Fréttablaðið - 20.05.2009, Blaðsíða 8
8 20. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR
1 Hve mikið af þýfi á leið til
Litháens og Póllands tók tollur-
inn í fyrra?
2 Hvaða lið er í efsta sæti úr-
valsdeildar í knattspyrnu karla
hér á landi?
3 Hvaða eðalpönksveit sendi á
dögunum frá sér skífuna Tapír?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30
AUSTURSÍÐA 2 – LAGER/VERSLUNARHÚSNÆÐI
Um er að ræða 5400 fm húsnæði að Austursíðu 2 á Akureyri. Húsnæðið er gott lager- og
iðnaðarhúsnæði, en hefur mikla möguleika sem verslunarhúsnæði. Á húsinu eru innkeyrsluhurðir
og næg bílastæði eru við húsið. Mögulegt að leigja hluta af húsnæðinu eða allt frá um 1000 fm.
Húsnæðið er laust til afhendingar í sumar.
TIL LEIGU Á AKUREYRI
Nánari upplýsingar fást hjá Erni Kjartanssyni, ovk@landicproperty.is,
í síma 825-9000 eða hjá Ingu Rut Jónsdóttur, irj@landicproperty.is,
í síma 660-6828.
Kringlunni 4–12 103 Reykjavík www.landic.is
BRETLAND, AP Michael Martin, for-
seti neðri deildar breska þings-
ins, sagði af sér í gær í kjölfar
harðrar gagnrýni á þátt hans í
svonefndu fríðindahneyksli þing-
manna. Hann sá sig knúinn til þess
að víkja til þess að „viðhalda ein-
ingu í þinginu,“ að eigin sögn. Þetta
er í fyrsta sinn í yfir 300 ár sem
breskur þingforseti er neyddur til
að víkja úr þessu mikla virðingar-
embætti sem á rætur sínar að rekja
til ársins 1376.
Þó að Martin væri sjálfur ekki
sakaður um misnotkun á fé skatt-
greiðenda í eigin þágu var honum
legið á hálsi fyrir að hafa skapað
andrúmsloft þar sem þingmenn
gátu komist upp með slíka mis-
notkun. Uppljóstranir um að þing-
menn hafi fengið þingið til að end-
urgreiða þeim útgjöld á borð við
afborganir af húsnæðislánum sem
voru löngu greidd upp, fyrir kaup
á dýrum innanstokksmunum og
hreinsun á síki í kringum sveitaset-
ur hafa valdið mikilli reiði meðal
almennings í Bretlandi og endur-
nýjað með tvíefldum krafti kröfur
um grundvallarendurskoðun þess
fríðindakerfis þingmanna sem slík-
ar endurgreiðslur voru hluti af.
Martin sagði í gær að hann myndi
víkja úr embætti hinn 21. júní
næstkomandi, svo að þinginu gæf-
ist ráðrúm til að kjósa eftirmann
hans. Fimmtán þingmenn skor-
uðu á Martin á mánudag að segja
af sér. Hann vísaði því í fyrstu á
bug en tilkynnti síðan í gær fram-
angreinda ákvörðun sína.
Martin er þingmaður Verka-
mannaflokksins frá Glasgow og
hefur gegnt stöðu þingforseta frá
því árið 2000. Strax og fyrstu upp-
lýsingarnar komu upp á yfirborðið
sem síðan urðu að endurgreiðslu-
hneykslinu var Martin gagnrýnd-
ur fyrir að reyna að hindra að upp-
lýsingar yrðu birtar um fjármál
þingmanna og fyrir að leiða hjá
sér áköll um að því fríðindakerfi
yrði breytt.
Þingmenn sem bera blak af Mart-
in segja að hann sé að taka á sig
skellinn fyrir fégræðgi annarra;
margir þingmenn hafi verið mjög
tregir til að láta birta upplýsing-
ar um fjármál þeirra og hann hafi
talið það vera hagsmuni þingsins
sem stofnunar að tekið yrði tillit
til þess.
