Fréttablaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 24
24 25. júní 2009 FIMMTUDAGUR
UMRÆÐAN
Einar K. Guðfinnsson
skrifar um ríkisstjórn-
ina
Flestir þekkja hina hefðbundnu verka-
skiptingu í stjórnarráð-
inu, sem markast af ráðu-
neytunum. En núna hefur
hins vegar verið fitj-
að upp á nýrri tegund af verka-
skiptingu, sem er að taka á sig
skýrari mynd eftir því sem vik-
unum í stjórnarsamstarfi Vinstri
grænna og Samfylkingar vindur
fram.
Þessi nýja verkaskipting geng-
ur í sem skemmstu máli út á að
ráðherrar skiptast á að lýsa yfir
andstöðu sinni við helstu mál rík-
isstjórnarinnar. Nú þegar hafa
tveir tilteknir ráðherrar greint
frá andstöðu sinni við tvö af
stærstu málum stjórnarinnar og
aðeins mánuður að baki í endur-
nýjuðu stjórnarsamstarfi flokk-
anna. Þetta er efnilegt og lofar
miklu um framhaldið.
Nú bíðum við þess að fleiri
ráðherrar stígi fram á völlinn og
marki sér sess. Að hverjum er nú
röðin komin í þessari nýju verka-
skiptingarhringekju sem leikin er
í ríkisstjórninni? Ögmundur Jón-
asson og Jón Bjarnason hafa tæp-
lega einkarétt á þessum
hlutverkum. Hvaða ráð-
herrar búa sér til sér-
stöðu í niðurskurðartil-
lögum, við fjárlagagerð,
eða við nýja og niður-
skorna samgönguáætlun?
Þetta er verklagið og við
öllu er nú að búast. Ætla
til dæmis ráðherrar Sam-
fylkingarinnar ekki að
taka til við álíka takta?
Þetta hófst allt með
ESB-tillögunni, sem utanríkis-
ráðherrann flutti. Og áður en
sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherrann hafði almennilega
mátað sig í ráðherrastólinn sinn
hafði hann afneitað tillögunni
þrisvar. Síðastliðinn þriðjudag
bætti hann svo um betur og fór
um hana hinum háðuglegustu
orðum í útvarpinu.
Næstur á svið í þessum farsa
var svo heilbrigðisráðherrann.
Kaflinn í verkinu þar sem hann
kemur við sögu er hvorki meira
né minna en sjálft Icesave-málið;
fjárhagsleg skuldbinding fyrir
hönd þjóðarinnar upp á 600 til
700 milljarða króna. Ráðherrann
hefur farið um það mál hinum
hörðustu orðum.
Þá lítur þetta svona út með
verkaskiptinguna þegar hér er
komið sögu: Ögmundur er á móti
Icesave, en með ESB. Jón er á
móti ESB en með Icesave! Svo
bíðum við eftir nýjum útfærsl-
um, með nýjum þátttakendum, í
þessum sýndarleik.
Það eiga svo þessi mál sameig-
inlegt að með ráðherrunum í för
er hópur svonefndra stjórnar-
þingmanna sem með sama hætti
vill að þessi meginfrumvörp rík-
isstjórnarinnar hljóti hrakleg-
an endi og verði að lokum felld á
Alþingi. Flóknara er það ekki.
Og nú er farið að tala um þessa
makalausu stöðu sem eitthvert
sérstakt tákn um ný og lýðræð-
isleg vinnubrögð. Heyr á end-
emi! Dettur einhverjum í hug að
það sé til marks um ný eða lýð-
ræðisleg vinnubrögð þegar rík-
isstjórn er með allt niður um sig
í sínum stærstu málum eins og
hér blasa við allri þjóðinni? Eða
hvernig má það vera að þeim mun
meiri sem tætingsbragurinn sé á
málatilbúnaði ríkisstjórnarinnar,
standi lýðræðið í landinu styrk-
ari fótum?
Höfundur er alþingismaður.
Nýstárleg verkaskipting
Þessi nýja verkaskipting geng-
ur í sem skemmstu máli út á
að ráðherrar skiptast á að lýsa
yfir andstöðu sinni við helstu
mál ríkisstjórnarinnar.
