Fréttablaðið - 20.06.2009, Side 4

Fréttablaðið - 20.06.2009, Side 4
4 20. júní 2009 LAUGARDAGUR EFNAHAGSMÁL Skattahækkanir ríkisstjórnarinnar munu kosta hverja fjölskyldu 130 þúsund krónur að meðaltali á þessu ári en 270 þúsund á því næsta sam- kvæmt Hagsjá Landsbankans. Einnig kemur fram að um tuttugu prósent af þessari upp- hæð megi rekja til hátekjuskatts- ins, sem mun ekki hafa áhrif á ráðstöfunartekjur þeirra sem eru með lægri laun. Einnig er gert ráð fyrir að breytingar á virðisaukaskatti hækki vísitölu neysluverðs um 0,25 prósent. Breytingarnar munu taka gildi hinn 1. septem- ber næstkomandi. - bþa Kostnaður skattahækkana: 130 þúsund á hverja fjölskyldu MENNTUN Alls bárust sextíu umsóknir um kennaranám fyrir listamenn í Listaháskóla Íslands. Fjöldi umsóknanna er langt umfram það sem skólinn getur orðið við. Á næsta skólaári verður í fyrsta sinn boðið upp á meistaranám í kennslu og miðlun við skólann. Námið miðar að því að þjálfa lista- menn til kennslu. Umsækjendur þurfa að hafa lokið háskólaprófi eða sambærilegu námi í myndlist, hönnun, leiklist eða tónlist. - kg Listaháskóli Íslands: Sextíu sóttu um listkennaranám VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 27° 18° 21° 17° 16° 18° 15° 17° 17° 22° 19° 32° 25° 36° 19° 19° 17° 15° Á MORGUN 5-10 m/s og dálítil væta í fl estum landshlutum. MÁNUDAGUR 8-13 m/s og skúrir, einkum vestantil. 14 13 12 14 13 10 12 10 12 12 9 7 8 6 4 3 1 2 2 4 9 6 16 18 17 16 11 10 14 16 13 10 10 13 14 11 VÍÐA VÆTA Á MORGUN Það verður fínt veður um allt land þegar Kvennahlaupið fer af stað núna fyrir hádegi og ekki fyrr en síðdegis að það fer rigna smávegis vestantil. Íbúar Norður- og Austurlands ættu að njóta veðurblíð- unnar í dag því að í fyrramálið dregur fyrir sólu og rigna seinni partinn. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður EFNAHAGSMÁL Aðgerðir ríkisstjórnar- innar í fjármálum hins opinbera voru kynntar í gær. Helstu aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar eru hækk- un á fjármagnstekjuskatti úr tíu í fimmtán prósent, upptaka hátekju- skatts yfir 700 þúsund króna launa og hækkun virðisaukaskatts á sæl- gæti og drykkjarvöru auk víðtækra sparnaðaraðgerða í ríkisútgjöldum. Í áætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að aðgerðirnar muni skila 22,3 milljörðum á þessu ári og 63,3 milljörðum á því næsta. Um helm- ing upphæðarinnar má rekja til sam- dráttar í útgjöldum og hinn helm- inginn til aukinnar tekjuöflunar. Samkvæmt áætlun ríkisstjórnar- innar er ekki gert ráð fyrir að jöfn- uður náist í ríkisútgjöldum fyrr en árið 2013. Meðal þeirra aðgerða sem ráðist verður í er að draga úr heildarlauna- kostnaði opinberra starfsmanna. Á blaðamannafundi í Stjórnarráðshús- inu í gær var tilkynnt að yfirfara skuli heildarlaun þeirra starfsmanna sem hafa umfram 400 þúsund krón- ur á mánuði. Þessi breyting tekur til um 9.000 af um 18.000 starfsmönn- um ríkisins. Jóhanna Sigurðardóttir forsæt- isráðherra segir að ekki verði farið inn í samninga en markmið með þessum niðurskurði sé að ná niður heildarlaunum