Fréttablaðið - 20.06.2009, Page 52
24 20. júní 2009 LAUGARDAGUR
J
ónmundur Guðmarsson er
41 árs gamall og menntaður
í heimspeki og stjórnmála-
fræði. Hann hefur verið
bæjarstjóri Seltjarnarness
síðan 2002. Jónmundur sló
öll met 2006 þegar flokkur-
inn fékk rúm 67 prósent
atkvæða undir hans forystu. Hann
segist hafa verið varkár bæjar-
stjóri og ekki tekið eitt einasta lán
til framkvæmda á ferlinum. Jón-
mundur skilar Seltjarnarnesi því
skuldlausu á næstunni, þegar hann
tekur við sem framkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins.
Þú tekur ekki við glæstu búi.
Ástandið hefur líklega aldrei verið
verra á flokknum en síðustu miss-
eri. Hvernig líst þér á?
Ég hefði ekki fallist á að taka
þetta að mér ef ég hefði ekki sann-
færingu fyrir því að við gætum
snúið hlutunum á réttar brautir að
nýju. Vissulega tekst ég á við ögr-
andi áskorun. En það eru tækifæri,
með endurnýjun og endurskipu-
lagningu, til að hefja nýja sókn. Ég
hef trú á því að okkar formaður,
Bjarni Benediktsson, geti leitt þá
vinnu og flokkurinn gangi þá í
endurnýjun lífdaga.
Hvernig endurskipulagningu?
Flokkurinn er áttatíu ára gam-
alt fyrirbrigði og ég held að menn
þurfi að líta í hvern krók og kima.
Menn þurfa að íhuga flokksstarfið,
stefnumálin og með hvaða hætti
þau eru sett fram. Einnig að endur-
nýja í málefnanefndum og reyna
að stuðla að nýrri grósku og hug-
myndaauðgi. Að finna nýtt erindi
meðal kjósenda, og finna hvernig
flokkurinn getur stuðlað að bætt-
um þjóðarhag. Viðfangsefnin blasa
við.
Þú kemur úr skuldlausum rekstri
að flokknum, en hvað skuldar Sjálf-
stæðisflokkurinn mikið og munt þú
gera hann skuldlausan?
Veistu, ég veit ekki hvað hann
skuldar mikið. Ég hef ekki hafið
störf og mér hefur því ekki gef-
ist kostur á að athuga þetta. En
ég vona að ég beri með mér það
andrúmsloft inn í rekstur flokks-
ins sem ég hef reynt að stuðla að
á Seltjarnarnesi. Það hlýtur alltaf
að vera keppikefli að ná árangri án
þess að reisa sér hurðarás um öxl.
Er ekki andstætt stefnu flokks-
ins, allavega þessari frjálshyggju-
legri, að vera batterí sem er rekið
á ríkisstyrkjum?
Sjálfstæðisflokkurinn er náttúr-
lega ekki frjálshyggjuflokkur. En
jú, það má kannski segja að það sé
að einhverju leyti andstætt henni.
En þetta er það fyrirkomulag sem
var sett á laggirnar á sínum tíma
og allir flokkar komu að og hafa
unnið eftir.
Átök innan flokksins
Þegar síðasta stjórn sprakk
heyrðist að f lokkurinn væri
óstjórntækur. Að hann væri sam-
safn af litlum skæruliðahópum og
ágreiningur um flesta hluti. Hvaða
möguleika hefur Bjarni Ben til
að gera þetta aftur að einhverri
heild?
Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt-
af innihaldið margvíslegar skoð-
anir og verið það stór að hafa haft
með sér fólk af öllum stigum.
Ég myndi því ekki taka undir
þau orð að þar væru skæruliða-
hópar innanborðs. Þvert á móti
er stefna hans nægilega víð til að
hafa góðar forsendur til að ná til
margra, og þar af leiðandi ná for-
ystu í íslenskum stjórnmálum.
Auðvitað eru skiptar skoðanir
innan flokksins um stór mál eins
og Evrópusambandið. Ég hef ekki
talið það af hinu slæma að menn
takist á um hlutina. Umræður sem
áttu sér stað í aðdraganda lands-
fundar og síðan forysta Bjarna
Benediktssonar sýna að flokkur-
inn á mikið erindi og ágætis líkur
á að ná fyrri styrk.
Það er samt ekkert leyndarmál
að það eru afgerandi armar innan
flokksins. Hvar ert þú staðsettur?
Ég staðset mig ekki í neinum
armi frekar en öðrum, ef þeir eru
á annað borð til. Ég tek við starfi
framkvæmdastjóra flokksins og
mitt hlutverk er að leiða starf
flokksins á daglegum grunni. Taka
þátt í að vinna með flokksmönnum
vítt um landið en taka að öðru leyti
ekki þátt í umræðum eða deilum
um einstök mál.
En þú sprettur upp úr jarðvegi
Hannesar Hólmsteins og félaga,
ekki satt? Menn eins og Sigurður
Kári gera það líka og hann er
nýorðinn aðstoðarmaður Bjarna
Ben. Eru ykkar ráðningar til
marks um að þessi armur sé að fá
meira vægi með nýjum formanni,
að Geirs tímanum liðnum?