UMRÆÐAN
Rúna Hjaltested Guð-
mundsdóttir skrifar
um íslenskt samfélag
Það ætlar að reynast erfitt að fá nægilega
hæft fólk til starfa hvort
heldur er í ríkisstjórn eða
á Alþingi, að undanskild-
um örfáum einstaklingum. Maður
skyldi ætla að meginmarkmið kjör-
inna fulltrúa þjóðarinnar fælust í
því að vernda hagsmuni hennar
og vinna að þjóðarheill, en það er
hvorki að sjá á núverandi ríkis-
stjórn né þeirri sem á undan sat.
Stjórnmálamenn hafa gefið eignir
þjóðarinnar vinum sínum, komið
þeim og sjálfum sér í þægileg-
ar stöður. Þeir hafa ekki þurft að
standa skil eða bera ábyrgð
á einu eða neinu og almennt
hegðað sér eins og í spilltu
herforingjaríki. Núver-
andi ríkisstjórn er sam-
ansafn af undirlægjum og
virðist tilbúin að gefa land-
ið! Útrásarmafían, stjórn-
málamenn og embættis-
menn hafa komist upp með
það of lengi að vera hinir
„ósnertanlegu“. Grund-
völlur stjórnkerfisins er brostinn
vegna vanhæfis þeirra sem standa
að því.
Á Íslandi hafa óhæfir og spilltir
stjórnmálamenn gert það sem þeim
hefur sýnst. Þeir þvæla á óskiljan-
legu máli, ekki verið látnir svara
fyrir verk sín og virðast ekki gera
sér grein fyrir því að þeir eru ekk-
ert annað en starfsmenn þjóðar-
innar. Samkvæmt því ætti að vera
hægur vandi að láta þá fara frá
ef þeir standa sig ekki í starfi. En
vegna lítils aðhalds þá hafa stjórn-
málamenn alltaf getað treyst á það
að komast upp með næstum hvað
sem er – menn bíða í viku og þá er
allt gleymt. Fjölmiðlar hafa alls
ekki staðið sig eins og skyldi, þeir
hafa ekki vakað yfir þjóðmálunum.
Það þarf að vakta þjóðmálin – ekki
bara í einn dag, heldur alla daga
og stundum vikur eða mánuði. Það
er of algengt að of ungt fólk gegni
fréttamannastörfum, látið fást
við reynda stjórnmálamenn sem
það ræður ekkert við. Hvergi hef
ég séð á erlendum fréttastöðvum
unga krakka í slíkum störfum, þeir
fréttamenn sem fást við harðvítuga
stjórnmálamenn eru yfirleitt þrosk-
að og reynt fólk. En á Íslandi virð-
ast allir geta orðið fjölmiðlamenn
og greinilegt að of litlar kröfur um
hæfi eða þroska eru gerðar. Enda
kannski aðhaldið eftir því.
Að einhverju leyti ber nú þjóð-
in líka ábyrgð á ástandinu, því að
sömu karlar/konur hafa verið kosn-
ir aftur og aftur og þjóðin gerir
afar litlar kröfur um það hvers
konar karlar/konur veljast til starf-
ans. Íslendingar gagnrýna mikið
á öruggum stöðum eins og innan
veggja heimila, en gera allt of lítið
af því að sýna andúð t.d. með fjöl-
mennum mótmælum eða skrif-
um. Líklega má telja tvær ástæð-
ur vera fyrir því – í fyrsta lagi ótti
manna við hefndaraðgerðir þeirra
sem fyrir gagnrýninni verða og í
öðru lagi má nefna þá skoðanakúg-
un sem hér á landi hefur ríkt, sem
felst í því að aðeins ákveðnar skoð-
anir mega heyrast. Gott dæmi um
slíkt eru innflytjendamál. Ekki
mega heyrast áhyggjur manna um
þau mál, þá er umsvifalaust þagg-
að niður í mönnum með því að kalla
þá kynþáttahatara. Einnig er vert
að hugsa um það hvort uppeldi
okkar hefur ekki miðast of mikið
við það að kenna okkur að vera ekki
að gagnrýna of mikið, því þá erum
við bara neikvæð og það er hrika-
lega slæmt.
