Fréttablaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 25. júní 2009 31 Breska Þjóðleikhúsið hefur pantað leikverk fyrir Lyttelt- on-sviðið frá David Hare um fjármálakreppuna. Það á að vera tilbúið til æfinga í haust. Hare hefur áður fengið pant- anir frá NT; síðast samdi hann verk um Íraks- stríðið eftir pöntun. Þar áður hafði hann lagt fyrir sig stór verkefni; leikverk um fjármál flokkanna, bresku biskupakirkjuna, þjóðnýtingu járnbrauta og dómskerfið. Í einu fárra verka sem hér hafa verið flutt eftir hann, Amy‘s View, tók hann til meðal annars skoðunar svikaskema í kringum Lloyd‘s- tryggingafélagið sem fór illa með sparifjáreigendur. Hér á landi hefur fjármála- kreppan líka kallað á hug leik- skáldanna. Í fyrstu úthlutun Prologus fékk Bjarni Jónsson styrk til að vinna verk sem átti að gerast í aðför kreppunnar. Ekki er ljóst á þessu stigi hvort og hvenær það kemst á svið. - pbb Kreppuleikir Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari varði hinn 2. júní sl. doktorsritgerð sína við tón- listardeild Graduate Center of the City University of New York. Andmælandi var dr. Sylv- ia Kahan, prófessor í píanóleik og tónlistar- fræðum við CUNY Grad- uate Center og College of Staten Island. Titill doktors- ritgerðarinn- ar er: „The Piano Works of Páll Ísólfsson (1893-1974) – A Diverse Collect- ion.“ Ritgerðin birtir frumrann- sóknir á píanóverkum Páls Ísólfssonar frá tónlistarfræði- legu- og tónlistarsögulegu sjón- armiði, þ.m.t. frumbirtingar átta handrita auk handritsút- gáfu Tilbrigða um sönglag eftir Ísólf Pálsson. Ritgerðinni fylg- ir geisladiskur með píanóverk- um Páls Ísólfssonar sem Nína Margrét hljóðritaði fyrir BIS Records í Svíþjóð árið 2001 og tilnefndur var til Íslensku tón- listarverðlaunanna sama ár. Nína Margrét starfar við píanóleik og kennir við Listahá- skóla Íslands og Tónlistarskól- ann í Reykjavík. Hún er gift Styrkári Hendrikssyni, for- stöðumanni markaðsviðskipta hjá MP Banka, og eiga þau einn son, Kjartan Örn. Nína doktor DAVID HARE NÍNA MARGRÉT GRÍMSDÓTTIR Út er komin bókin Íslenskar lækn-ingajurtir eftir grasafræðinginn Arnbjörgu L. Jóhannsdóttur. Bók þessi hefur verið ófáanleg um árabil en fyrsta prentun hennar kom út árið 1992. Grasa- lækningar hafa verið stundaðar frá alda öðli en elstu heimildir um þær eru yfir 5000 ára gamlar. Í íslenskri náttúru má finna fjölda gagnlegra jurta sem nýst geta gegn ýmsum kvillum. Í bókinni er gerð grein fyrir lækninga- mætti jurtanna og hvernig má nýta þær sér til heilsubótar. Fjallað er um einkenni jurtanna og hvar þær er að finna, hvaða hlutar þeirra nýtast best til lækninga, virk efni í þeim og áhrif þeirra á mannslíkamann og gegn hvaða kvillum jurtalyf hafa reynst best. Auk þess prýða bókina á annað hundrað ljósmyndir í lit af öllum jurt- um. Þá er enn fremur sagt frá úrvali erlendra lækningajurta sem auðvelt er að rækta í íslenskum görðum og gróð- urskálum. Arnbjörg Linda hefur starfað sem jurtaráðgjafi á Íslandi og Englandi um árabil. Hún lærði grasalækningar í The School of Phytotherapy á Englandi og síðar óhefðbundnar lækningar og nálastungur í The International School of Oriental Medicine á Englandi. Mál og menning gefur út. Bókin um allt eftir Guus Kuijer er komin út á forlagi Barnabóka- útgáfunnar. Bókin um allt kom út í Hollandi 2005 og hefur verið þýdd á fjölda tungu- mála. Hún þykir veita einstaka sýn í hugsanir og tilfinningar níu ára drengs sem þarf að þola harðræði á heimili sínu. Sagan gerist í Amsterdam 1951 á þeim tíma þegar Hollendingar voru að gera upp sambúð sína við her- námslið þýska hersins. Tómas er að fóta sig í tilverunni á þessum erfiða tíma. Hann sér margt sem aðrir sjá ekki og skrifar um reynslu sína í stílabók. Óvæntur vinur verður til að frelsa hann úr viðjum óttans og hann lærir að verða hamingjusam- ur. Árni Árnason þýddi en bókin höfðar bæði til barna og fullorð- inna. Einar Már Guðmundsson er meðal okkar virtustu rithöfunda en í nýjasta verki hans kveður við nýjan tón. Hvíta bókin er eftirtektarvert rit frá framúr- skarandi höfundi sem kryfur ástand samfélagsins og hvetur þjóðina til betri verka. Bókin kemur út í dag á forlagi Máls og menn- ingar. Hvíta bókin er, segir í kynningu útgefanda, fjörug og fyndin bók en um leið miskunn- arlaus í lýsingu sinni á íslensku samfélagi og þróun þess á undan- förnum árum; hún fer vítt um í tíma og rúmi, blandar saman persónu- legum minningum höfundarins og köflum úr stjórnmálasögu heimsins, rokkmúsík og efnahagsumræðu, pólitík og bókmenntum, samfélags- gagnrýni og hollum mannskilningi. Einar Már hlífir engum, hvorki til hægri né vinstri, og spyr óþægi- legra spurninga, ekki ólíkt barn- inu í sögunni sem velti fyrir sér hvers vegna keisarinn væri ekki í neinum fötum. Kveikjan að bókinni var ögrandi skrif Einars í Morgunblaðið fyrstu vikurnar eftir hrunið síðasta haust, en þau vöktu mikla athygli hér heima og erlendis og rötuðu m.a. á síður Information í Danmörku og Gautaborgarpóstsins í Svíþjóð. NÝJAR BÆKUR ALPARNIR Íslensku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.