Fréttablaðið - 20.05.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 20.05.2009, Blaðsíða 58
26 20. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is TÖLURNAR TALA Flest skot: FH 23 Flest skot á mark: FH 14 Fæst skot: Þróttur 2 Hæsta meðaleink.: Keflavík 6,91. Lægsta meðaleink.: Valur 4,54. Grófasta liðið: Stjarnan 19 brot. Prúðasta liðið: KR og FH 8 brot. Flestir áhorfendur: 1826, á leik KR og Þróttar. Fæstir áhorfendur: 829, á leik Fram og Fylkis. Áhorfendur alls: 7952 (1325). Besti dómarinn: Einar Örn Daníelsson og Krist- inn Jakobsson fengu 7 í eink unn fyrir leiki sína í umferðinni. 4-3-3 Sindri Snær Jensson Guðni Rúnar HelgasonAlen Sutej Dennis Danry Guðjón Árni Antoníusson Almarr Ormarsson Símun Samuelsen Steinþór F. Þorsteinsson Hörður Sveinsson Arnar Már BjörgvinssonSveinbjörn Jónasson 1.770.0 ÞÚ TALDIR RÉTT: 1,77 MILLJARÐAR F í t o n / S Í A F I 0 2 9 5 3 2 FÓTBOLTI Frábær og söguleg byrj- un Stjörnumanna er saga fyrstu þriggja umferða Pepsi-deildar karla enda er liðið með fullt hús og 4 mörk að meðaltali í leik. Þeir bjart- sýnustu í Garðabæ eru örugglega farnir að dreyma um titlabaráttu í sumar og sagan styður einmitt slíka Íslandsmeistaradrauma. Stjarnan er sjöunda liðið sem nær að skora 10 mörk eða meira í fyrstu þremur umferðunum síðan efsta deild karla innihélt fyrst tíu lið sumarið 1977. Fimm af hinum sex liðunum hafa fagnað Íslands- meistaratitli um haustið. Hlutfallið breytist ekki mikið þótt lágmarkið sé að hafa skorað 9 mörk í fyrstu þremur leikjunum. Níu af tólf liðum sem hafa afrek- að slíkt hafa fylgt því eftir með Íslandsmeistaratitli og tvö þeirra hafa misst naumlega af titlinum og enduðu í 2. sæti. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem Bjarni Jóhannsson færi með nýliða beint í toppbaráttu en Fylkismenn rétt misstu af titlinum í 18. umferð fyrir níu árum, þá undir stjórn Bjarna. Þegar Bjarni gerði ÍBV að meisturum 1997 og 1998 skoruðu Eyjamenn níu mörk í fyrstu þrem- ur umferðunum. Bjarni Jóhannsson keppist örugglega að halda sínum mönnum niðri á jörðinni og besta leiðin til þess er að skoða stigatöfluna en Stjörnumenn eru bara búnir að spila við þrjú neðstu lið deildar- innar og næstir á dagskránni eru Íslandsmeistarar FH. - óój Fimm af sex liðum sem skoruðu tíu mörk í fyrstu 3 leikjunum urðu meistarar: Meistarabyrjun Stjörnumanna? FRÁBÆR BYRJUN Bjarni Jóhannsson er að gera flotta hluti með Stjörnuna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON NÍU MÖRK EÐA FLEIRI Í FYRSTU 3 UMFERÐUNUM: (frá 1977 til 2008) 11 mörk ÍA 1996 Meistari 11 FH 2005 Meistari 10 Valur 1978 Meistari 10 Valur 1980 Meistari 10 ÍBV 1995 3. sæti 10 FH 2008 Meistari 9 Valur 1987 Meistari 9 ÍBV 1997 Meistari 9 ÍBV 1998 Meistari 9 KR 1999 Meistari 9 FH 2007 2. sæti 9 Keflavík 2008 2. sæti HEILSA Körfuboltakappinn Helgi Jónas Guðfinnsson hefur gefið út rafræna bók um mataræði og heilsu. Hún er ætluð fólki í bar- áttunni við aukakílóin og þeim sem vilja bæta heilsu sína yfir- leitt. „Ég hef starfað í tíu ár sem einkaþjálfari og hef því ákveðn- ar hugmyndir um hvaða leiðir á að fara. Þetta er ekki eina rétta leiðin enda eru margar til. En bókin end- urspeglar mína hugmyndafræði,“ sagði Helgi Jónas, sem hefur gert það gott í körfuboltanum í Grindavík. Bókin er gefin út á netinu og er á ensku. Helgi Jónas annast útgáfuna sjálfur og segist hafa starfað að undirbúningi hennar í eitt ár. „Það fór dágóð vinna í að afla mér upplýsinga og er bókin að miklu leyti byggð á rannsókn- arvinnu. Ég opnaði svo heimasíð- una síðastliðinn laugardag og þar er hægt að kaupa bókina. Það skal þó tekið fram að það er sextíu daga skilafrestur á bók- inni ef viðkomandi líkar ekki við hana.“ Bókin heitir Your Ultimate Fat Loss Syst- em og má nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu bókarinnar, yourultimat- efatlosssystem.com. - esá Helgi Jónas Guðfinnsson gefur út bók: Körfuboltakappi kenn- ir fólki að grenna sig > Atvik umferðarinnar Þegar Alexander Söderlund innsiglaði ótrúlegan 3-2 sigur FH á Breiðabliki með stórglæsilegu marki á lokasekúnd- um leiksins. Blikar komust í 2-0 í leiknum en FH skoraði þrívegis á síðustu 20 mínútum leiksins. > Bestu ummælin „Það er kannski leiðinlegt að segja þetta en mér fannst þetta vera ásetningur hjá honum í leiknum. Hann dæmdi á móti okkur eins og hann fengi borgað fyrir það,“ sagði Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grinda- víkur eftir 3-2 tap fyrir Fjölni. Hann var afar ósáttur við Þorvald Árnason, dómara leiksins. Óhætt er að segja að Stjarnan haldi áfram að gera það gott í Pepsi-deild karla. Liðið er nú eitt á toppi deildarinnar með fullt hús stiga og ellefu mörk í plús eftir 3-0 sigur á ÍBV í nýliðaslag deildarinnar. Stjarnan á þrjá fulltrúa í liði umferðarinnar, þeirra á meðal unglinginn Arnar Má Björgvinsson sem er markahæsti leikmaður deildarinnar með fjögur mörk. Hann hefur þó aðeins komið við sögu í leikjunum þremur til þessa sem varamaður. Keflvíkingar hristu af sér slenið eftir 2-0 tap í Árbænum og lögðu Valsmenn, 3- 0, á heimavelli sínum. Þeir eiga fjóra fulltrúa í liði vikunnar. Margir áttu von á að liðið myndi spjara sig illa án fyrirliðans Hólmars Örn Rúnarssonar sem verður frá næstu tvo mánuðina vegna meiðsla en annað kom aldeilis á daginn. Símun Samuelsen leysti hans stöðu á miðjunni með sóma. KR og Fylkir gerðu bæði jafntefli í 3. umferð en fylgja fast á hæla Stjörnunnar í öðru og þriðja sæti deildarinnar. PEPSI-DEILD KARLA: ÚRVALSLIÐ 3. UMFERÐAR Stjarnan skín skært í Garðabænum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.