Það vil ég alls ekki fullyrða.
Ég hef aldrei talið mig sérstakan
fylgis mann eins eða neins í stjórn-
málum. Ég hef ekki fengið neitt
ókeypis á mínum ferli og hef fylgt
minni sannfæringu í hverju máli
fyrir sig.
Vissulega er rétt að ég þekki
þessa menn sem þú nefnir og það
hefur bæði komið í gegnum mitt
háskólanám á sínum tíma og starf-
ið í flokknum. En ég held að það sé
ekki hægt að spyrða það saman í
neina kenningu. Ég vona að þetta
þýði bara að formaður flokksins
hafi komið auga á tvo hæfa ein-
staklinga sem hann treystir. Ég er
mjög þakklátur og stoltur yfir því
að Bjarni hafi komið auga á mig og
leitað til mín með þetta verkefni.
Stjórnarflokkur í andstöðu
Sjálfstæðisflokkurinn er vanur því
að ráða mjög miklu. Hvernig held-
urðu að þið munið pluma ykkur í
stjórnarandstöðu?
Af þessum fyrstu vikum að
dæma er flokkurinn að vinna gott
starf í stjórnarandstöðu. Formaður
flokksins og þingmenn líta alls ekki
á stjórnarandstöðu sem eitthvert
hlutleysi eða ávísun á aðgerðaleysi.
Þvert á móti sé ég að hann hefur
verið mjög duglegur við að kynna
lausnir, svo sem efnahagstillög-
urnar sem voru kynntar nýlega.
Flokkurinn hefur fulla burði til að
taka þátt í mótun lausna auk þess
að veita ríkisstjórninni harða and-
stöðu og vera gagnrýninn á hennar
fyrirætlanir.
En er nú ekki einmitt tíminn til
að sýna samstöðu og fylkja sér að
baki ríkisstjórninni?
Jú, en menn verða þá að hafa trú
á því að lausnirnar séu sannfær-
andi og til langframa og farsældar
fyrir þjóðina. Ég hef engar áhyggj-
ur af því að jafnvel allir flokkarn-
ir myndu standa saman að aðgerð-
um sem þeir væru sammála um að
væru til framdráttar.
Vandinn er sá að menn eru ekki
sammála um það sem á að gera. Við
erum ekki í ádeilu á ríkisstjórnina
í einhverju bríaríi og leik heldur
hafa menn raunverulegar áhyggjur
af því að verið sé að stefna í ranga
átt. Maður verður að vona að út úr
slíkum samskiptum komi að lokum
einhverjar meginlínur sem menn
geta staðið saman um.
Það virðist aldrei nein sátt um
neitt á Alþingi, þrátt fyrir þennan
vanda sem við erum í. Heldurðu
að mætti treysta þjóðstjórn betur
til að ná sáttum?
Mín persónulega skoðun er sú
að það gæti verið vel ráðið. Síðan
skelfingarnar dundu yfir hefur
bæði meiri- og minnihluti unnið
mjög vel saman í bæjarstjórn á
Seltjarnar nesi og við ákváðum að
leggja þessar pólitísku krytur til
hliðar. Við einhentum okkur í að
vinna úr málunum. Með framleng-
ingu á þeim hugsunarhætti held ég
að ef þjóðarsamstöðu þurfi sé þjóð-
stjórn einn möguleiki til að nálg-
ast það markmið. Menn verða að
velta því fyrir sér hvort slíkt fyrir-
komulag geti auðveldað til að leysa
vandann skjótt og vel. Þótt maður
hafi vonað innra með sér að núver-
andi ríkisstjórn gengi vel og leysti
úr málum skjótt og vel, þá hefur
hún komist allt of skammt á veg-
inn.
Fólk kallar eftir forystu og vill
fara að sjá vonarglætu, einhver
ljós fyrir endanum á göngunum.
Þar hefur stjórninni ekki tekist vel
upp.
Flokkurinn og ESB
Sumir segja að eina vonarglæta
ríkis stjórnarinnar sé ESB. Hvað
finnst þér um ESB?
Ég hef sögulega séð verið and-
vígur aðild. Ég held að við höfum
verið vel sett í þessu tvíhliða fyrir-
komulagi, EES. Við gátum stund-
að verslun og viðskipti án þess
að fórna fullveldi eða auðlindum.
Þetta taldi ég mjög góða skipun
mála. Nú getur verið að umhverfið
hafi breyst, nú finnst mér ekkert að
því að menn ræði þetta í alla enda.
En það verður að gera á grundvelli
hagsmunamats og af yfirvegun og
skynsemi. Ekki vera heittrúa með
eða á móti. Við þurfum að setjast
yfir þessa hagsmuni og skoða hvað
tapast og hvað vinnst með aðild.
En þið hafið ekki gert það.
Það var auðvitað mikil umræða
á landsfundinum og í aðdraganda
hans, og með ákveðinni niður-
stöðu. Þannig að það má vel segja
að við höfum allavega tekið eitt-
hvert skref fram á við. En þetta eru
hlutir sem verða ekki afgreiddir á
stuttum tíma.
