Fréttablaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 12
12 25. júní 2009 FIMMTUDAGUR
Stofnun eignaumsýslufélags
sem taka á við ríkisbönkun-
um þremur og lífvænlegum
fyrirtækjum hefur tekið
of langan tíma. Mats Jo-
sefsson, sænskur ráðgjafi
ríkisstjórnarinnar um end-
urreisn bankakerfisins hér,
segir viðbrögð fólks eins
um allan heim í kjölfar þess
að fjármálakerfið hrynur.
Hann segir hrun efnahags-
lífsins hér það svartasta
sem hann hafi séð.
„Fólk hefur brugðist eins við
bankakreppum um allan heim.
Fyrst kennir það bankastjórun-
um um að efnahagslífið hefur
farið á hliðina. Síðan stjórnmála-
mönnum, endurskoðendum, fjár-
málayfirvöldum, seðlabanka og
fjölmiðlum fyrir að ganga ekki
nógu harkalega fram. En það eru
alltaf bankastjórnirnar og yfir-
menn bankanna sem á endanum
bera ábyrgðina á viðskiptalegum
ákvörðunum,“ segir Mats Josefs-
son, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar
um endurreisn bankakerfisins.
Mats Josefsson kom að endur-
reisn sænsku bankanna í byrjun
tíunda áratugar síðustu aldar. Þá
var búið til módel sem unnið var
eftir og hefur verið afritað með
góðum árangri víða um heim.
Í kjölfar þess að íslenska ríkið
tók bankana yfir í október í fyrra
var samið um að Mats veitti rík-
isstjórninni ráðgjöf sína. Frá upp-
hafi hefur legið fyrir að unnið
verði eftir hugmynd um að sett
verði á laggirnar eignaumsýslu-
félag á vegum ríkisins sem veiti
bönkunum ráðgjöf vegna mikil-
vægra fyrirtækja sem eiga í mikl-
um rekstrarerfiðleikum. Þá hefur
verið stefnt að því að eignarhalds-
félag verði sett á laggirnar, sem
haldi utan um hlut ríkisins í bönk-
unum.
Hann segir mikilvægt að félög-
in séu óháð stjórnmálunum enda
hætt við að stjórnmálamenn reyni
að hafa áhrif á fyrirtækin sem hið
opinbera á eða rekur. Hann mælir
með því að sérfræðingar um fjár-
málamarkaði stýri eignarhalds-
félagi fjármálafyrirtækjanna en
ekki stjórnmálamenn. Það síðast-
nefnda geti boðið hættunni heim.
„Ég hefði ekkert á móti því ef
erlendir sérfræðingar yrðu kall-
aðir til,“ segir Mats.
Fjármálakerfi á lélegum grunni
Treglega hefur gengið að koma
þessum eignafélögum ríkisins
á koppinn en allt frá í mars hafa
borist af því fréttir frá Alþingi
að jákvæðra frétta sé að vænta.
Mats reiknar með að félagið geti
litið dagsins ljós á næstu vikum:
„Ég skil ekki hvers vegna þetta
hefur tekið svona langan tíma.
Það er betra fyrir alla ef það ger-
ist fyrr en seinna. Allar tafir eru
neikvæðar,“ segir hann. „Síðast-
liðnar tvær til þrjár vikur hafa
verið stigin jákvæð skref. Þetta
eru stór og mikilvæg skref í rétta
átt,“ segir hann.
Í mínum augum er það samt ráð-
gáta hvers vegna fjármálaráðu-
neytið vann ekki hraðar í málinu.
Ráðuneytið er ábyrgt fyrir því.
Þegar bankarnir hrundu og ráðu-
neytið tók þá yfir varð fjármála-
ráðherra yfirmaður þeirra. Því
fylgir ábyrgð. Ég hefði búist við
að hann hefði þá gefið út leiðbein-
ingar eða áætlun um það hvernig
bankarnir ættu að haga sér, breyta
útlánastefnu þeirra, áhættustýr-
ingu og þess háttar. En stjórnvöld
gerðu ekkert.“
Mats telur þó ástæðuna fyrir töf-
unum þá að fáir ef nokkur hafi
áttað sig á þeim vanda sem þjóðin
standi frammi fyrir í kjölfar þess
að bankarnir fóru á hliðina í fyrra-
haust. „Ég hef aldrei heyrt um land
þar sem 90 prósent af fjármála-
kerfinu hrynur. Það er einsdæmi.
Ég hef aldrei séð neitt þvíumlíkt,“
segir Mats og bendir á mikilvægi
þess að setja kostnaðinn við hrunið
í samhengi við stærð hagkerfisins.
Sé það gert komi í ljós skelfilegar
staðreyndir.
