Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.06.2009, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 20.06.2009, Qupperneq 72
52 20. júní 2009 LAUGARDAGUR HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handbolta hélt í morgun utan til Eistlands þar sem liðið mun mæta heimamönnum í lokaumferð undan- keppninnar fyrir EM í hand- bolta en úrslitakeppnin fer fram í Austur ríki á næsta ári. Ísland er þegar búið að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum en þarf engu að síður helst á sigri að halda til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Liðið er þó mikið breytt og aðeins fimm leikmenn í hópnum nú sem fóru einnig á Ólympíuleik- ana í Peking. „Þetta eru ótrúlegar miklar breytingar á hópnum, bara frá síð- asta leik,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari. „En ég hef fulla trú á þeim strákum sem eru að koma inn í hópinn nú en þeir fá nú tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Þetta verður þó alls ekki auðveldur leikur enda Eistlending- ar með vel mannað lið sem hefur staðið sig vel á heimavelli.“ Snorri Steinn Guðjónsson og Róbert Gunnarsson fá nú frí og Guðjón Valur Sigurðsson er búinn að gangast undir aðgerð vegna meiðsla. Í staðinn koma þeir Kári Kristj- án Kristjánsson og Fannar Frið- geirsson inn í hópinn auk þess sem Stefán Baldvin Stefánsson og Andri Stefan Guðrúnarson fá stærra hlutverk nú. Snorri Steinn hefur verið að jafna sig eftir meiðsli en Róbert fær frí eftir langt tímabil. „Hann var á síðustu dropunum,“ sagði Guðmundur. Ísland hefur farið taplaust í gegnum leiki sína í undankeppn- inni og dugir að öllum líkindum eins marks sigur á morgun til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Ísland vann Makedóníu nú á mið- vikudaginn og gerði þar áður jafn- tefli við Noreg eftir að hafa verið yfir allan leikinn. Guðmundur segir að gott gengi liðsins hafi vissulega komið sér þægilega á óvart. „Ég get ekki neitað því. Það er mikil óvissa sem fylgir því að tefla alltaf fram nýju liði í hverjum leik. Ég hafði þó alltaf tilfinningu fyrir því að þeir gætu klárað þetta.“ Hann segir það ekkert vafamál að landsliðið sé að græða nú á að hafa verið með B-landsliðsverk- efni, svokallað 2012-landslið, í full- um gangi síðan í haust. „Það snýst fyrst og fremst um að breikka hjá okkur leikmanna- hópinn sem við höfum meðvitað verið að gera. Við höfum þurft að sækja mikið í þennan hóp vegna meiðsla lykilmanna í landsliðinu.“ Eftir leikinn á morgun tekur við langþráð sumarfrí hjá Guðmundi og félögum. „Þá getur maður loks- ins farið að anda. Þetta er búin að vera mikil törn og mikið álag en alveg frábært engu að síður.“ Hann segir að tímabilið sem nú er að ljúka sé það besta síðan hann gerðist þjálfari. Ísland náði frægu silfri á Ólympíuleikunum og hefur haldið dampi og vel það nú í vetur þrátt fyrir mikil skakkaföll í leik- mannahópnum. „Okkur gekk bæði vel í æfinga- leikjunum við Þjóðverja sem og í leikjum okkar í janúar. Síðan hefur líka gengið mjög vel í undankeppn- inni. Það var auðvitað mjög svekkj- andi að vinna ekki Noreg um dag- inn þar sem við áttum það innilega skilið. En okkur tókst að hefna ófaranna gegn Makedóníu og þá gleymdum við hinum leiknum.“ Leikurinn hefst klukkan 15 á morgun og verður í beinni útsend- ingu á RÚV. eirikur@frettabladid.is Ótrúlegri handboltavertíð að ljúka Ísland mætir á morgun Eistlandi í lokaumferð undankeppni EM í handbolta en lokakeppnin fer fram á næsta ári. Þar með lýkur handboltavertíð sem hófst með undirbúningi fyrir Ólympíuleikana í Peking. LANDSLIÐSÞJÁLFARINN Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum mönnum gegn Makedóníu á miðvikudaginn var. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Fjalar Þorgeirsson þurfti að fara meiddur af velli í hálfleik í leik Fylkis og Stjörn- unnar í bikarkeppni karla á fimmtudagskvöldið. Hann sagði þó meiðslin ekki alvarleg en óvíst hvort hann geti spilað með Fylki gegn Grindavík á morgun. „Ég var í raun meiddur fyrir leikinn og hefði hugsanlega ekki átt að spila. Ég er víst eitthvað slæmur í festingum sem liggja í kviðarveggnum og þarf bara að hvíla mig til að leyfa þessu að jafna sig. Ég var orðinn slæmur í leiknum gegn Stjörnunni strax í upphafi.“ - esá Fjalar Þorgeirsson: Meiðslin ekki alvarleg FJALAR Gæti spilað með Fylki á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LANDSLIÐ ÍSLANDS Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson Hreiðar Guðmundsson Aðrir leikmenn: Alexander Petersson Andri Stefan Guðrúnarson Fannar Friðgeirsson Heiðmar Felixsson Ingimundur Ingimundarson Kári Kristján Kristjánsson Ragnar Óskarsson Sigurbergur Sveinsson Stefán Baldvin Stefánsson Sverre Jakobsson Vignir Svavarsson Þórir Ólafsson Er ekki upplagt að koma við hjá okkur á milli veiðistaða í sumar? Nánari upplýsingar um opnunartíma og sýningar í stöðvum í sumar eru á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000. P IP A R • S ÍA • 9 10 82 Frábært land til ferða- laga! Velkomin á sýningar Landsvirkjunar: Dimmir hratt á draugaslóð Blöndustöð : Andlit Þjórsdæla Búrfellsstöð Afl úr iðrum jarðar Kröflustöð : Hvað er með Ásum? Laxárstöð List Kristjönu Samper Ljósafossstöð : Orkan frá Kárahnjúkum Végarði Stöðvar Landsvirkjunar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar. Aðgangur er ókeypis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.