Fréttablaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 2
2 25. júní 2009 FIMMTUDAGUR Páll, fór einhver í fangelsi eftir þessa dómgæslu? „Nei, en það hefði eiginlega átt að vera ég fyrir vítaverða dómgæslu.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri lék dómara í knattspyrnuleik í kvikmyndinni Bjarnfreðarson sem fjallar um líf og ævi Georgs Bjarnfreðarsonar. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu stöðvaði kanna- bisræktanir í tveimur húsum í miðborginni í fyrradag. Á öðrum staðnum fundust munir sem taldir eru vera þýfi. Maður á fertugsaldri var hand- tekinn. Á hinum staðnum var jafnframt lagt hald á amfetamín og marijúana. Síðdegis handtók lögreglan mann í austurborginni með fíkniefni. Húsleit var gerð í sama hverfi hjá karlmanni. Hjá honum fannst bæði amfetamín og marijúana. Hann var handtek- inn. Nokkru síðar hafði lögreglan afskipti af manni á sextugsaldri sem reyndist vera með amfetam- ín meðferðis. - jss Kannabisræktanir upprættar: Þrír teknir með amfetamín KANNABISRÆKTUN Lögreglan upprætti tvær ræktanir í miðborginni í fyrradag. VIÐSKIPTI „Ég er mjög spenntur fyrir þessari heimsókn því sjálfur hef ég hug á því að koma á laggirn- ar bakaríi í Úganda,“ segir Apegu Eolu Julius Nelson, en hann var ásamt tólf manna hópi frá Úganda í fyrirtækjaheimsókn hjá Bakaríi Jóa Fel í gær. Hópurinn situr tveggja vikna frumkvöðlanámskeið í Háskólan- um í Reykjavík (HR) en því lýkur í lok þessarar viku. Þá heldur hóp- urinn á heimaslóðir en síðan mun hann fara vítt og breitt um Úganda til að kenna og miðla af þekkingu sinni. „Launin eru afar lág í Úganda og félagsleg aðstoð af skornum skammti,“ segir Apegu Eolu Juli- us. „Þannig að margir reyna að hefja einhvers konar rekstur með- fram starfi sínu til að drýgja tekj- urnar. En þar sem fólk hefur ekki fengið neina tilsögn við það hvern- ig á að koma fyrirtæki af stað fara flest þessara fyrirtækja fljótlega á hausinn. Svo eru stjórnvöld að reyna að fá erlenda fjárfesta til að láta til sín taka í Úganda en þá ríður á að heimamenn tileinki sér vinnubrögð sem erlendir fjárfest- ar þekkja, eins og til dæmis að vinna að viðskiptaáætlunum og svo framvegis þannig að það er mikil þörf fyrir þessa þekkingu í Úganda.“ Apegu Eolu Julius hefur gefið út bók í heimalandi sínu um frum- kvöðlafræði en hann á og rekur einnig útgáfufyrirtækið Masterm- ind Publishers Limited. „Ég fékk engan til að gefa bókina út svo ég stofnaði útgáfufyrirtæki og gerði það sjálfur en fékk þó stórfyrir- tæki til liðs við mig.“ En hann segist vera rétt að byrja. „Ég ætla að opna bakarí sem yrði aðeins fyrsta skrefið á mikl- um veitingarekstri,“ segir hann. „Ég er í sambandi við bændur sem geta skaffað mestallt hráefnið.“ Vonir standa til að það verði opnað í ágúst en síðan vill hann opna veitingastaði sem eru opnir leng- ur og bjóða upp á betri þjónustu en almennt þekkist í Úganda. Lóa Ingvarsdóttir, forstöðumað- ur Opna háskólans í HR, segir hóp- inn þegar hafa farið í heimsókn- ir í Bláa lónið og Kaffitár. „Það er mjög gaman að sjá hvernig þau virðast sjá tækifæri í öllum mögu- legum hlutum svo þessi neisti á eflaust eftir að tendra mörg bál í viðskiptalífinu,“ segir hún. Hópurinn kemur til landsins á vegum Þróunarsamvinnustofnun- ar Íslands sem styrkir verkefnið. jse@frettabladid.is Flytja boðskapinn um nær allt