Hann segir ekki útilokað að fjár-
málakerfið hér hafi verið byggt
á veikum grunni frá upphafi og
gagnrýnir fyrri ríkisstjórnir fyrir
andvaraleysið. „Maður bjóst við að
stjórnvöld hefðu teiknað upp og
skilgreint hvernig fjármálakerfi
átti að vera hér, hversu margir
bankar gætu starfað hér, hvern-
ig þjónustu þeir áttu að veita og
svo framvegis. Ekkert slíkt virð-
ist hafa verið fyrir hendi og mjög
lítið var gert í þá veru.
Bankasérfræðingurinn sænski
segir gríðarlega erfitt að geta sér
til um kostnaðinn við efnahags-
hrunið. Ef það er þá mögulegt.
„Ég hef séð mat allt frá 40 pró-
sentum til rúmra hundrað pró-
senta af landsframleiðslu. Sjálfur
tel ég kostnaðinn að minnsta kosti
85 prósent af landsframleiðslu. En
í raun vitum við það ekki og kom-
umst ekki til botns í málinu fyrr
en eftir um fjögur ár þegar í ljós
kemur hvað fengist hefur fyrir
eignir bankanna,“ segir hann.
Mats tekur það skýrt fram að
þetta eigi ekki við umræðuna um
Icesave-innlánsreikninga gamla
Landsbankans. Þar komi hann ekk-
ert að málum. Hlutverk hans teng-
ist einungis endurreisn bankakerf-
isins og endurskipulagningu þess.
Hverjir vilja bankana?
Mats Josefsson segir varasamt að
reka bankana í núverandi mynd.
Misvægi á eignastöðu þeirra
gömlu og nýju sem myndaðist við
uppskiptingu þeirra valdi því að
þeir séu reknir með miklu tapi í
hverjum mánuði.
Spurður hvort tap þeirra þriggja
liggi nálægt átta milljörðum króna
á mánuði segir hann það ekki
fjarri lagi.
„Þetta verður að stöðva. Það
er ekki flókið enda verður annað
hvort að auka tekjur eða draga úr
útgjöldum. Það var nauðsynlegt að
gera þetta þegar ríkið tók bankana
yfir en var ekki gert,“ segir hann
og bætir við að enn sé ekki búið að
ákveða í þaula hvernig bankakerfi
muni verða hér á landi í framtíð-
inni.
Mats segir ekki útilokað að end-
urskipulagningu íslensku bank-
anna ljúki innan þriggja ára. Mik-
ilvægt sé að halda samkomulag við
lánardrottna og byggja upp traust
á alþjóðlegum vettvangi. Það sé
mikilvægt eigi að tryggja fjár-
mögnun bankanna í framtíðinni.
Í umræðunni hefur verið að
erlendir lánardrottnar taki yfir
einn bankanna sem nú er í eigu
ríkisins eða að erlendir aðilar
kaupi þá þegar ríkið hyggst setja
þá á markað eftir nokkur ár. Mats
segir það ólíklega þróun í nán-
ustu framtíð. Fyrst verði að reisa
bankana við, laga efnahagsreikn-
ing þeirra og treysta þá á allan
hátt. Svo verði erlendir aðilar að
sjá viðskiptatækifæri hér. Skorti
tækifærin sé harla ólíklegt að
bankarnir komist í eigu erlendra
aðila. „Hagkerfið hér er mjög lítið
í evrópskum samanburði. Bankar
og fjármálafyrirtæki í hópi lánar-
drottna hafa verið treg til að opna
veskið vegna endurskipulagning-
ar bankanna. Þetta eru engin góð-
gerðarsamtök heldur horfa þau á
málið sem hrein viðskipti,“ segir
hann.
Eitt snið – mörg lönd
Mats telur ekki útilokað að end-
urreisn bankakerfisins geti tekið
tiltölulega skamman tíma. Mikil-
vægt sé þó að þingheimur komi sér
saman um leiðir til að reisa efna-
hagslífið við. Slíku var að skipta
í Svíþjóð þegar bankarnir fóru á
hliðina þar fyrir rúmum áratug.
„Stjórnvöld ábyrgðust innstæður
og kröfur lánardrottna. Allir fengu
sitt til baka. Í þessari viku greindi
reyndar lánastofnun sænska rík-
isins frá því að hún hefði hagnast
á endurskipulagningu bankanna.
Það féll því engin kostnaður á ríkið
og skattgreiðendur,“ segir hann.
Mats hefur komið að efna-
hags- og fjármálakreppum víða
um heim. Hann telur upp Lithá-
en, Rússland, Kína, Filippseyjar,
Tyrkland, Taíland og Líbanon.
Sömu sögu er að segja frá banka-
hruninu í Danmörku snemma á
níunda áratug síðustu aldar og í
Noregi um svipað leyti.
