Fréttablaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 25. júní 2009 31
Breska Þjóðleikhúsið hefur
pantað leikverk fyrir Lyttelt-
on-sviðið frá David Hare um
fjármálakreppuna. Það á að
vera tilbúið
til æfinga í
haust. Hare
hefur áður
fengið pant-
anir frá NT;
síðast samdi
hann verk
um Íraks-
stríðið eftir
pöntun. Þar
áður hafði
hann lagt
fyrir sig stór verkefni; leikverk
um fjármál flokkanna, bresku
biskupakirkjuna, þjóðnýtingu
járnbrauta og dómskerfið. Í einu
fárra verka sem hér hafa verið
flutt eftir hann, Amy‘s View, tók
hann til meðal annars skoðunar
svikaskema í kringum Lloyd‘s-
tryggingafélagið sem fór illa
með sparifjáreigendur.
Hér á landi hefur fjármála-
kreppan líka kallað á hug leik-
skáldanna. Í fyrstu úthlutun
Prologus fékk Bjarni Jónsson
styrk til að vinna verk sem átti
að gerast í aðför kreppunnar.
Ekki er ljóst á þessu stigi hvort
og hvenær það kemst á svið. - pbb
Kreppuleikir
Nína Margrét Grímsdóttir
píanóleikari varði hinn 2. júní
sl. doktorsritgerð sína við tón-
listardeild Graduate Center of
the City University of New York.
Andmælandi
var dr. Sylv-
ia Kahan,
prófessor
í píanóleik
og tónlistar-
fræðum við
CUNY Grad-
uate Center
og College of
Staten Island.
Titill doktors-
ritgerðarinn-
ar er: „The
Piano Works of Páll Ísólfsson
(1893-1974) – A Diverse Collect-
ion.“
Ritgerðin birtir frumrann-
sóknir á píanóverkum Páls
Ísólfssonar frá tónlistarfræði-
legu- og tónlistarsögulegu sjón-
armiði, þ.m.t. frumbirtingar
átta handrita auk handritsút-
gáfu Tilbrigða um sönglag eftir
Ísólf Pálsson. Ritgerðinni fylg-
ir geisladiskur með píanóverk-
um Páls Ísólfssonar sem Nína
Margrét hljóðritaði fyrir BIS
Records í Svíþjóð árið 2001 og
tilnefndur var til Íslensku tón-
listarverðlaunanna sama ár.
Nína Margrét starfar við
píanóleik og kennir við Listahá-
skóla Íslands og Tónlistarskól-
ann í Reykjavík. Hún er gift
Styrkári Hendrikssyni, for-
stöðumanni markaðsviðskipta
hjá MP Banka, og eiga þau einn
son, Kjartan Örn.
Nína doktor
DAVID HARE
NÍNA MARGRÉT
GRÍMSDÓTTIR
Út er komin bókin Íslenskar lækn-ingajurtir eftir grasafræðinginn
Arnbjörgu L. Jóhannsdóttur. Bók þessi
hefur verið ófáanleg um árabil en
fyrsta prentun
hennar kom út
árið 1992. Grasa-
lækningar hafa
verið stundaðar
frá alda öðli en
elstu heimildir
um þær eru yfir
5000 ára gamlar.
Í íslenskri náttúru
má finna fjölda
gagnlegra jurta
sem nýst geta gegn ýmsum kvillum. Í
bókinni er gerð grein fyrir lækninga-
mætti jurtanna og hvernig má nýta
þær sér til heilsubótar. Fjallað er um
einkenni jurtanna og hvar þær er að
finna, hvaða hlutar þeirra nýtast best
til lækninga, virk efni í þeim og áhrif
þeirra á mannslíkamann og gegn
hvaða kvillum jurtalyf hafa reynst
best. Auk þess prýða bókina á annað
hundrað ljósmyndir í lit af öllum jurt-
um. Þá er enn fremur sagt frá úrvali
erlendra lækningajurta sem auðvelt er
að rækta í íslenskum görðum og gróð-
urskálum. Arnbjörg Linda hefur starfað
sem jurtaráðgjafi á Íslandi og Englandi
um árabil. Hún lærði grasalækningar í
The School of Phytotherapy á Englandi
og síðar óhefðbundnar lækningar og
nálastungur í The International School
of Oriental Medicine á Englandi. Mál
og menning gefur út.
Bókin um allt eftir Guus Kuijer er komin út á forlagi Barnabóka-
útgáfunnar. Bókin um allt kom út í
Hollandi 2005 og hefur verið þýdd
á fjölda tungu-
mála. Hún þykir
veita einstaka
sýn í hugsanir
og tilfinningar
níu ára drengs
sem þarf að
þola harðræði
á heimili sínu.
Sagan gerist
í Amsterdam
1951 á þeim
tíma þegar Hollendingar voru að
gera upp sambúð sína við her-
námslið þýska hersins. Tómas er að
fóta sig í tilverunni á þessum erfiða
tíma. Hann sér margt sem aðrir sjá
ekki og skrifar um reynslu sína í
stílabók. Óvæntur vinur verður til
að frelsa hann úr viðjum óttans og
hann lærir að verða hamingjusam-
ur. Árni Árnason þýddi en bókin
höfðar bæði til barna og fullorð-
inna.
Einar Már Guðmundsson er meðal okkar virtustu rithöfunda
en í nýjasta verki hans kveður
við nýjan tón. Hvíta bókin er
eftirtektarvert rit frá framúr-
skarandi höfundi sem kryfur
ástand samfélagsins og
hvetur þjóðina til betri verka.
Bókin kemur út í dag á
forlagi Máls og menn-
ingar. Hvíta bókin
er, segir í kynningu
útgefanda, fjörug
og fyndin bók en
um leið miskunn-
arlaus í lýsingu
sinni á íslensku
samfélagi og þróun þess á undan-
förnum árum; hún fer vítt um í tíma
og rúmi, blandar saman persónu-
legum minningum höfundarins og
köflum úr stjórnmálasögu heimsins,
rokkmúsík og efnahagsumræðu,
pólitík og bókmenntum, samfélags-
gagnrýni og hollum mannskilningi.
Einar Már hlífir engum, hvorki til
hægri né vinstri, og spyr óþægi-
legra spurninga, ekki ólíkt barn-
inu í sögunni sem velti fyrir sér
hvers vegna keisarinn væri ekki
í neinum fötum. Kveikjan að
bókinni var ögrandi skrif Einars
í Morgunblaðið fyrstu vikurnar
eftir hrunið síðasta haust,
en þau vöktu mikla athygli
hér heima og erlendis
og rötuðu m.a. á síður
Information í Danmörku
og Gautaborgarpóstsins í
Svíþjóð.
NÝJAR BÆKUR
ALPARNIR
Íslensku