Aðrir segja að með þessu hafi
Martin brugðist; hann hefði frekar
átt að ganga fram fyrir skjöldu í að
koma á þeim umbótum sem til þess
væru fallnar að skapa það gegnsæi
og traust sem ríkja yrði milli þings
og kjósenda. audunn@frettabladid.is
SEGIR AF SÉR Michael Martin les upp
þá ákvörðun sína að víkja úr embætti í
þinginu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Þingforsetinn sér sig
knúinn til afsagnar
Michael Martin, áhrifamikill forseti neðri deildar breska þingsins, tilkynnti í
gær að hann myndi víkja úr embætti 21. júní „til að varðveita einingu þingsins“.
Þrýst hafði verið á hann að segja af sér vegna fríðindahneykslisins svonefnda.
DANMÖRK, AP Dönsk sjónvarps-
fréttakona var í vikunni dæmd
fyrir að hafa gerst sek um
dýraníðslu með því að drepa tólf
gullfiska í fiskabúri með sjampói.
Fiskadrápin áttu sér stað í neyt-
endamálaþætti í danska ríkissjón-
varpinu DR sem sendur var út
árið 2004.
Í þættinum setti fréttamaður-
inn, Lisbeth Kølster, tíu millilítra
af flösusjampói út í fiskabúr sem
í voru þrettán gullfiskar. Þrem-
ur dögum síðar voru tólf fiskar
dauðir. Í kjölfar útsendingarinn-
ar kærði dýralæknir Kølster en
málið hlaut svo hæga afgreiðslu
að það kom ekki fyrir rétt fyrr
en nú. Samkvæmt dómnum slapp
hún við að greiða sekt vegna þess
hve langan tíma tók að afgreiða
málið í gegnum réttarkerfið. - aa
Dönsk sjónvarpskona:
Sakfelld fyrir
gullfiskadráp
DRÁPUST ÚR „SJAMPÓEITRUN“ Tilgangur-
inn var að sýna hve eitruð efni væru í
sumum hreinlætisvörum. STJÓRNMÁL Jón Ormur Halldórs-
son stjórnmálafræðingur segir
að kapítalisminn muni lifa
kreppuna af,
en hann muni
hins vegar
víða breytast
í veigamiklum
atriðum. Þetta
kemur fram í
grein sem hann
skrifar í tíma-
rit Háskólans í
Reykjavík.
Jón telur að
miklar breyt-
ingar eigi sér nú stað sem fari
ekki hátt. Þar vísar hann til
flutnings auðs, valda og áhrifa
frá vestri til austurs og norðri til
suðurs. Þungamiðja heimsins sé
að færast til og nú búi nær sextíu
prósent alls mannkyns í Asíu.
Þar líti menn fremur til evrópska
módelsins en þess bandaríska.
Útlit sé fyrir að draga muni úr
frelsi í alþjóðaviðskiptum. - kóp
Jón Ormur Halldórsson:
Kapítalisminn
lifir kreppuna
JÓN ORMUR HALL-
DÓRSSON
BRESKA ÞINGHÚSIÐ Þingmenn breska þingsins bera sumir hverjir blak af Michael Martin og segja hann vera að taka á sig
skellinn fyrir fégræðgi annarra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
REYKJAVÍK Almenningur getur
farið að hefjast handa við rækt-
un í matjurtargörðunum sem
Reykjavíkurborg býður upp á.
Búið er að plægja garðlönd og
ekkert því til fyrirstöðu að sá
fyrir matjurtum.
Borgin býður í sumar upp á 200
matjurtargarða í Skammadal og
að auki 120 í lausum görðum í
Skólagörðum Reykjavíkur. Þeir
garðar eru víðs vegar um bæinn
og leigðir út eftir að börnin hafa
skráð sig. Þá hefur verið gerður
samningur við Garðyrkjufélag
Íslands um garða við Stekkjar-
bakka. Búist er við að þar geti
verið um 80 garðar. - kóp
Sáning getur hafist:
Matjurtargarð-
arnir tilbúnir
VIÐSKIPTI Makaskiptasamningar
á fasteignamarkaði eru fimm
sinnum fleiri nú en fyrir ári
síðan. Íbúðarverð hefur lækkað
að meðaltali um 12,2 prósent
á síðustu tólf mánuðum. Með
makaskiptasamningum er átt við
kaupsamninga um fasteign þar
sem hluti kaupverðs er greiddur
með annarri fasteign. Fram
kemur á vef Fasteignaskrár
Íslands að í apríl í fyrra voru
gerðir ellefu makaskiptasamn-
ingar með fasteignir á höfuð-
borgarsvæðinu.