Úganda Tólf Úgandabúar nema frumkvöðlafræði hér á landi og munu síðan miðla af þekkingu sinni víða um heimalandið. Einn af þeim sem heimsótti Bakarí Jóa Fel í gær segist sjálfur ætla að opna bakarí á heimaslóð í ágúst. TEKNIR Í BAKARÍIÐ Apegu Eolu Julius Nelson er hér við hlið Jóhanns Felixsonar í Bakaríi Jóa Fel í gær, ásamt samlöndum sínum og samnemendum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓLK „Ég seldi hringana heim- an frá mér til að byrja með en svo var ég farin að fá það marg- ar fyrirspurnir að ég ákvað að reyna að koma þeim í sölu ann- ars staðar frá,“ segir Steinunn Vala Sigfús- dóttir bygging- arverkfræðing- ur sem gerir það gott eftir að hafa söðlað um og snúið sér að skartgripagerð. Hringar Steinunnar Völu, sem er mörgum kunn úr Gettu betur þar sem hún sinnti stigavörslu, urðu til sem verkefni í Prisma- námi í Listaháskóla Íslands. Mikil eftirspurn hefur verið eftir hringunum og tók Epal þá nýver- ið í sölu. - jma/sjá allt í miðju blaðsins Verkfræðingur söðlar um: Slær í gegn með skartgripi STEINUNN VALA SIGFÚSDÓTTIR Ítrekaður fíkniefnaakstur Tæplega tvítugur piltur hefur verið ákærður fyrir að aka bíl, fimm sinnum, óhæfur til að stjórna honum vegna fíkniefnaneyslu. Í eitt skiptið fann lögregla fíkniefni við leit í bíl hans. DÓMSTÓLAR SAMSKIPTI Frá og með deginum í gær er hægt að nettengjast í Húsadal í Þórsmörk. „Við erum hér í beinni sjónlínu við Fljótshlíð og vorum viss um að fyrst það er símasamband þar hlyti að vera hægt að koma nettengingu hing- að,“ segir Ragnheiður Hauksdótt- ir, staðarhaldari í Húsadal. Því var settur upp sendir í Fljótshlíð- inni og móttakari í Þórsmörk sem tekinn var í notkun í gær. Heitur reitur verður í skálanum í Húsa- dal sem þýðir að fólk fær þráð- lausa nettengingu fyrir fartölv- ur sínar. En vill fólk ekki vera laust við nútímatækni á þessum stað? „Nei, fólk vill geta komist í samband, til dæmis þeir sem eru að taka myndir vilja getað hlaðið þeim inn á síður sínar meðan þeir eru hérna,“ segir staðarhaldarinn. Enn ein nýjung hefur orðið til að tengja Húsadalinn frekar við umheiminn. „Það hefur verið svo mikill hræðsluáróður gagnvart Krossánni að við ákváðum að bjóða fólki upp á það að hringja í okkur þegar það kemur að ánni en þá sendum við bíl sem getur lóðsað ökumenn yfir ána eða þá að bílstjóri frá okkur keyrir bíl gestanna yfir. Það eru talsvert margir búnir að nýta sér þetta. - jse Nettengingu var komið á í Þórsmörk í gær og boðið er upp á aðstoð yfir Krossá: Heitur reitur í óbyggðum Tveggja bíla árekstur Árekstur varð á Hringbraut við Þjóð- arbókhlöðu þegar tveir jeppar skullu saman um áttaleytið í gærkvöldi. Engin alvarleg slys urðu á fólki. LÖGREGLUFRÉTTIR Í MIÐRI Á Nú býðst mönnum aðstoð við að fara yfir Krossá en það getur reynst ókunnugum hin þyngsta þraut. MYND/JAK STJÓRNMÁL Samningar náðust á milli Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks um áframhaldandi meirihlutasamstarf í Kópavogi í gær. Sjálfstæðismenn gengu að kröfum Framsóknarflokksins sem settar voru fram á mánudag. Meðal þeirra var að endur- samið yrði um samstarfið myndi Gunnar Birgisson snúa aftur í bæjarstjórn. Gunnsteinn Sigurðs- son tekur við sem bæjarstjóri af Gunnari á næsta fundi bæjar- stjórnar. Gunnar hafði áður sagt að hann hygðist snúa aftur í bæj- arstjórn að rannsókn á lánum Líf- eyrissjóðs starfsmanna Kópa- vogsbæjar lokinni. - kóp Bæjarstjórn í Kópavogi: Samið um meirihlutann BÆJARSTJÓRINN Gunnsteinn Sigurðsson verður bæjarstjóri Kópavogs á næsta fundi bæjarstjórnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN EFNAHAGSMÁL „Forseti ASÍ og for- maður SA ákváðu í beinni útsend- ingu að við hefðum slitið við- ræðum,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sem segir opinbera starfs- menn fráleitt hafa slitið viðræðum um stöðugleikasáttmála í gær. Um kvöldmatarleytið bárust fregnir af því að opinberir starfs- menn hefðu sagt sig frá viðræð- um og rætt var við fulltrúa ASÍ og SA sem staðfestu það. Eiríkur segir að menn hafi verið ósam- mála um áherslur og sérkennilegt sé hjá ASÍ og SA að lýsa því yfir að opinberir starfsmenn hafi slit- ið viðræðum, eingöngu vegna þess að þeir voru ekki á sömu skoðun og samböndin tvö. „Fulltrúar opinberra starfs- manna vildu ekki binda hendur ríkisstjórnarinnar inn í framtíðina með því að fyrirfram væri ákveðið hvert hlutfall skatta og tilfærslna væri,“ segir Eiríkur. ASÍ og SA hafi talið það óviðunandi. Þegar opinberir starfsmenn hafi yfirgefið Karphúsið klukkan 18 hafi þeir ákveðið að þetta hefði engin áhrif á þeirra markmið og unnið yrði að kjarasamningum á þessum nótum. „Þessi meintu slit komu okkur því í opna skjöldu.“ Jóhanna Sigurðardóttir forsæt- isráðherra kallaði samningsaðila í Stjórnarráðið í gær og kynnti þeim sáttatillögu. Hún verður kynnt í baklandi samtakanna í dag og síðan verður fundað í Karphúsinu klukkan 11. „Þá kemur í ljós hvort við höfum eitthvað í höndunum til að skrifa undir þegar líður á dag- inn,“ segir Eiríkur. - kóp Reynt að skrifa undir stöðugleikasáttmála í dag eftir sáttatillögu forsætisráðherra: Viðræðum slitið fyrir annarra hönd STAÐAN RÆDD Þingað hefur verið í Karphúsinu undanfarna daga. Félög munu ræða tillögu forsætisráðherra í baklandinu í dag og nái menn saman verður skrifað undir samninginn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN EFNAHAGSMÁL Seðlabanki Banda- ríkjanna ákvað að halda stýri- vöxtum óbreyttum á fundi sínum í gær. Stýrivextir bankans verða því áfram á bilinu frá 0 til 0,25 pró- sent og hafa haldist óbreyttir frá því í desember á síðasta ári. Bankinn gerir ráð fyrir að vext- ir munu haldast á svipuðu reki í einhvern tíma til viðbótar. Í tilkynningu bankans kom fram að það séu merki um bata í Bandaríkjunum þrátt fyrir að hagkerfið sé enn mjög veikt. Fjármálamarkaðir séu orðnir stöðugri en áður auk þess sem bankinn telur að aðgerðapakki stjórnvalda muni stuðla að aukn- um hagvexti á næstunni. - bþa Betri horfur í Bandaríkjunum: Óbreyttir vextir VIÐSKIPTI Embætti sérstaks sak- sóknara er að rannsaka umfangs- miklar fjárfestingar Karls Wernerssonar og Steingríms Wernerssonar í gegnum Sjóvá og Milestone. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Umfangsmikil viðskipti þeirra bræðra eru nú til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksókn- ara. Enginn hefur verið kallaður til yfirheyrslu vegna rannsókn- arinnar. Í gær var tilkynnt um að Sjóvá hafi tapað 3,2 milljörð- um króna á því að rifta kaupum Mile stone á 68 lúxusíbúðum Hong Kong. Karl og Steingrímur festu kaup á Sjóvá árið 2006. - bþa Sjóvá tapar milljörðum: Wernersbræður til rannsóknar SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.