Allt atvinnulífið nema sjávar-
útvegurinn talar um aðild. Það
hlýtur að vera erfitt fyrir flokkinn
að vita að hann framfylgir annarri
stefnu en atvinnulífið vill. Er ekki
brýnasta verkefnið að komast að
skýrri niðurstöðu?
Jú, þetta er náttúrlega spurning
sem þarf að svara.
Sérðu annað svar en ESB?
Hitt svarið er náttúrlega að við
göngum ekki inn. En atvinnulífið
og samfélagið er í mikilli gerjun og
við munum ekki finna neina skjóta
lausn á þessu máli. ESB hlýtur að
koma til álita sem möguleiki, en
menn verða líka að gera sér grein
fyrir því að það kunna að vera aðrir
möguleikar, sem koma sér betur
þegar til lengdar lætur.
Auðvitað er það líka möguleiki að
halda áfram eins og við höfum gert
óbreytt. Við græddum ekkert sér-
staklega mikið á því að skipta um
mynt í dag. Við getum notað krón-
una, í það minnsta fram að þeim
tímapunkti að við sjáum að það sé
hyggilegt að taka upp annan gjald-
miðil, eins og evruna.
Menn hafa svo deilt um hvort upp-
taka hennar þýddi að við þyrftum
að fara í aðildarviðræður en ég skal
ekkert segja um það sjálfur.
Tekur skuldlaus við flokknum
Jónmundur Guðmarsson er nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Hann á að baki farsælan feril sem bæjarstjóri á Seltjarn-
arnesi, og hefur til dæmis ekki tekið eitt einasta lán til framkvæmda. Klemens Ólafur Þrastarson forvitnaðist um hvernig væri að
taka við flokknum við erfiðar aðstæður og hvernig hann ætlaði að stuðla að því að flokkurinn næði vopnum sínum að nýju.
JÓNMUNDUR GUÐMARSSON Telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að taka skýrari afstöðu til Evrópusambandsins og fara meðal fólks til að sýna fram á hvert erindi flokksins sé
við breyttar aðstæður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Eftir hrunið hefur flokkur þinn fengið á sig ýmsa stimpla,
til dæmis að hann sé samsafn lögfræðinga og kvóta-
eigenda eða gæti hagsmuna þeirra fyrst og fremst. Er
þetta eitthvað sem þarf að skoða, hvernig flokkurinn
kemst hjá svona stimplum?
Já, ég vil fyrst nefna það að ég er dæmi um
sjálfstæðis mann sem er hvorki lögfræðingur né
kvótaeigandi og get fullvissað þig um að þessi flokkur
samanstendur af miklu fjölbreyttari hópi en svona tákn-
myndir gefa til kynna. Þetta er sá merkimiði sem okkar
andstæðingar vilja hengja á okkur í pólitískum tilgangi.
En þegar flokkurinn er skoðaður ofan í kjölinn kemur í
ljós að enginn annar flokkur hefur haft jafn breiða skír-
skotun til almennings. Aðrir flokkar hafa notið stuðnings
miklu einsleitari þjóðfélagshópa en við.
En maður losnar ekki undan þeim stimplum sem
andstæðingar manns vilja hengja á mann, enda er það
ekki forgangsatriði að eltast við það. Flokkurinn þarf að
fara út á akurinn, út meðal landsmanna og gefa þeim
tækifæri til að skilja fyrir hvað flokkurinn stendur. Hann
þarf að eiga milliliðalaus samskipti við landsmenn alla
svo hver og einn geti lagt mat á hann. Það er lykilatriði.
Meðan flokkurinn var í ríkisstjórn kom líka þessi spill-
ingarstimpill. Að fólk væri ráðið í helstu stöður ríkisins
eftir ætterni eða flokksskírteini. Og síðan að þetta hafi
stuðlað að því að illa fór þegar mikið lá við í hruninu.
Er þetta eitthvað sem flokkurinn þarf að mynda stefnu
um?
Ég myndi í fyrsta lagi mótmæla því að einhverjar
línur hafi verið lagðar um þetta og þeim fylgt eftir. Ég
trúi því að þeir einstaklingar sem komu að málum hafi
verið metnir hæfir til að glíma við þau verkefni, sem
um var að tefla, þó að hlutir hafi síðan misfarist, eins
og við þekkjum öll. En síðan er það ekki mitt sem fram-
kvæmdastjóra að leggja línur um hvaða stefnu flokkur-
inn tekur, heldur landsfundar.
Á svipuðum tíma og þú rakst bæjarfélag skuldlaust
margfaldaði flokkurinn ríkisútgjöld. Villtist hann af leið,
að þessu leyti?
Nei, ég tel ekki að flokkurinn eða aðrir landsmenn
hafi villst af leið. Við vorum öll vongóð um það að
uppsveiflan gæfi okkur tilefni til að vera bjartsýn um
framtíðina og hvernig við gætum veitt góða þjónustu og
bætt lífsgæði okkar þjóðfélagsþegna.
➜ ÍMYND FLOKKSINS OG NEIKVÆÐIR STIMPLAR