Fréttablaðið - 20.06.2009, Síða 28

Fréttablaðið - 20.06.2009, Síða 28
28 20. júní 2009 LAUGARDAGUR Fólkið er ótrúlega þrautseigt. Þeir sem ég talaði við sögðust reiðir ísraelskum yfirvöldum en ekki Ís- raelunum sjálfum. Þ að gengur allt vel hérna úti. Við höfum verið að kenna fjórum gervilima- smiðum tæknina okkar stíft í eina viku og erum að klára að setja á þrjátíu fætur áður en við förum aftur heim á sunnudag,“ segir Sigrún Þorgeirsdóttir, sem stödd er í Afríkuríkinu Botsvana á vegum O.K. Prosthetics og utanríkis- ráðuneytisins. „Við erum hér tvö frá Íslandi, ég og Össur Kristinsson, ásamt tveimur gervilimasmiðum frá Suður- Afríku og einum sjúkraþjálfara. Við erum að vinna á endurhæfingarstöð sem Finnar settu hér upp 1988.“ Sjötug og hoppandi Össur Kristinsson, stofnandi stoð- tækjafyrirtækisins Össurar, er hug- myndasmiðurinn að baki O.K.Pro- sthetics. Fyrirtækið er ekki rekið í ágóðaskyni og fjármagnar verkefni sín með gjafafé. Fyrirtækið sérhæfir sig í tækni þar sem hægt er að setja hágæða gervifætur á fólk sem misst hefur fót fyrir neðan hné á innan við klukku- stund, við mjög erfiðar aðstæður. Sig- rún segir ótrúlega upplifun að fylgjast með sjúklingunum prófa nýju fæturna. „Í dag fylgdist ég til dæmis með 71 árs konu sem hafði áður verið á gömlum og lélegum fæti. Hún tók sig til og hoppaði þegar hún fékk nýja fótinn. Svo var hér rúmlega tvítugur strákur sem var að ganga í fyrsta sinn í fimm ár. Sá þriðji kom langt að og þurfti að flýta sér heim til þess að komast yfir ána fyrir myrkur. Þetta eru ólíkir heimar.“ Hægfara ferli Sigrún fer þó að venjast því að sjá kraftaverkin gerast í nýjum heimum, en hún var líka verkefnastjóri í leið- angri Félagsins Ísland-Palestína og O.K. Prosthetics í maí síðastliðnum, sem farinn var í kjölfar árása Ísraels- manna á Gasasvæðið í janúar. Hópurinn smíðaði 26 gervilimi á 24 manneskjur sem misst höfðu fót. Starf Sigrúnar var að sjá til þess að allir kæmust frá Íslandi til Ísrael og inn í Palestínu og að lokum inn á Gasasvæðið án telj- andi vandkvæða. Og til baka líka. „Það var mjög hægfara ferli að fá leyfi frá ísraelskum yfirvöldum til að fara til Palestínu. Bara það tók sjö vikur. Þegar leyfið svo loksins barst var okkur tjáð að við þyrftum líka skriflegt leyfi frá palestínskum yfirvöldum. Það var eng- inn tími til að bíða eftir því, svo við fórum bara af stað, upp á von og óvon, og vissum ekki hvort við kæmumst á leiðarenda.“ Tálmar á leiðinni Þegar hópurinn lenti á flugvellinum í Tel Avív kom fljótt að ungt einkennis- klætt fólk sem spurði ítrekað sömu spurninganna: Hvert þau væru að fara, hvort allir innan hópsins þekkt- ust, hvað þau ætluðu að skoða, hvort þau ættu vini í Ísrael og þar fram eftir götunum. „Mörg þeirra voru með litlar talstöðvar framan á sér, svo það var greinilegt að fleiri gátu hlustað á sam- tölin. Þetta var auðvitað mjög óþægi- legt. Þetta gerðist ítrekað alla ferðina og á leiðinni út úr landinu líka. Það var greinilegt að vel er fylgst með ferðum fólks.“ Fleiri tálmar urðu á vegi hópsins. „Við lentum nokkrum sinnum í því að þurfa að bíða í algerri óvissu og á tíma- bili óttuðumst við að við myndum ekki geta lokið verkefninu. Það er alveg greinilegt að ísraelsk yfirvöld reyna að gera fólki mjög erfitt að komast inn í Palestínu og hvað þá inn á Gasasvæðið. Maður hugsar sig tvisvar um áður en manni dettur í hug að endurtaka leik- inn. Að lokum komumst við samt á leiðarenda. Það var ótrúlegt að koma inn á Gasasvæðið eftir að hafa verið hinum megin. Að baki okkar var níu metra hár steinveggur með stálhurðum, fyrir framan okkur ónýtt land.