Fréttablaðið - 20.05.2009, Side 34

Fréttablaðið - 20.05.2009, Side 34
 1. tölublað maí 200910 Alkóhólismi er krónískur heila- sjúkdómur. Það er eðli krónískra sjúkdóma, að hann getur tekið sig upp aftur og fólki slær niður. Margir halda að alkóhólistar þurfi oftar og meiri meðferð en aðrir sjúklingar með króníska sjúkdóma. Það er misskilningur. Alkóhólistar þurfa minni meðferð og miklu ódýrari meðferð en þeir sem eru haldnir öðrum viðvarandi sjúkdómum. Ekki alltaf sama fólkið á Vogi Meira en helmingur þeirra rúmlega 19.000 Íslendinga sem komið hafa í meðferð á Vog hafa aðeins þurft að koma einu sinni og 80 % þessara einstaklinga hafa komið þrisvar eða sjaldnar. Þetta fólk hefur flest náð varanlegum árangri og lifir vonandi góðu lífi. Þessar tölur segja mest um árangur meðferðar, því viðbúið er að sjúklingur sem fengið hefur rétta sjúkdómsgreiningu og fellur aftur, hann kemur aftur og þarf að fara aftur í meðferð fyrr eða síðar. Við erum oft spurð; hvort þetta sé ekki alltaf sama fólkið sem er að koma inn á Vog. Það er af og frá. Þegar innlagnartölur eru skoðaðar nánar kemur í ljós að það eru ekki nema tæplega 4 % af þessum 19.000 einstaklingum sem hafa komið í meðferð á Vog oftar en 10 sinnum. Vissulega er þessi hópur áberandi og stundum fyrirferðamikill en ekki er hann stór miðað við allan fjöldann sem nær árangri. Einn algengasti króníski sjúkdómurinn Það kemur fyrir að sjúklingar koma inn á Vog og hafa ekki tekið ákvörðun um að hætta neyslu. Mörgum snýst hugur í meðferðinni, taka vel við sér og gengur vel. Svo er líka fólk sem er lagt inn vegna þess að það er orðið fárveikt af drykkjuskap og þarf læknisaðstoð og hjúkrun. Sumir koma inn nær dauða en lífi. Þá er ekki spurt við innlögn hvort það ætli að hætta að drekka, stundum snýst málið um að líkna sjúkum og særðum. Þegar jafnvægi er náð, er svo reynt að koma meðferðinni að. Við sjáum stundum að þessi hópur nær varanlegum árangri eftir margar meðferðir og þetta er ekki alltaf sama fólkið. Þessi hlutfallslega litli hópur endurkomufólks er stöðugt að breytast, sumir ná góðum árangri og aðrir bætast í hópinn. Stærð hópsins er aftur á móti nokkuð stöðugur. Alkóhólismi er einn af algengustu krónísku sjúkdómum í veröldinni og ekki eru Íslendingar eftirbátar. Við skulum hafa það í huga að 9,4% karla og 4,0% kvenna eldri en 16 ára hafa komið á sjúkrahúsið Vog í meðferð og langflestir þeirra náð frábærum árangri. Fyrirsögnin hljómar kunnuglega, ekki satt? Margir sem til okkar koma á Vog, lýsa einmitt þessu viðhorfi sínu sem þeir höfðu einhvern tíma. Hvernig stendur á því að einmitt þeir sem helst þyrftu að leita sér aðstoðar, hafa stundum slíka fordóma? „Það eina sem þarf, er að vera nógu ákveðinn... hafa bein í nefinu... láta þetta ekki eftir sér...