Fréttablaðið - 20.06.2009, Side 67

Fréttablaðið - 20.06.2009, Side 67
Uppgötvum netið með börnunum okkar 1. Kennum börnunum að skoða efni á netinu með gagnrýnum hætti 5. Kynnum okkur netnotkun barnanna okkar9. Barnið kann að rekast á netefni ætlað fullorðnum 6. Komum upplýsingum um ólöglegt/ skaðlegt efni til réttra aðila7. Hvetjum til góðra netsiða8. Kennum börnunum að nota netið á jákvæðan og uppbyggilegan hátt10. Gerum samkomulag við börnin um netnotkun 2. Hvetjum börnin til að vera gætin þegar þau veita persónulegar upplýsingar 3. Ræðum um þá áhættu sem fylgir því að hitta netvin 4. 10 SAFT - Samfélag, fjölskylda og tækni, er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi. Verkefnið er hluti af Safer Internet Action Plan, aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um öruggari netnotkun og er styrkt af ESB. Samningsaðili við ESB er Heimili og skóli - landssamtök foreldra, sem sér um að annast útfærslu og framkvæmd verkefnisins að öllu leyti fyrir Íslands hönd. Heimili og skóli er í samstarfi við önnur lönd í Evrópu og deilir með þeim upplýsingum, aðferðafræði og þekkingu. Markmiðið er að til verði sameiginlegur evrópskur sjóður þekkingar og aðferðafræði á þessu sviði sem styður hið jákvæða og hamlar gegn neikvæðum hliðum upplýsingatækninnar. Heimasíða verkefnisins er www.saft.is NETHEILRÆÐI WWW.SAFT.IS Gefðu þér góðan tíma í að ræða netheilræðin við barnið. Góða skemmtun! Kynnist netinu saman og reynið að finna vefsíður sem eru í senn spennandi og skemmtilegar og við hæfi barna. Spjallið saman um jákvæðar og nei- kvæðar hliðar netsins og það sem hægt er að gera ef eitthvað fer úrskeiðis. Mörg börn nota netið til að bæta og auka þekkingu sína í tengslum við nám og tómstundir. Netnotendur ættu hins vegar að muna að ekki eru allar upplýs- ingar á netinu réttar. Ræddu við barnið um hvernig megi sannreyna upplýsingar, til dæmis með því að skoða mismunandi vefsíður um sama efni, kanna hver reki vefsíðuna (t.d. einstaklingur, fyrirtæki eða stofnun) og hvernig hægt sé að greina milli auglýs- inga og upplýsinga. Börn geta fyrir tilviljun rekist á vefsíður sem ætlaðar eru fullorðnum. Höfum jafnframt í huga að börn eru gjarnan forvitin um það sem er bannað og leita því stundum vísvitandi að slíkum vefsíðum. Reynum að nota slík tilvik sem tækifæri til að ræða málin og setja reglur um leit á netinu. Það er mjög mikilvægt að við tilkynnum strax til réttra aðila ef við rekumst á efni sem við teljum að sé ólöglegt eða skaðlegt. Þannig drögum við úr ólöglegri starfsemi á netinu eins og til dæmis kynferðisofbeldi gegn börnum eða tilraunum til að tæla þau á félagsnetsíðum, spjallrásum, í tölvupósti eða með smáskilaboðum (SMS) til að hitta ókunnuga ellegar brjóta lög. Netsiðir eru mannasiðir á netinu og rétt eins og óformlegar siðareglur gilda í daglegu lífi segja óformlegar siðareglur til um hvernig fólki ber að haga sér á netinu. Þessar reglur snúast meðal annars um kurteisi, virðingu, umburðarlyndi og gott og rétt mál. Einelti er einnig orðið algengt á netinu og mikilvægt er að allir geri sér grein fyrir hve alvarlega afleiðingar það getur haft í för með sér. Hvorki fullorðnir né börn eiga að lesa tölvupóst annarra eða nota efni sem ekki má afrita. Forsenda þess að þú getir leiðbeint barni þínu um netnotkun er að þú vitir hvernig það notar netið og hverju það hefur gaman að. Láttu barnið sýna þér hvaða vefsíður það skoðar gjarnan og hvað það gerir þar. Ef þú aflar þér tæknilegrar þekkingar aukast líkur á að þú takir skynsamlegar ákvarðanir um netnotkun barnsins þíns. Að auki geta foreldrar og börn átt saman góðar stundir við leik og upplýs- ingaöflun á netinu. Netið er auðlind sem vert er að nýta sér. Með eftirliti og góðri leiðsögn getur barnið þitt til dæmis mótað jákvæða sjálfsmynd, hitt áhugavert fólk, komið skoðunum og hugmyndum á framfæri, sótt upplýsingar og margvíslegan fróðleik. Semjið við barnið um netnotkun þess. Reglurnar gætu til dæmis snúist um eftirfarandi atriði: >> Hvernig fara á með persónulegar upplýsingar (nafn, heimilisfang, símanúmer, netfang) >> Að lykilorð eru einkamál >> Hvernig koma á fram við aðra á netinu (spjall, tölvupóstur, skilaboð) >> Hversu langan tíma er leyfilegt að vera á netinu hverju sinni >> Hvers konar vefsíður fjölskyldan sættir sig við >> Myndbirtingar >> Rafrænt einelti Margar vefsíður krefjast persónulegra upplýsinga um notanda áður en hægt er að skoða efni þeirra. Þess vegna er mikilvægt að barnið viti hvenær er í lagi að veita persónulegar upplýsingar og þá hvaða. Einföld regla er að barnið gefi aldrei upp persónu- legar upplýsingar án leyfis foreldris. Netið getur verið kjörinn vettvangur fyrir börn til að kynnast öðrum börnum. Hins vegar er ekki ráðlegt að þau hitti einhvern sem þau kynnast á netinu nema í fylgd með foreldri eða öðrum fullorðnum. Dæmi eru um að börn hafi lent í vandræðum þegar þau hitta netvin einsömul og viðkomandi reynist annar en hann/hún sagðist vera.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.