Mats efast ekki um að norræna
módelið muni virka hér líkt og
víðar. „Við erum ekki að finna upp
hjólið. Endurreisn banka eru engin
vísindi. Margir þættir eru sam-
eiginlegir en sumt þarf að laga að
aðstæðum. Það er nauðsynlegt að
róa innstæðueigendur og lánar-
drottna bankanna, meta eignir og
tap bankanna, færa eignir á milli
og koma efnahagsreikningi bank-
anna í gott horf,“ segir hann.
Margir sökudólgar
Mats segir reiði fólks í kjölfar
banka- og efnahagshruns skilj-
anlega. Hann hafi upplifað reið-
ina í öllum þeim löndum sem hann
hafi starfað í. „Fólk varð ofsalega
reitt og spurði stjórnendur bank-
anna hvað þeir hefðu verið að gera.
Það vill auðvitað finna sökudólg-
inn og bendir á stjórnmálamenn
fyrir að hafa ekki sett nógu skýr
lög, endurskoðendur fyrir að hafa
ekki látið vita ef þeir sáu eitthvað
gruggugt í í bókum fjármálafyr-
irtækja og fjölmiðla fyrir að hafa
ekki fylgst nógu vel með fjármála-
geiranum og ekki spurt nógu gagn-
rýninna spurninga. Þetta er alls
staðar eins,“ segir hann.
Við snúum okkur að kollega hans
í íslenska bankahruninu, Evu Joly,
ráðgjafa sérstaks saksóknara, sem
hefur verið harðlega gagnrýnd
fyrir að tjá sig opinberlega um þá
sem hún telur sökudólga hrunsins
hér. „Það er alltaf erfitt að sanna
sekt vegna gruns um efnahagsbrot
á borð við þau sem Eva Joly glímir
við,“ segir Mats. „Í Svíþjóð var 500
málum vísað til saksóknara eftir
fall bankanna. Þegar upp var stað-
ið skilaði það litlum árangri. Það er
erfitt að sanna nokkuð á þá grun-
uðu. En það verður að yfirheyra þá
og og leita svara við öllum spurn-
ingunum sem vakna,“ segir hann.
FRÉTTAVIÐTAL: Mats Josefsson
Bankastjórarnir eru alltaf sekir
MATS JOSEFSSON Sænskur bankasérfræðingur gagnrýnir andvaraleysi stjórnvalda þegar fjármálageirinn blés út í byrjun aldarinnar. Svo virðist sem stjórnvöld hafi gleymt að
leggja grunn að fjármálageiranum. Því hafi fátt komið í veg fyrir að hann færi á hliðina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FRÉTTAVIÐTAL
JÓN AÐALSTEINN
BERGSVEINSSON
jab@frettabladid.is
„Besti árangurinn sem ég hef séð
var í Tyrklandi,“ segir Mats Josefs-
son spurður um notkun norræna
módelsins í endurreisn bankakerfa
í kjölfar efnahagshruns. Hann viður-
kennir að þetta hafi komið honum
á óvart.
Efnahagslífið í Tyrklandi fór á hlið-
ina um síðustu aldamót. Fyrir hrunið
voru 72 bankar starfandi í landinu.
Viðskiptahalli hefur aukist hratt.
Þá var spillingin gríðarleg innan
fjármálageirans enda jusu stjórn-
málamenn fjármunum úr bönkum
landsins til fyrirtækja og félaga sem
þeim tengdust.
Ekki bætti úr skák að líran,
gjaldmiðill Tyrkja, var sett á flot
um svipað leyti. Það jók mjög á
efnahagsvandann og gerði hann
illviðráðanlegri.
Mats segir endurreisn fjármálalífs-
ins í Tyrklandi hafa gengið mjög vel
og hratt fyrir sig.
Þá hafi flýtt fyrir endurreisninni
að umskiptin voru gerð fyrir opnum
tjöldum. „Stjórnvöld voru mjög
dugleg við að upplýsa almenning
um gang mála. Þau létu prenta
upplýsingar á blöð fyrir alla hópa
landsins. Sérstakir bæklingar voru
fyrir þá sem kunnu ekki eða voru illa
læsir og ítarlegri upplýsingar fyrir þá
sem það kunnu. Það sem máli skipti
var að stjórnvöld héldu landsmönn-
um upplýstum um gang mála. Það
er nauðsynlegt að umræðan eigi sér
stað á opinberum vettvangi. Sumir
halda að vandamálin hreinlega
hverfi ef þau eru ekki rædd. Það er
ekki rétt,“ segir Mats Josefsson.
ÁNÆGÐASTUR MEÐ ÁRANGURINN Í TYRKLANDI
TYRKIR Fjármálakerfið í Tyrklandi fór
á hliðina um síðustu aldamót. Mats
Josefsson vann að endurreisn þess.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP