Fréttablaðið - 20.06.2009, Page 6

Fréttablaðið - 20.06.2009, Page 6
6 20. júní 2009 LAUGARDAGUR STANGVEIÐI Stofn stórlaxa á Íslandi er enn í sögulegu lágmarki og hætt á að stórlax hverfi að óbreyttu alveg úr ám þar sem honum er ekki hlíft við veiði, að því er segir í ályktun Lands- sambands veiði- félaga (LV). Aðalfundur LV fól stjórn sam- bandsins undir forystu Óðins Sigþórssonar for- manns að kæra til umhverfisráðherra þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að undanþiggja umhverfismati eldi á norskum laxi. „Aðalfundur LV samþykkti að vara við stórfelldum áformum um sjókví- aeldi á norskættuðum laxi í Dýra- firði og átelja þá ákvörðun Skipu- lagsstofnunar að undanþiggja eldið umhverfismati þar sem um væri að ræða erlendan, innfluttan laxa- stofn,“ segir í ályktuninni. Landssambandið hvetur veiði- félög og leigutaka til átaks um að veiðimenn sleppi stórlaxi og að um það verði settar reglur. „Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimála- stofnunar, fjallaði um svokallaðan stórlax í erindi á aðalfundinum, lax sem verið hefur að minnsta kosti tvö ár í sjó. Hann sagði að stór- laxi hefði fækkað stórlega í flest- um ám og veruleg hætta væri á að laxinn hyrfi alveg á næstu áratug- um. Veiðifélögum bæri skylda til að grípa til aðgerða, til dæmis með því að veiðimenn slepptu stórlaxi og að netaveiði yrði tímastýrð,“ segir í frétt frá LV. - gar Landssamband veiðifélaga segir stórlaxa að hverfa og kærir eldi á norskum laxi: Stórlaxinum verður að sleppa SJÓKVÍAELDI Eldi á norskættuðum laxi er varasamt, segir Landssamband veiðifélaga. ÓÐINN SIGÞÓRSSON Bílahreinsivörur Þú sparar 4.590.- TILBOÐ 2.990.-PAKKI 2Verð áður 7.580.- DAGSKRÁ Hjólastóladans er meðal þess sem boðið verður upp á í skemmtidagskrá sem MND félag- ið heldur í miðbæ Hafnarfjarðar í tilefni af alþjóða MND-deginum á morgun, sunnudag. Dagskráin hefst á Thorsplani í Hafnarfirði klukkan 14 með hjólastólarallíi. Meðal annars er keppt í svonefndum stjörnu- flokki, þar sem þjóðkunnir Íslendingar leysa þrautir sem fólk sem bundið er við hjólastóla þarf að glíma við alla daga ársins. Milli klukkan 17 og 19 verður boðið upp á skemmtun í Hafnar- fjarðarleikhúsinu við Strandgötu. Um kvöldið verða síðan tónleikar á Thorsplani þar sem úrvals- lið listamanna og hljómsveita skemmtir gestum. - kg Alþjóðlegi MND-dagurinn: Hjólastóladans og tónleikar DANS Dansararnir Steven Fenech & Mandy Ghio frá Möltu sýna hjólastóla- dans í Kringlunni klukkan 12 í dag, til að vekja athygli á MND-deginum. ÚTIVIST Skátafélagið Landnemar heldur í dag heimsóknardag á skátamóti sínu í Viðey. Þangað eru allir velkomnir og munu gestir sem leggja leið sína í eyna fá að kynna sér skátastörf og sjá hvernig stemning er á stórum skátamótum. Meðal þess sem verður á dag- skránni í Viðey eru ýmsir leikir, til dæmis ratleikur og víkinga- leikir, en deginum lýkur svo á sólstöðuballi og söng. Ferja fer í land rétt eftir klukkan 22. Þá mun Kvennahlaup ÍSÍ verða þreytt í fyrsta sinn í Viðey í dag. Boðið verður upp á þriggja kíló- metra langt hlaup. - þeb Heimsóknardagur í Viðey: Skátamót fyrir almenning Brot 256 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum á einni viku, frá 11.