Fréttablaðið - 20.06.2009, Side 60

Fréttablaðið - 20.06.2009, Side 60
40 20. júní 2009 LAUGARDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Svo virðist sem við séum komnir inn í land hinna stóru katta! Hér stendur að konur vilji rakaða karl- menn! Hár er slökkvari! Ég get sagt þér að ég er loðinn frá toppi til táar! Heldur betur. Og á ég þá að leggja það á mig að fylgja hallæris- legri tísku? Aldrei í lífinu! Ég held reynd- ar að konur fíli karlmenn með ör! Hvað með umskorna menn? Eru þeir hafðir hátt í metum? Því meira sem ég les, því fylgnari verð ég því sem vinstri- vængurinn segir. Hvað veist þú um pólitík? Bara það sem ég hef lesið í „Doonesbury“. Að þú skulir hafa tíma til að lesa dagblöðin. Eru myndasögur í dagblöðun- um núna? Ég veit aldrei hvort ég eigi að gefa þjórfé. Við erum búin að fá nýjan bíl!! Af hverju keyptirðu nýjan bíl? Ég gerði það ekki. Ég er bara með þennan í láni á meðan verið er að gera við okkar bíl. Því miður, þetta er bara lánsbíll. Þýðir það að ég eigi ekki að ná í restina af dótinu? Þar sem pabbi minn á og rekur fyrirtæki sem selur þungavinnuvélar og varahluti í stærri tæki hef ég, frá því að ég man eftir mér, átt alls kyns derhúfur, frisbídiska og límmiða með myndum af jarðýtum og beltagröfum. Meðan aðrir áttu plaköt með Madonnu átti ég Caterpillar-límmiða og gekk lengi vel með trefil sem var merktur KolbenSchmidt. Ég var ekki stór þegar ég lærði að svara: „HAG Tækjasala“ í símann og gat tekið niður skilaboð er vörðuðu lyftara eða mal- bikunarvélar. Þar sem mikið var verslað við Þýskaland var ég fljótlega búin að læra einföldustu setningar á þýsku er vörðuðu það að hringja seinna, bíða augnablik eða hvort hægt væri að taka skilaboð. Þegar ég eltist fékk ég svo fleiri störf að inna af hendi, svo sem að bera kaffi í menn sem gustaði um þegar þeir blótuðu, og úr því að vera þýskumælandi símsvari varð ég skeytaskrifari á þýsku og lærði hvernig átti að panta legur í veghefla. Uppskar ég ansi sérhæfðan vinnuvélavarahlutaorða- forða á þýsku. Mér hefur alltaf þótt gaman að þekkja til þessa heims, kannski ekki séð fyrir mér að þetta kæmi mér að miklum notum í fram- tíðinni, en aldrei skal nokkur segja aldrei því á einni viku varð grafan að frelsis tákni íslensku þjóðarinnar. Í baráttu við bank- ana hefur grafan orðið að nýjasta tólinu í byltingunni, líkt og klippi græjurnar voru á íslensku varðskipunum í Þorskastríðinu. Eftir hundrað ár verður kannski stytta af gröfu á Austurvelli. Ég sé jafnvel fyrir mér gröfuhálsmen – eyrnalokka – hár- skart. Hver veit. Margt er til. Caterpillar-arfleifð mín NOKKUR ORÐ Júlía Margrét Alexandersdóttir • Rafhlaðan endist í allt að 15 tíma. Hentar vel í útileguna, sumarbústaðinn og í ferðalagið. Þú stingur símanum eða iPod í samband við Power2Charge og hleður af rafhlöðunni • 6 millistykki fyrir t.d. síma, iPod, myndavélar og önnur 5V tæki • Snúran er í litlu handhægu kefli • Millistykki geymd í gúmmíbandi • Ferðapoki Hleðslutæki með innbyggðri rafhlöðu Hleður síma, iPod og myndavélar Starfsmenn óskast Óskað er eftir starfsmönnum vönum málningarvinnu og almennri byggingarvinnu. Mikil vinna! Umsóknarfrestur er til 25. júní. Framtíðarvinna fyrir góða menn. Umsóknir sendist á vinnukraftur@hotmail.com

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.