Fréttablaðið - 20.05.2009, Blaðsíða 2
2 20. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR
Marjatta, funduð þið nokkrar
sögur til næsta bæjar?
„Já, og alla leið yfir hafið.“
Digranesskóli heldur uppskeruhátíð
í tilefni af lokum sagnaverkefnisins
Sögur úr Evrópu. Nemendur völdu eina
þjóðsögu og sendu myndskreytta til
annarra landa. Marjatta Ísberg er kennari
í Digranesskóla.
16 síðna blað SÁÁ
Sextán síðna blað Samtaka áhuga-
manna um áfengis- og vímuefna-
vandann, SÁÁ, fylgir Fréttablaðinu í
dag. Í blaðinu er meðal annars sagt
frá kókaín- og amfetamínfaraldri og
aukinni ásókn eldra fólks á Vog.
ÚTGÁFA
UTANRÍKISMÁL Utanríkismálanefnd
Alþingis ræðir í dag hvort hægt
verði að koma á fundi nefndar-
innar, eða fulltrúa í henni, og
Dalai Lama, þegar hann kemur
hingað til lands. Fyrirspurn þar
um kom frá þeim sem standa
að komu Dalai Lama hingað til
lands.
Árni Þór Sigurðsson, formaður
nefndarinnar, segir um óform-
lega beiðni að ræða og nefndin
muni ræða hana. Sjálfum finn-
ist honum sjálfsagt að hitta fólk
og skiptast á skoðunum og óum-
deilanlega sé Dalai Lama mjög
merkilegur maður.
Kínversk stjórnvöld hafa mót-
mælt því að fulltrúar ríkja hitti
Dalai Lama, nú síðast við Obama
Bandaríkjaforseta. - kóp
Utanríkismálanefnd Alþingis:
Fundar í dag
um Dalai Lama
NÁTTÚRA Fjöldi fólks hefur eftir að
hlýindin byrjuðu haft samband við
meindýravarnir Reykjavíkurborg-
ar vegna geitunga sem nú þegar
eru komnir á kreik. „Það hefur
orðið sprenging frá því á fimmtu-
dag,“ segir Guðmundur Björnsson,
rekstrarstjóri meindýravarna. „Við
sinnum hins vegar ekki útköllum
vegna geitunga svo við höfum bent
fólki á að hringja í meindýraeyða á
hinum almenna markaði.“
Ólafur Sigurðsson, oft kallað-
ur Kóngulóarmaðurinn, er einn
slíkur. Fór hann í fyrstu útköllin
í gær og kom þremur geitungabú-
um fyrir kattarnef; tveimur í Mos-
fellsbæ og einu í Hafnarfirði. „Þeir
eru fljótir eftir kuldakastið og nú
blossar þetta upp,“ segir Ólafur.
En þótt geitungavertíðin sé rétt að
hefjast hefur verið nóg að gera há
honum frá því á fimmtudag. „Það
hefur verið mikið að gera í kóngu-
lóareitrunum, þannig að sumarið
er komið.“
Hann segir að ekki hafi verið
mikið um geitunga síðasta sumar.
„Þeir voru alls ekki nógu margir,
ég er nú sennilega einn af örfá-
um til að súta það,“ segir hann
kankvís.
En þótt Guðmundur og hans
menn fari ekki í geitungaútköll
hafa þeir ekki setið auðum hönd-
um. Í apríllok var byrjað að leita
að mink á höfuðborgarsvæðinu og
hafa þeir gómað 52 nú þegar, flesta
á eyjunum hér í kring en þó nokkra
í Elliðaárdal. - jse
Fimmtíu og tveir minkar veiddir á höfuðborgarsvæðinu frá því í apríllok:
Geitungarnir eru komnir
KÓNGULÓARMAÐURINN AÐ STÖRFUM
Ólafur tekur fyrsta geitungabú ársins en
það var í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Hann
er einn fárra sem súta geitungaskort.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
NÁTTÚRUVERND Friðlandið í Þjórsár-
verum verður stækkað og friðun
þess lokið hið fyrsta, samkvæmt
stjórnarsáttmála nýrrar ríkis-
stjórnar. Nokkur styr hefur staðið
um svæðið, en samkvæmt skipu-
lagi sem enn er við lýði er gert ráð
fyrir lóni sem nær inn fyrir núver-
andi friðland.
