Fréttablaðið - 20.06.2009, Page 40

Fréttablaðið - 20.06.2009, Page 40
 20. júní 2009 LAUGARDAGUR62 Flugstoðir ohf. er opinbert hlutafélag sem tók yfi r þjónustuverkefni Flugmálastjórn- ar Íslands þann 1. janúar 2007. Hjá Flugstoðum ohf. starfa um 230 starfsmenn. Helstu verkefni fyrirtækisins eru að sjá um uppbyggingu og rekstur fl ugvalla og veita fl ugumferðar - og fl ugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsfl ug og alþjóðlegt fl ug yfi r Norður - Atlantshafi . Flugstoðir ohf. leggja áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa. Flugvallarvörður Flugstoðir óska eftir að ráða fl ugvallarvörð til starfa á fl ugvöllinn á Egilsstöðum Í boði er fjölbreytt og krefjandi framtíðarstarf fyrir réttan einstakling. Starfssvið Starfi ð felst m.a. í eftirliti með fl ugvallarmannvirkjum og fl ugbrautum, eftirliti, viðgerðum og viðhaldi með vélbúnaði og tækjum á fl ugvellinum. Í starfi nu felst einnig umsjón og framkvæmd snjóruðnings og hálkuvarna. Hæfniskröfur Meirapróf og réttindi á þungavinnuvélar er skilyrði. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af snjóruðningi og hálku- vörnum. Reynsla af slökkvistörfum er kostur. Viðkomandi þarf að hafa lipra og þægilega framkomu. Hann þarf að eiga auðvelt með að vinna undir álagi, sýna af sér frumkvæði í starfi , vera skipulagður í verkum sínum og áhugasamur um störf sín. Um vaktavinnu er að ræða. Viðkomandi þarf að geta hafi ð störf sem fyrst. Við bjóðum spennandi og skemmtilegt starfsumhverfi og vinnufélagarnir eru fyrsta fl okks! Frekari upplýsingar um starfi ð eru gefnar í starfs- mannahaldi Flugstoða í síma 424 4000. Umsóknir Ef þér líst vel á ofangreint og ert að leita að framtíðarstarfi sendu inn umsókn til starfsmannahalds Flugstoða, Reykjavíkurfl ugvelli, 101 Reykjavík eða á netfangið shard@fl ugstodir.is fyrir 1. júlí 2009 og við verðum í sambandi við þig. Laus störf í grunnskólum Reykjavíkur skólaárið 2009 2010 Vakin er athygli á að í grunnskólum Reykjavíkurborgar eru ýmis störf laus til umsóknar. Meðal annars er um að ræða stöður umsjónarkennara, sérgreinakennara, þroskaþjálfa, skólaliða og stuðningsfulltrúa. Störfin eru auglýst á starfavef Reykjavíkurborgar http://www.reykjavik.is/storf. Þar eru nánari upplýsingar um hverja stöðu og umsóknarfresti. Upplýsingar veita skólastjórnendur í viðkomandi skólum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.