“ Eyðilegging og hryllingur Á Gasa blasti við hópnum eyðilegging sem Sigrún segir erfitt að hafa orðið vitni að. Byggingar sundursprengdar eftir ítrekaðar árásir Ísraelsmanna, fátækt og áþreifanleg mengun hafi verið eitt það fyrsta sem hún tók eftir á Gasa. Eyðilegginguna var þó ekki að sjá á fólkinu sjálfu að mati Sigrúnar. „Fólkið er ótrúlega þrautseigt. Þeir sem ég talaði við sögðust reiðir ísra- elskum yfirvöldum en ekki Ísraelun- um sjálfum. En auðvitað hlýtur reiðin að krauma undir þó að við sem gestir höfum ekki orðið vitni að því. En við upplifðum mjög sterkt það þakklæti sem okkur var sýnt fyrir að koma inn á þetta svæði. Fólk brosti við okkur á götum úti og það kom fyrir að við mátt- um ekki borga fyrir okkur í verslun- um. Með því að vera þarna færðum við þeim von, jafnvel meiri von held- ur en með því að færa þeim fæturna. En það er auðvitað heldur ekkert hægt að lýsa því fyrir okkur, sem komum frá Íslandi, hvernig það er að lifa við sprengjuárásir í 22 daga, allan sólar- hringinn. Óttanum við að fara að sofa og láta það svo verða sitt fyrsta verk þegar maður vaknar aftur að athuga hvort allir séu örugglega á lífi.“ Aftur til Palestínu Til stendur að halda verkefninu á Gasa áfram með stuðningi og áframhaldandi söfnun Félagsins Ísland-Palestína (sjá www.palestina.is), enda þótti vel tak- ast upp með fyrsta verkefnið. „Einn- ig er möguleiki á frekari fjármögnun frá erlendum hjálparsamtökum. Næsta skref miðar við að senda út tvo gervili- masmiði til að kenna þessa nýju tækni sem O.K. Prosthetics notar, í tæpar tvær vikur og aftur í eina viku þremur mánuðum seinna. Eftir það á að vera nóg að senda þeim efnið og við erum í samningaviðræðum við erlendan kost- unaraðila til að aðstoða við það. Þá er reyndar spurning hvort efnið fái að komast á leiðarenda en við þurfum að fá leyfi frá yfirvöldum í Ísrael til þess. En við munum finna leiðir til þess.“ Snýst allt um mannleg samskipti Fyrir ári skipulagði Sigrún Þorgeirsdóttir viðburði fyrir Kaupþing og undi hag sínum vel. Í dag rekur hún sitt eigið fyrirtæki, Rif verkefni, og skipuleggur meðal annars leiðangra O.K. Prosthetics ehf. sem fjármagna verkefni sín með gjafafé. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hitti Sigrúnu, rétt áður hún flaug út til Botsvana, þar sem þrjátíu manns fengu nýja gervifætur á dögunum. ÓTRÚLEG LÍFSREYNSLA Þrjátíu manns í Botsvana hafa á síðustu dögum fengið gervifætur fyrir tilstilli utanríkisráðuneytisins og stoðtækjafyrirtækisins O.K. Prosthetics. Sigrún Þorgeirsdóttir er verkefnastjóri fararinnar. Hún er ýmsu vön en í síðasta mánuði fór hún fyrir leiðangri Félagsins Ísland-Palestína og O.K. Prosthetics til Palestínu, þar sem 24 heimamenn fengu alls 26 nýja gervifætur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Bankinn yfirgefinn Aðkomu Sigrúnar að hjálparstarfinu bar nokkuð brátt að. Fyrir ári var hún í krefjandi starfi sem forstöðumaður viðburða- og ferðadeildar hjá Kaup- þingi og hafði unnið hjá bankanum í fimm ár. Eftir bankahrunið breyttist vinnan töluvert og Sigrún var orðin ein eftir í deildinni. „Svo ég var farin að horfa í kringum mig, var farin að vinna sjálfstætt og taka að mér ýmis verkefni. Um þetta leyti réðust Ísraels- menn inn í Gasa og neyðarsöfnunin hófst hér heima. Sveinn Rúnar, for- maður Félagsins Ísland-Palestína, hafði samband við O.K. Prosthetics og vildi fara til Palestínu. Maðurinn minn, sem er sonur Össurar og læknir á Landspítalanum, hafði tekið sér frí í eitt ár til að kynna O.K. Prosthetics fyrir hjálparsamtökum víða um heim.“ Einhvern vantaði til að halda utan um verkefnið og lá beinast við að fá Sig- rúnu í verkið. „Þetta var nýr heimur fyrir mig að því leyti að ég hef aldrei komið að hjálparstarfi áður. En þar sem ég er tengdadóttir Össurar og hef verið í fjölskyldunni frá því ég var unglingur veit ég eitt og annað um gervifætur og sú þekking hefur komið sér vel.“ Af sama meiði Sigrún hefur mörg járn í eldinum en meðfram störfum sínum með O.K. Prosthetics sinnir hún öðrum verkefn- um og heldur meðal annars utan um uppsetningu leiksýningar um Vatn sem á að sýna í Borgarleikhúsinu í haust. Skipulagning virðist því vera henni í blóð borin. „Þótt þetta virðist vera ólíkir geirar að utan séð snýst þetta allt um það sama í reynd. Að halda utan um ýmsa þræði, sýnilega og ósýnilega, og reyna að halda öllum góðum. Þetta snýst bara um fyrirhyggju og mann- leg samskipti,“ segir Sigrún að lokum og snýr sér svo aftur að vinnu sinni í Botsvana, þaðan sem hún kemur aftur heim á morgun.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.