Mismunandi hugmyndir liggja
fyrir um stækkun friðlandsins,
til að mynda að stækka það aðal-
lega til vesturs og norðurs. Önnur
gerir ráð fyrir stækkun í suður.
Norðlingaöldur eru fyrir sunnan
núverandi friðland.
Gefið hefur verið út virkjana-
leyfi fyrir Norðlingaölduveitu,
en úrskurður setts umhverfisráð-
herra, Jóns Kristjánssonar árið
2003 hefur orðið til þess að fram-
kvæmdin hefur ekki komist inn á
skipulag. Þorsteinn Hilmarsson,
upplýsingafulltrúi Landsvirkjun-
ar, segir að fyrir vikið gildi þarna
eldra skipulag sem geri ráð fyrir
mun stærra og umfangsmeira
mannvirki en menn hafi hugsað
fyrir Norðlingaölduveitu.
Þorsteinn segir Landsvirkjun
hafa lagt verkefnið til hliðar með
stjórnarsamþykkt fyrir nokkrum
árum. Formlegt leyfi sé þó enn til
staðar. Hann segir miklu fé hafa
verið eytt í rannsóknir og undir-
búning í gegnum árin.
Björgólfur Thorsteinsson, for-
maður Landverndar, fagnar mjög
fyrirhugaðri stækkun friðlands-
ins. Hann segir þetta gamalt bar-
áttumál sem verið hafi í deiglunni
síðan um 1970. Björgólfur segir
mikilvægt að breyta friðlandinu.
Markalínur núverandi friðlands
séu ákveðnir punktar teiknaðir á
blað óháð þeim landslagsheildum
sem eru á svæðinu.
„Við fengum á sínum tíma
erlenda sérfræðinga sem meðal
annars hafa metið landsvæði fyrir
UNESCO (Menningarmálastofn-
un Sameinuðu þjóðanna). Þeim
fannst svæðið gríðarlega merki-
legt og hvöttu okkur til að sækja
um að það færi inn á heimsminja-
skrá. Þar voru þeir að ræða stærra
svæði, Suðurhluta Hofsjökuls og
allt að Kerlingarfjöllum.“
Björgólfur segir málið þó ekki
vera í höfn þar sem Landsvirkjun
hafi enn virkjanaleyfi. Það hafi þó
mikla vigt að þetta sé í stjórnar-
sáttmálanum og hann vonast til
að stjórnarflokkarnir nýti þing-
meirihlutann til að klára málið
sem fyrst. kolbeinn@frettabladid.is
Friðland í Þjórsár-
verum mun stækka
Friðlandið í Þjórsárverum verður stækkað og rammaáætlun um náttúrusvæði
lokið sem fyrst samkvæmt stjórnarsáttmálanum. Landsvirkjun enn með virkj-
anaréttindi á svæðinu. Landvernd fagnar fyrirhugaðri stækkun friðlandsins.
BJÖRGÓLFUR
THORSTEINSSON
ÞORSTEINN
HILMARSSON
ÞJÓRSÁRVER Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um stækkun friðlandsins í Þjórsár-
verum. Landsvirkjun hefur virkjanaleyfi fyrir Norðlingaölduveitu rétt sunnan við
núverandi friðland.
FERÐALÖG „Við áttum alveg eins
von á einhverjum samdrætti í
útskriftarferðunum. Við finnum
hins vegar litlar breytingar á
milli ára,“ segir Tómas Gestsson,
framkvæmdastjóri Heimsferða.
Menntskælingar virðast því ekki
ætla að láta kreppuna skemma
fyrir sér gleðina heldur flykkjast
til sólarlanda í sumar.
Forsvarsmenn Ferðaskrifstofu
Íslands, sem rekur Úrval-Útsýn,
Plúsferðir og Sumarferðir, hafa
svipaða sögu að segja.
Vinsælustu áfangastaðir mennt-
skælinga í ár eru Mæjorka, Costa
del Sol, Tenerife og Marmaris.
- hhs / sjá Allt
Tími útskriftarferðanna:
Hætta ekki við
sólarferðirnar
MARMARIS Menntskælingar láta ekki
kreppuna hafa áhrif á sig heldur flykkj-
ast í útskriftarferðir í sumar.