-18. júní. Þarna er 70 kílómetra hámarkshraði. Nítján óku á 90 kíló- metra hraða eða meira, en sá sem hraðast ók mældist á 103. LÖGREGLUMÁL Rúmlega 250 óku of hratt STJÓRNMÁL Guðmundur Hálfdánar- son sagnfræðingur segir að umræð- an um Icesave-samninginn ætti fyrst og fremst að snúast um það hvort þörf væri á því að gera þenn- an samning eða ekki. Umræðan um að Íslendingar afsali sér að ein- hverju leyti fullveldi með samn- ingnum sé á misskilningi byggð því afsal á fullveldisrétti sé ekki afleið- ing af samningnum heldur afleiðing hegðunar stjórnvalda, bankamanna og þeirra sem ofurskuldsettu sig. „Í þessari stöðu sem við erum í þá erum við ekki alveg full- valda, það að þurfa að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins skerðir okkar fullveldi,“ segir hann. „Það er alveg ljóst að okkar efnahags- stefna er ekki fullkomlega í höndum íslenskra stjórnvalda eins og sakir standa heldur í höndum þeirra sem veita okkur þetta lán. En það er ekki Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem gerir það að verkum að við þurfum að taka þetta lán heldur okkar eigin hegðun. Það sama á við um Icesave- samninginn, það eru ekki lánveit- endur sem skerða fullveldi okkar heldur hegðunin sem gerir það að verkum að við skulum þurfa að semja við þá. Það er að segja hegð- un íslenskra stjórnvalda, sem áttu að hafa eftir lit með því sem var að gerast, bankamanna og einhverra þeirra sem skuldsettu sig of mikið. Það er þessi hegðun sem vegur að fullveldinu nú.“ Hann segir að umræðan ætti fyrst og fremst að snúast um það hvort við þurfum virkilega að taka lánið. „Þeir sem halda því fram að við ættum að fara með málið fyrir dómstóla hafa enn ekki sannfært mig, því ég veit ekki fyrir hvaða dómstól væri hægt að fara með málið. En það er ekki svo að mér hugnist lánið. Þetta eru náttúrlega gríðarlegar upphæðir og það er það sem vekur mér ugg fyrst og fremst. Að öðru leyti tel ég, eftir því sem ég hef heyrt, að þarna sé um eðlilegan lánasamning að ræða.“ Jakob Möller hæstaréttarlögmaður segist ekki geta séð að það styðjist við nein lögfræðileg rök að með samningnum séu Íslendingar að afsala sér neinum hluta sjálfstæðis síns eða fullveldis. „Það má ekki gleyma minnisblaði fyrrverandi rík- isstjórnar frá í október þar sem fjár- málaráðherrann, fyrir hönd ríkisins, viðurkenndi skyldu Íslendinga til að greiða fyrir Icesave-skuldbinding- arnar. Þáverandi forsætisráðherra lýsti því einnig yfir opinberlega að Íslendingar bæru ábyrgð á þeim. Þetta er vandamálið. Samningarn- ir nú eru um efndir á skuldbinding- um Íslands,“ segir Jakob Möller. jse@frettabladid.is kjartan@frettabladid.is Segir Íslendinga sjálfa hafa skert fullveldið Sagnfræðingur segir Icesave-samninginn ekki skerða fullveldi Íslendinga, það hafi Íslendingar gert sjálfir. Hæstaréttarlögmaður segir samningana snúast um efndir á skuldbindingum sem þáverandi ráðherrar hafi viðurkennt í október. ÍSLENSKI FÁNINN BLAKTIR VIÐ HÚN Guðmundur Hálfdánarson segir umræð- una um að Íslendingar afsali sér að einhverju leyti fullveldi með samningun- um vera á misskilningi byggða. GUÐMUNDUR HÁLFDÁNARSON SAMFÉLAGSMÁL Jón Rafn