“ Fíkn sterkari en skynsemi og rök Jú, víst er það, að það hjálpar að vera ákveðinn og harður við sig, en ... ef það væri nóg, þá hefðum við lítinn vanda af fíknsjúkdómnum. Það eru nefnilega einmitt þeir sem eru áfengis eða vímuefnasjúkir, sem hafa endurtekið verið harðir við sig, tekið ótal ákvarðanir um að breyta, minnka drykkju/neyslu, hafa hana sjaldnar eða jafnvel að hætta. Þeir hafa jafnan góð tök á ýmsu öðru í lífinu, skóla, vinnu, fjölskyldu... en drykkjan/ neyslan er ekki eins og þeir vildu hafa hana. Það er merki um fíknsjúkdóm. Annars hefðu þeir nú þegar breytt neyslunni eins og þeir vildu helst hafa hana eða jafnvel hætt. Ef það væri einfalt og sneri eingöngu að skynsemi og viljastyrk. En það er bara ekki svo. Þeir sem ekki geta haft neysluna eins og skynsemi þeirra og vilji segir til um, eru líklegir til að hafa fíknsjúkdóm. Enda vitum við að sá sjúkdómur stafar af breytingum sem hafa orðið í heila einstaklingsins, á byggingu og starfsemi ákveðinna svæða þar, og hefur m.a. áhrif á hegðun og dómgreind. Fíkn þróast og verður sterkari en skynsemi og rök, hjá þeim sem veikir eru ef fíknsjúkdómi. Hafa samband við ráðgjafa eða lækni Meðferð við fíknsjúkdómi er til, hún virkar vel og er langtíma verkefni. Þess vegna er það merkilegt að vilja gera allt annað en að leita sér aðstoðar við einmitt honum. Margir sem eyða árum í að reyna að stjórna drykkjunni/neyslunni, sýna fram á að hún sé „undir stjórn...“, velta þessu fyrir sér og hafa mikið fyrir að sýna fram á að vandinn sé ekki til staðar, eða drykkjan sé afleiðing af öðru, meðan eðlilegast hefði verið að viðkomandi væri löngu hættur miðað við vandræðin eða vanlína sem drykkjan/neyslan hefur valdið. Það skaðar ekki að skoða málið ef slíkar vangaveltur um vanda... eða ekki vanda.. eru til staðar. Skimunarpróf á heimasíðu SÁÁ gefa vísbendingu, viðtal við ráðgjafa í göngudeild getur verið hjálplegt, heimilislæknir eða sem aðrir læknar geta greint vandann. Gangi þér vel ÞAÐ HJÁLPAR AÐ VERA ÁKVEÐINN OG HARÐUR VIÐ SIG, EN ... EF ÞAÐ VÆRI NÓG, ÞÁ HEFÐUM VIÐ LÍTINN VANDA AF FÍKNSJÚKDÓMNUM.“ VALGERÐUR RÚNARSDÓTTIR SKRIFAR GUÐBJÖRN BJÖRNSSON SKRIFAR Endurkomur og endurkomumenn VOGUR ÁFENGISSÝKI „Nei, á Vog fer ég aldrei! Fyrr hætti ég að drekka...!“ GUÐBJÖRN BJÖRNSSON læknir bendir á að alkóhólistar þurfa minni og ódýrari meðferð en aðrir sem haldnir eru viðvarandi sjúkdómum. VALGERÐUR RÚNARSDÓTTIR læknir hvetur fólk til að leita til ráðgjáfa SÁÁ eða læknis eða taka skimunarpróf á heimasíðu SÁÁ. MISSA STJÓRN Á DRYKKJUNNI Meðferð við fíknsjúkdómi er til, hún virkar vel og er langtíma verkefni. Mikilvægt er að fólk leiti sér hjálpar. Því fyrr því betra. SJÚKLINGUR Á VOGI Þegar innlagnartölur eru skoðaðar nánar kemur í ljós að það eru ekki nema tæplega 4 % af þessum 19.000 einstaklingum sem hafa komið í meðferð á Vog oftar en 10 sinnum. GAGNAGRUNNUR Á SJÚKRAHÚSINU VOGI Fjöldi innritana 1977-2008 58.305 Fjöldi einstaklinga 19.986, 5.719 konur og 19.267 karlar. Útihátíð SÁÁ á sama tíma í ár: Verslunar- mannahelgi að Hlöðum Hér eru myndir frá Hlöðum 2008 en þar var haldin útihátíð SÁÁ um Verslunarmannahelgina. Í ár verður sama fyrirkomulag á hátíðinni og hún verður haldin á sama stað, Hlöðum í Hvalfirði.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.