FÓLK Búslóðaflutningum frá
Íslandi hefur fjölgað um helm-
ing á milli ára og jafngildir því
að daglega flytji að minnsta kosti
ein fjölskylda til annars lands, að
því er fram kom í fréttum Stöðv-
ar tvö í gærkvöldi.
Hjá Eimskip fór þegar að bera
á fjölgun búslóðaflutninga í byrj-
un ársins og í apríl hafði orðið
helmingsaukning miðað við
sama mánuð í fyrra. Frá áramót-
um hefur félagið flutt alls 151
búslóð, sem eru 38 að meðaltali
á mánuði. Það þýðir að rúmlega
ein fjölskylda flytur hvern dag
af landi brott.
Flestir sem flytja búslóð sína
eru Íslendingar en einnig útlend-
ingar sem hafa búið á Íslandi um
árabil. Vinnumálastofnun gerði
ráð fyrir landflótta þegar kæmi
fram á vorið og eru vísbending-
ar um að þær spár séu að ganga
eftir.
Búslóðaflutningar aukast:
Íslendingar
flýja land
Erill hjá slökkviliðinu
Töluverður erill var hjá slökkvi- og
sjúkraliðinu á höfuðborgarsvæðinu
í gær. Slökkvibílar voru kallaðir út
fjórum sinnum. Í öllum tilfellum var
þó um minni háttar atvik að ræða. Þá
hafa sjúkraflutningamenn farið í 42
flutninga.
LÖGREGLUMÁL
STJÓRNMÁL Ríkisendurskoðun á að
gera úttekt á fjárreiðum stjórn-
málaflokka frá árinu 1999 til árs-
ins 2006, þegar ný lög um fjármál
stjórnmálaflokka tóku gildi.
Jóhanna Sigurðardóttir forsæt-
isráðherra skipaði í gær nefnd
sem endurskoða á lög um fjármál
stjórnmálaflokkanna. Nefndinni
verður jafnframt falið að hafa
milligöngu um úttekt Ríkisendur-
skoðunar.
Fram kemur í tilkynningu frá
forsætisráðuneytinu að Ríkis-
endurskoðun eigi að skila sem
fyrst samræmdum niðurstöðum
um heildarfjárreiður flokkanna á
árabilinu. - bj
Skoða fjármál allt frá 1999:
Fjármál flokka
í endurskoðun
KÓPAVOGUR Bæjarmálaráð Fram-
sóknarflokksins í Kópavogi ræddi
hugsanleg samstarfsslit meiri-
hlutans á fundi í gær. Tilefnið er
fréttir af greiðslum til fyrirtækis
dóttur Gunnars Birgissonar bæj-
arstjóra. Þær nema fimmtíu millj-
ónum króna á tíu árum.
Á fundinum var fullyrt að
greiðslurnar væru ólöglegar, og
að slíkt eigi ekki að tíðkast lengur.
Framsókn hafi farið í mikla endur-
skoðun á þessum forsendum og nú
ætti forysta Sjálfstæðisflokksins
ef til vill að taka á málunum.
„Þetta voru töluvert meiri við-
skipti en ég gerði mér grein fyrir.
Þarna eru reikningar sem ég kann
ekki að skýra,“ segir Ómar Stef-
ánsson, formaður bæjarráðs. Sem
stendur sé ekki í pípunum að slíta
samstarfinu, fyrst verði endur-
skoðendur að ljúka yfirferð sinni.
Gunnar Birgisson bæjarstjóri
segir að sér detti ekki í hug að
segja af sér til að liðka fyrir mál-
unum. „Ég fagna hinsvegar þess-
ari úttekt endurskoðandans. Með
henni mun allt koma í ljós og ég
kvíði því ekki. Þvert á móti fagna
ég því.“
Gunnar segir málið sett fram í
pólitískum tilgangi. Svona útspil
komi á þriggja til fjögurra ára
fresti. Spurður af hverju Ómar
Stefánsson staðnæmist við útspilið
núna, segir Gunnar: „Er eitthvert
hik á honum? Ég hef ekki heyrt
það.“ - kóþ, jse
Bæjarmálaráð Framsóknar fjallaði um fimmtíu milljónir til dóttur bæjarstjórans:
Ræddi samstarfsslit í Kópavogi
SKÁLAÐ Á GÓÐRI STUND Þeir Gunnar og
Ómar hafa starfað saman í áraraðir, en
nú ræða framsóknarmenn stjórnarslit.
SPURNING DAGSINS