeirrar uppgerðargleði sem við þekkjum frá vímuðu samfélagi okkar er píslarvættistilfinningin undirliggjandi grunnur sem við komumst ekki í burtu frá. Þessi tilfinning verður á endanum eins og sjúkdómur sem berst á milli fólks í rifrildum um hver eigi mesta meðaumkun skilið. Eftir stutta eða langa neyslu verður heilinn í vímuefnaneytanda eins og vitlaust formateraður tölvudiskur. Til að vinda ofan af ruglinu er best að einstaklingurinn hætti neyslu vímuefna. En það getur orðið erfitt þegar heilinn hefur verið forritaður til leysa úr sínum eigin vanda með því að kalla eftir vímuefnum og meiri vímu. Þess vegna þarf hinn bilaði heili leiðbeiningu og aðstoð svo hann verði smátt og smátt rétt formateraður. Sú hjálp kemur frá fólkinu sem eru náungar okkar. Saman leysum við vandann. Og við erum mörg. Líf margra í húfi Áfengissýki- og vímuefnafíkn er alvarlegur sjúkdómur. Og vandinn er stór og líf margra ungra karla og kvenna í húfi. Það liggur mikið við að vímuefnasjúklingar og að- standendur þeirra notfæri sér kunnáttu og þekkingu sem fagfólk hefur. Það er einnig mjög mikilvægt fyrir alla að vita að til er meðferð við vímuefnafíkn sem dugar vel. 1. tölublað maí 200902 í blaðinu... 7 11 8 ÞÓRARINN TYRFINGSSON SKRIFAR LEIÐARI Við erum mörg MEÐFERÐARSTARF ARNÞÓR JÓNSSON, varaformaður SÁÁ, veit sem er að saman leysum við vanda einstaklings sem misst hefur stjórn á lífi sínu. EFTIR STUTTA EÐA LANGA NEYSLU VERÐUR HEILINN Í VÍMUEFNANEYTANDA EINS OG VITLAUST FORMATERAÐUR TÖLVUDISKUR.“ ARNÞÓR JÓNSSON SKRIFAR ÚTGEFANDI: SÁÁ - Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann Efstaleiti 7, 103 Reykjavík. Sími: 530 7600 ÁBYRGÐARMAÐUR: Þórarinn Tyrfingsson. RITSTJÓRI: Mikael Torfason. UMBROT OG HÖNNUN: Janus Sigurjónsson, janus@goggur.is. LJÓSMYNDARI: Gunnar Gunnarsson. PRENTUN OG DREIFING: Ísafoldarprentsmiðja. SÉRSTAKAR ÞAKKIR: Fréttablaðið. SVIPMYNDIR ÚR FÉLAGSSTARFI SÁÁ: Afmælisfundur SÁÁ SKYTTURNAR ÞRJÁR Forsætisráðherrann fyrrverandi, Geir Haarde, hélt ræðu í Háskólabíói. Hún vakti lukku. Hér gengur hann með Þórarinn Tyrfingsson, formann SÁÁ, á sína hægri hönd og Ara Matthíasson, fyrrverandi framkvæmdastjóra, á sína vinstri. MYNDIR: SAA.IS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.