Fréttablaðið - 20.06.2009, Side 37

Fréttablaðið - 20.06.2009, Side 37
LAUGARDAGUR 20. júní 2009 3 Stóri músíkdagurinn verður haldinn hátíð- legur hér á landi í fyrsta skipti á morgun en sams konar tónlistarhátíð er haldin víða um heim. „Í tilefni dagsins er fólk hvatt til að flykkjast út á götur og syngja og flytja tón- list að eigin vali. Á það jafnt við um áhuga- sem atvinnumenn,“ segir Rannveig Sigur- geirsdóttir, hjá Alliance Française. Dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur í Frakklandi árið 1982 og heitir á frummál- inu Fête de la Musique. Hugmyndin breidd- ist síðan út og er nú haldið upp á daginn í fimm heimsálfum, í yfir hundrað lönd- um og 340 borgum. „Einhverra hluta vegna hefur Ísland, sem þó er mikið músíkland, ekki tekið siðinn upp og langaði okkur að vita hvort grundvöllur væri fyrir honum,“ segir Rannveig. Franska sendiráðið, Alli- ance Française, Grapevine, Höfuðborgar- stofa og Rás 2 standa að baki deginum. „Þar sem þetta er í fyrsta skipti sem við höldum upp á daginn verður haldið pínulítið utan um þátttakendur og verður hægt að skrá sig hjá okkur en þegar fram líða stundir vonumst við til að þátttaka verði að mestu sjálfsprott- in að erlendri fyrirmynd.“ „Hugmyndin er að virkja almenning til að koma út að syngja og tralla,“ segir Svav- ar Knútur Kristinsson, einn af talsmönnum dagsins. „Við verðum með flögg á Austur- velli og Ingólfstorgi þar sem fólk getur stillt upp en í framtíðinni erum við að vona að það verði óþarfi og að ungir sem aldnir fari bara út á næsta götuhorn. Markmiðið er að fólk komi saman og deili ást sinni á músík hver svo sem hún er.“ Botn verður sleginn í daginn, sem er jafnan haldinn í kringum sumarsólstöður, með tónleikum á Rosenberg en þar verður franska tónlistamanninum Serge Gainsbourg gert sérstaklega hátt undir höfði. Hljóm- sveitirnar Hraun, Retro Stefson, Sprengju- höllin, Ólöf Arnalds og Rökkurró stíga á svið og taka allar eitt lag með Gainsbourg. Aðgangur er ókeypis og verður tónleikunum útvarpað á Rás 2. vera@frettabladid.is Músíkdagur að erlendri fyrirmynd Stóri músíkdagurinn verður haldinn í fyrsta skipti á morgun en þá er fólk hvatt til að flykkjast út á götur og torg og flytja músík að eigin vali. Sams konar dagur er haldinn hátíðlegur í yfir hundrað löndum og 340 borgum en hann var fyrst haldinn í Frakklandi árið 1982. Dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur í Frakklandi árið 1982 og heitir á frummálinu Fête de la Musique. Fólk flykkist út á götur og torg til að hlýða á hvers kyns tónlist en aðgangur er ávallt ókeypis. NORDICPHOTOS/GETTY Svavar Knútur segir markmið dagsins að fólk deili ást sinni á músík með náunganum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA N O R D IC PH O TO S/ G ET TY Listflug, vélflug og svifflug verður á dagskránni á flughelgi Flugsafns Íslands um helgina. Flughelgi Flugsafns Íslands hefst í dag og er hún haldin í tíunda sinn. Svanbjörn Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Flugsafns Íslands, segir hátíðina skemmtilega fyrir fjölskyldur. „Fjölskyldur hafa til dæmis komið og farið í útsýnis- flug.“ Á dagskrá flughelgarinnar verður meðal annars Íslands mótið í listflugi á vegum Flugmálafélags Íslands, módelflug, fallhlífastökk og spyrnukeppni milli bíls og flug- vélar. „Þá stillir flugvélin sér upp og fer lágflug yfir völlinn og bíll- inn spyrnir og keppir við hana í hraðakstri.“ Svanbjörn segir að ákveðið hafi verið að halda heila flughelgi en ekki flugdag vegna þess að gott geti verið að hafa varadag til að hlaupa upp á ef veður bregst. Flughelgin stendur frá 10 til 17 á laugardag og 11 til 17 á sunnudag við Akureyrarflugvöll. - mmf Svifflug og vélflug Listflug verður á dagskrá flughelgarinnar á Akureyri í dag. MYND/HÖRÐUR GEIRSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.