Valdimars- son og Elín Rósa Guðmundsdóttir fóru ekki hefðbundnar leiðir þegar þau gengu í það heilaga á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Þau voru gefin saman á golfvelli eftir að hafa leikið holurnar átján. „Ég hef aldrei þurft að ganga svo langt til minna embættis- verka,“ segir Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur, sem lét ekki sitt eftir liggja og fór holurnar átján ásamt hjónunum og fleiri kepp- endum. „Nítjánda holan var síðan hjónavígslan sjálf,“ segir hann kankvís. „Við ákváðum þetta tíu dögum fyrir stóra daginn,“ segir Jón Rafn. Þá rákust þau á séra Hjálm- ar á Urriðakotsvelli í Garðabæ og kvaðst hann hafa tíma, tök og vilja til að ganga til verksins. Þegar búið var að slá kúlur í átján holur var slegið til veislu í skálanum við völlinn. Jón Rafn lenti í fjórða sæti í sjálfu mótinu. „Elín Rósa var eitt- hvað aðeins neðar þó hún sé efst hjá mér,“ segir Jón Rafn. „Prestur- inn átti reyndar ekki sérlega góðan dag en þó var stundum eins og að hann fengi hjálp að ofan þegar hann var kominn í klandur.“ Við athöfnina lagði séra Hjálmar út af 23. Davíðssálmi en hann hefst á þessa leið: Drott- inn er minn hirðir, mig mun ekk- ert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast ...“ Svona er það með golfið, það leynist alls staðar,“ segir guðsmaðurinn, sem þótti sálmurinn eiga sérlega vel við. - jse Voru gefin saman á golfvelli eftir að hafa slegið átján holur með prestinum: Giftu sig á nítjándu holunni ÁST VIÐ NÍTJÁNDU HOLU Jón Rafn og Elín Rósa eru miklir golfunnendur eins og presturinn sem gaf þau saman á Urriðakotsvelli þann 17. júní. MYND/EYJÓLFUR JÓHANNESSON STJÓRNSÝSLA Skýringar við allar greinar Icesave-samningana við Hollendinga og Breta hafa verið birtar á upplýsingavef stjórn- valda, island.is. „Þar er samning- urinn skýrður lið fyrir lið. Sömu- leiðis eru fjölmörg lögfræðileg hugtök og heiti skýrð eftir því sem við á og sett í samhengi alþjóðlegra samninga. Staldrað er stuttlega við þau ákvæði samn- ingsins sem teljast hefðbundin, en reynt að skýra með nákvæm- ari hætti þau sem telja má að skipti Ísland sérstöku máli. Sér- staklega er vikið að þeim atriðum sem mjög hafa verið til umræðu svo lögum og lögsögu og friðhelgi og fullveldi,“ segir í tilkynningu forsætisráðuneytisins. - gar Upplýsingavefur stjórnvalda: Icesave útskýrt á íslensku máli EFNAHAGSMÁL Í nýju frumvarpi sem Ragna Árnadóttir dómsmála- ráðherra lagði fyrir ríkisstjórn- ina í gær er lagt til að þrír sjálf- stæðir saksóknarar verði skipaðir við hlið sérstaks saksóknara. Einnig er í frumvarpinu lagt til að skipaður verði sérstakur rík- issaksóknari sem muni starfa við hlið sitjandi ríkissaksóknara og sinna málum sem snúa að rann- sókn bankahrunsins. Ekki er ljóst hvort frumvarpið verði afgreitt á sumarþingi. Gert er ráð fyrir að auglýst verði í þau fjögur embætti sem um ræðir. - kg Frumvarp dómsmálaráðherra: Leggur til skip- un sjálfstæðra saksóknara Hefur þú prófað kannabisefni? Já 32,8% Nei 67,2% SPURNING DAGSINS Í DAG Ætlar þú að ferðast innanlands um fyrstu helgina í júlí? Segðu skoðun þína á Vísir.is JAKOB MÖLLER KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.