Fréttablaðið - 20.06.2009, Side 56

Fréttablaðið - 20.06.2009, Side 56
36 20. júní 2009 LAUGARDAGUR UPPÁHALDSORÐIÐ ER SUND Anna Clausen er dönsk en uppáhaldsstaðurinn hennar er þó Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Síðan hvenær hefur þú haft áhuga á tísku? Ég uppgötvaði klæðaskáp móður minnar þegar ég var fjög- urra ára og fékk þá áhugann fyrir því að klæða mig upp í mismun- andi föt. Hvenær varstu hamingjusöm- ust ? Ég er nú ekki dauð ennþá. Hvaða starfi dreymdi þig allt- af um að gegna? Mig langaði allt- af að búa til fallega hluti og vinna með fólki sem veitir mér innblást- ur. Hvað er það dýrasta sem þú hefur nokkurn tímann keypt þér? Það hlýtur að vera íbúðin mín hér í Reykjavík. Hvað er það versta sem nokkur hefur sagt við þig? Ljótan hlut um pólskar ættir mínar. Ef þú byggir ekki í Reykjavík hvar myndirðu vilja búa? Í borg sem væri ekki svona hræðilega dýr. Uppáhaldskvikmynd ? Þær eru margar en mér finnst Suspiria eftir Dario Argento alveg frá- bær og ég elska tónlistina eftir Goblin. Draumahelgin þín í einni setn- ingu? Að sitja undir pálmatré og njóta sólsetursins. Hvert er versta starf sem þú hefur nokkurn tímann gegnt? Sem betur fer hef ég aldrei verið í leiðinlegu starfi. Uppáhaldsstaðurinn þinn á Íslandi? Reykjavík. Hvers konar tónlist hefur mest áhrif á þig og hvaða lag ertu að hlusta mest á í dag? Ég hlusta á alls kyns tónlist en Tones on Tail og Bauhaus eru núna á „playlist- anum“ mínum. Ef þú ættir tímavél, hvert myndirðu fara og af hverju? Ég myndi ferðast fram í tímann til þess að athuga hvernig mannkyn- ið hefði brugðist við heimskreppu og mengun, svo myndi ég þjóta til baka með vitneskjuna í fartesk- inu og flýta fyrir hlutunum. Það er kominn tími á nýja heimssýn. Er eitthvað sem heldur fyrir þér vöku á nóttunni? Stanslaus birta. Trúir þú á framhaldslíf? Já, ég trúi því að mannssálin hverfi frá jörðinni og breytist í stjörnur. Hvenær fékkstu síðast hlátur- skast? Í gærkvöldi þegar ég horfði á Meet the Feebles eftir Peter Jackson. Áttu þér einhverja leynda nautn? Já, ég elska silki á silki ofan. Uppáhaldsbókin þessa stundina? Kilroy Kilroy eftir Ib Michelsen. Hver er tískufyrirmyndin þín? Natja Brunckhorst sem lék Christiane í Dýragarðsbörnunum hafði mikil áhrif á mig þegar ég var yngri. Uppáhaldsorðið þitt á íslensku? Sund. Er krepputal leyfilegt heima hjá þér? Já. Hver verða þín frægu hinstu orð? Takk fyrir þennan tíma. Hvað er nýjast í búðinni hjá þér og hvað er næst á dagskrá? Ný lína frá Jet Korine sem er að koma í Belleville og að taka myndaþátt fyrir tímaritið Lodown. Birta heldur fyrir mér vöku Stílistinn og búðareigandinn Anna Clausen segir krepputal leyfilegt heima hjá sér. Anna Margrét Björnsson tók hana í þriðju gráðu yfirheyrslu. FULLT NAFN: Anna Clausen. STARFSFERILL Í HNOTSKURN: Stílisti á Dazed&Confused, Purple og Lula og annar eigandi verslunarinnar Belleville Reykjavík. FÆÐINGARÁR OG HVAÐ GERÐIST MARKVERÐAST Á ÞVÍ ÁRI: 1979, þegar Patty Hearst losnaði úr fangelsi og Michael Jack- son gaf út plötuna Off the Wall. ÞR IÐ JA G R Á Ð A N ■ Á uppleið Lundar Lundastofninn í Eyjum er í hættu samkvæmt nýjustu fréttum. Dýr í útrýmingarhættu eru alltaf vin- sælli en önnur dýr. Systur Þúsund krónur til UNIFEM og kona er gengin í systralag. Það hefur aldrei verið auðveldara að eiga systur. Tíska Tísku- hönnuður er orðinn borgar- listamaður þannig að tísk- an er opinber- lega orðin list (nema listin sé loksins dauð). Fever Ray Þessi snilldarafurð sænsku tónlistarkonunnar Karin Andersson úr The Knife er á vörum og iPodum allra. ■ Á niðurleið Innanlandsferðir Að segjast endalaust ætla að sækja Ísland heim í sumar af því að það er kreppa, eins og einhver hafi verið að finna þetta upp. Víðir mynstraðir kjólar Engin ástæða til að fela allar línur undir einhverju sem lítur út eins og ósmekklegt tjald. Reykingar Sígarettupakkinn er orðinn svo dýr að fólk hreinlega verður að taka upp heilsusamlegri lifnaðarhætti. Sólin Rigningu spáð alla næstu daga og tími kominn fyrir Fimbul- famb og kakó- þamb. MÆLISTIKAN Vegna fjölda verkefna framundan leitum við að fólki af öllum stærðum og gerðum á aldrinum 14-100 ára til að hafa á skrá hjá okkur. Við hvetjum áhugaleikara, meðlimi leikfélaga og kóra til að mæta. Áhugasamir geta mætt í myndatöku sunndaginn 21.Júní að skúlatúni 4 á milli kl. 12 og 17. ESKIMO ER FYRIRTÆKI SEM STARFAR VIÐ LEIT OG RÁÐNINGU FÓLKS FYRIR KVIKMYNDA OG AUGLÝSINGALEIK

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.