Í síðasta mánuði voru samn-
ingarnir hins vegar 56 talsins
og hafa þeir því fimmfaldast á
milli ára.
Fjölgun makaskiptasamninga
þykir til marks um þá erfiðu
stöðu sem nú ríkir á fasteigna-
markaði.
Fasteignaviðskipti breytast:
Makaskipti
fimmfaldast
LANDBÚNAÐUR Verð á kjarnfóðri
hefur hækkað um fimm til sex
prósent hjá landbúnaðarfyrir-
tækinu Líflandi. Í tilkynningu
fyrirtækisins er bent á að krón-
an hafi veikst talsvert frá síðustu
verðbreytingu fóðurs fyrir þrem-
ur mánuðum. Á sama tíma eru
sagðar hafa orðið nokkrar hækk-
anir á hráefnum til fóðurgerðar á
erlendum mörkuðum.
„Við höfðum bundið miklar
vonir við að þróun gengis yrði
hagstæðari en raun ber vitni, en
því miður hafa þær vonir brugð-
ist,“ er haft eftir Bergþóru Þor-
kelsdóttur, framkvæmdastjóra
Líflands. - óká
Veiking krónu helsta orsökin:
Kjarnfóður
hækkar í verði
FANGELSISMÁL Kreppan hefur
ekki haft mikil áhrif á möguleika
fanga hjá fangahjálpinni Vernd
til atvinnuþátttöku. Þráinn Bj.
Farestveit, framkvæmdastjóri
Verndar, segir að enn sem komið
er virðist kreppan ekki draga úr
þeim fjölda fanga sem koma inn
á Vernd, þvert á móti því að mjög
margir séu hjá Vernd.
Vinnustundum þeirra hefur
þó fækkað. Þá vinni fangarnir
við annað en áður. „Þeir eru
hugsanlega tilbúnir til að taka
vinnu sem aðrir vilja ekki.“ - ghs
Fangar á Vernd:
Vinna styttri
vinnudag
REYKHÓLAHREPPUR Eigendur gisti-
húsa í Reykhólahreppi segja
hreppsnefnd vera í samkeppnis-
rekstri við þá. Sveitarfélagið leigir
út herbergi í skólahúsinu í tengslum
við útleigu á íþróttahúsi fyrir ætt-
armót. Þetta fyrirkomulag hefur
lengi tíðkast, en í vor var ákveðið
að leita tilboða í reksturinn. Báðir
eigendurnir sendu inn tilboð en
þeim var hafnað.
„Ég skil ekki tilgang sveitar-
félagsins í að vinna á móti þeim
sem standa í rekstri hérna. Sveit-
arfélagið er í beinni samkeppni við
okkur og ég veit ekki betur en þetta
sé eina sveitarfélagið á Íslandi sem
hegðar sér þannig,“ segir Árni
Arnar Sigurpálsson, hótelstjóri á
Hótel Bjarkalundi. „Þetta sýnir hug
þeirra til þessara staða sem stað-
ið hafa í rekstri hérna. Það er ekki
mikill velvilji í garð þeirra.“
Óskar Steingrímsson sveitar-
stjóri mótmælir því að um sam-
keppni við einkaaðila sé að ræða.
Gestir sem ekki komist fyrir í
skólahúsinu hafi leitað til gisti-
húsanna á svæðinu. „Hér er ekk-
ert húsnæði annað sem getur tekið
ættarmót og þess vegna er aðsókn
í íþróttahúsið og skólann. Ef þetta
væri ekki til staðar væru ættarmót-
in haldin í öðrum landshluta.“
Steinar Pálmason, eigandi gisti-
heimilisins Álfasteins, segir það
ekki ná nokkru tali að sveitarfélag-
ið sé í þessum rekstri. Hann efast
um að tilskilin leyfi séu til staðar.
Óskar segir verið að vinna í þeim
málum. - kóp
Eigendur gistiheimila í Reykhólahreppi segja sveitarfélagið í samkeppni við þá:
Gagnrýna útleigu herbergja
REYKHÓLAR Gistihúsaeigendur telja
ósanngjarnt að hreppurinn sé í sam-
keppni við þá um útleigu herbergja.
FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
VEISTU SVARIÐ?