svo sem fastri yfir- vinnu, risnu, ferðakostnaði, bifreiða- hlunnindum og öðrum kostnaði utan fastra launa. Ekki er gert ráð fyrir uppsögnum opinberra starfsmanna. Þess í stað verður reynt að lækka starfshlutfall og draga úr launa- kostnaði. Steingrímur J. Sigfússon, fjár- málaráðherra segir að hátekju- skatturinn sé einungis tímabundin ráðstöfun og gerir ráð fyrir umfangsmiklum breytingum á skattkerfinu á næsta ári. Hann telur nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að auka tekjur ríkisins. Meðal þeirra aðgerða sem gripið er til er að lækka laun nefndar manna um helming auk þess sem dregið verði úr aðkeyptri sérfræðiþjónustu. Á seinnihluta þessa árs er gert ráð fyrir að spara um 1,8 milljarða í almennu aðhaldi hins opinbera. Meðal aðgerða sem ráðist verður í eru að spara 1,5 prósent í almennri stjórnsýslu og rekstri, 1,2 prósent í menntamálum og 0,75 prósent í velferðarútgjöldum. Athuga ber að tölurnar eru á ársgrundvelli. „Gengið verður miklum mun lengra á næsta ári,“ segir Stein- grímur. Hann segir að krafa sé um að öll almenn stjórnsýsla ráðuneyta verði dregin saman um tíu prósent árið 2010. Auk þess er gert ráð fyrir að spara um sjö prósent í mennta- málum og fimm prósent í velferðar- og heilbrigðisþjónustu. Áætlað er að aðgerðirnar spari um fjórtán millj- arða króna. Endurskipulagning og samnýting stofnana er einnig á dag- skrá auk færslu verkefna til sveitar- félaga. bta@frettabladid.is GENGIÐ 19.06.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,634 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,38 129,00 211,15 212,17 178,68 179,68 24,001 24,141 0,063 20,181 16,331 16,427 1,3226 1,3304 197,73 198,91 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Helmingur lækkar í launum Launakostnaður hins opinbera dreginn saman. Ekki gert ráð fyrir uppsögnum. Hátekju- og sykurskattur notaður til að fylla í fjármálagatið. Ráðist í umfangsmiklar breytingar á skattkerfinu fyrir næsta ár. AÐHALDSAÐGERÐIR Í RÍKISFJÁRMÁLUM KYNNTAR Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ræða við blaðamenn um frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Breytingar á Almannatryggingum: Lækkun á frítekjumarki ellilífeyrisþega. Skerðing grunnlífeyris vegna lífeyris- sjóðstekna. Hækkun skerðingarhlutfalls tekju tryggingar. Skerðing aldurstengdra örorkubóta vegna tekna. AÐHALDSAÐGERÐIR - TEKJUHLIÐ Helstu liðir áætlunar ríkisstjórnarinnar: Upptaka 8% hátekjuskatts á tekjur yfir 700 þúsund (til ársloka) Hækkun fjármagnstekjuskatts úr 10% í 15% (til ársloka) 15% skattur á vaxtagreiðslur sem greiddar eru til aðila erlendis Hækkun virðisaukaskatts á sælgæti og drykkjarvöru úr 7% í 24,5% Hert skattaeftirlit Hækkun atvinnutryggingargjalds úr 0,65% í 2,21% Hækkun gjalds í ábyrgðarsjóð launa úr 0,1% í 0,2% Aðhaldsaðgerðir í útgjöldum hins opinbera: Lækkun hámarksgreiðslu úr Fæðingar orlofssjóði. Breytingar á bótum í sakamálum, þol- enda afbrota og hámark á greiðslur gjafsókna í einkamálum. Breytingar á sóknargjöldum sem gerir ráð fyrir lækkun framlaga til trúfélaga. Uppbót á eftirlaun verður felld niður. AÐHALDSAÐGERÐIR - ÚTGJALDAHLIÐ SAMFÉLAGSMÁL Björn Mikkaelsson, maðurinn sem reif á þjóðhátíðar- daginn hús á Álftanesi sem hann hafði nýlega misst , hafði tæpar tíu millj- ónir af hjónum á Vestfjörðum í viðskiptum árin 2006 og 2007. Í samtali við Vísi.is segja hjón- in Barbara Ósk Guðbjartsdóttir og Viðar Guð- mundsson, sem búa í Miðhúsum í Kollafirði ásamt þremur börnum, frá því að þau hafi ætlað að kaupa einingahús af Birni í gegnum fyrirtækið Sunhouse ehf. árið 2006. Þau hafi borgað staðfest- ingargjald upp á 2,7 milljónir og 7,2 milljónir ári síðar. Húsið áttu þau að fá afhent síðastliðið sumar og höfðu þá lokið við að steypa grunn fyrir húsið. Ekkert varð af þeirri afhend- ingu og gaf Björn þær skýringar að langur biðlisti væri í verksmiðjunni í Finnlandi sem framleiðir eining- arnar. Hjónin höfðu samband til Finnlands og fengu að vita að ein- ungis brot af upphæðinni sem þau hefðu borgað Birni hefði skilað sér. Barbara og Björn segjast hafa gefið húsið upp á bátinn, og kært Björn til lögreglu. Björn staðfestir sögu hjónanna í samtali við Vísi.is. Hann segist hafa verið að vinna að málinu, en verið svikinn um greiðslur. Það hafi undið upp á sig og þar með hafi hann farið að svíkja annað fólk. - kg Niðurrifsmaður á Álftanesi viðurkennir að hafa svikið hjón í viðskiptum: Hafði tíu milljónir af hjónum RÚSTIR Björn reif hinn 17. júní hús á Álftanesi sem hann hafði nýlega misst. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL BJÖRN MIKKAELSSON AÐGERÐAÁÆTLUN Í RÍKISFJÁRMÁLUM Tölur í milljörðum króna: 2009 2010 Aukin tekjuöflun 13,0 56,0 Almennt aðhald í stjórnsýslu (stjórnsýsla, menntamál 1,8 14,3 og velferðarþjónusta) Sjúkratryggingar, elli- og örorkulífeyrir og fæðingarorlof 2,4 6,6 Almennt aðhald og önnur tilfærsluframlög 0,8 3,5 Barnabætur 0 1,0 Vegaframkvæmdir 3,5 8,3 Aðrar framkvæmdir 9,3 1,8 SAMTALS 22,4 63,4 Áætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir þörf á sparnaði að upphæð 20,0 ma. í ár og 56,0 árið 2010. AUKNAR TEKJUR LÆKKUÐ ÚTGJÖLD Í greininni „Á kvenfrelsisdegi“ eftir Ragnheiði Jónsdóttur, sem birtist í blaðinu í gær, sagði að á þeim degi væri níutíu ár síðan íslenskar konur fengu kosningarétt. Hið rétta er að 19. júní 2009 voru 94 ár frá því að íslenskar konur hlutu þessi mikilvægu réttindi. LEIÐRÉTTING HEILBRIGÐISMÁL Ferskar kjötvörur ehf. hafa í varúðarskyni innkall- að grísagúllas sem framleitt var af fyrirtækinu hinn 5. júní síðast- liðinn. Ástæða innköllunarinnar er að í sýnum sem tekin voru úr vörunni greindist salmonella. Varan er ekki lengur á markaði. Eftirfarandi upplýsingar auð- kenna vöruna sem innköllunin einskorðast við: Vöruheiti: Grísa- gúllas. Pökkunardagur: 5.6.2009. Síðasti neysludagur: 11.6.2009. Strikamerki: 2282974. Heilbrigðiseftirlitið biður neyt- endur, sem kunni að eiga vöruna í frysti, um að hafa samband við fyrirtækið í síma 693-5645 eða 660-6330 og skila vörunni. - kg Vara innkölluð af markaði: Salmonella í grísagúllasi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.