En gagnrýni er bæði holl og
algerlega nauðsynleg til framfara
í þjóðfélögum. Gagnrýni er nauð-
synleg til að veita t.d. stjórnvöld-
um aðhald og ekki síst til að koma
í veg fyrir spillingu. Líklegt þykir
mér að mönnum finnist nú að betra
hefði verið að vera „neikvæðir“ og
veita aðhald, en vera „jákvæðir“ og
loka augunum fyrir raunveruleik-
anum á sínum tíma. Eftirhyggja er
„dásamlegt“ fyrirbæri!
Höfundur er sagnfræðingur.
Vanhæf ríkisstjórn
RÚNA HJALTESTED
GUÐMUNDSDÓTTIR
UMRÆÐAN
Guðrún Erla Geirsdóttir (Gerla) skrifar
um nýjan borgarlistamann
Í framhaldi af fjármálahruninu hefur átt sér stað umræða um mikilvægi
íslenskrar hönnunar fyrir innlenda
framleiðslu. Í nokkur ár lagði Reykjavík-
urborg sitt af mörkum til að efla hönn-
uði og handverksfólk með styrkjum, sem
úthlutað var af atvinnu- og ferðamála-
nefnd. Meðal þeirra sem styrki hlutu
voru Kirsuberjatréð, Spakmannsspjarir og
Húfur sem hlæja. Nefndin var lögð niður eftir
að málefni atvinnulausra voru færð frá sveitar-
félögum til ríkisins og við það hurfu styrkirnir.
Í breyttu samfélagi er þörf á að taka til endur-
skoðunar áherslur sem töldust góðar og gildar í
einstaklingshyggjuþjóðfélaginu sem við lifðum
í. Að veita fjármagni til hönnunarverkefna er
eitt af því sem æskilegt væri að borgin tæki upp
að nýju. Með því legði hún sitt af mörkum til að
stuðla að uppbyggingu sprotafyrirtækja. Víst
er að sjóður sem hönnuðir og handíðafólk gætu
sótt um styrki til fyrir afmörkuð verkefni mundi
skila góðum árangri í formi nýrra atvinnutæki-
færa.
Í ár var borgarlistamaður Reykjavíkur
útnefndur í þrítugasta sinn. Fulltrúar BÍL og
SÍM í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur
bókuðu að þeir teldu að í stað þess að velja hönn-
uð sem borgarlistamann væri eðlilegra að vera
með sérstök hönnunarverðlaun. Hugmyndin að
velja einnig hönnuð er frá undirritaðri komin, og
mun ég leggja fram formlega tillögu um það að
loknu sumarfríi borgarstjórnar. Innan vébanda
Bandalags íslenskra listamanna eru þrjú þúsund
manns sem starfa við hinar fjölbreyttustu list-
greinar í fjórtán fagfélögum. Borgarlistamenn
hafa m.a. komið úr röðum tónskálda,
myndlistarmanna og rithöfunda. Aðeins
einu sinni hefur leikhúslistamaður hlot-
ið þennan heiður. Víst er að nokkrir úr
hópi þeirra leikara sem í áratugi hafa
sýnt frábæran árangur á sviði og í kvik-
myndum væru vel að titlinum komnir.
Það sama á við um reykvíska myndlist-
armenn sem gert hafa garðinn frægan,
t.d. á Feneyjatvíæringnum, sem og lista-
menn úr öðrum greinum svo sem óperu-
söngvara og dansara.
Á engan hátt er kastað rýrð á hönnuði
þegar fulltrúar BÍL og SÍM lýsa þeirri skoðun
að borgarlistamaður skuli vera úr röðum lista-
manna. Þvert á móti eru þeir sammála undir-
ritaðri um að hönnun sé mjög mikilvæg. Svo
mikilvæg og vaxandi grein að það sé ekki nema
sanngjarnt að hönnuðir geti gengið að því vísu
að einn úr þeirra hópi verði valinn til þess að
taka við heiðursviðurkenningu borgarinnar
árlega. Með framlaginu mundu borgaryfirvöld
sýna á táknrænan hátt að hönnun er metin að
verðleikum. En íslenskir hönnuðir hafa hlotið
viðurkenningar og verðlaun erlendis ekki aðeins
fyrir tískufatnað, heldur einnig húsgögn, hús-
muni, stoðtæki, fiskivogir, flæðilínur og auglýs-
ingar.
Höfundur er myndlistar- og listfræðimenntaður
varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Í takt við breytta tíma
GUÐRÚN ERLA
GEIRSDÓTTIR
EINAR K.
GUÐFINNSSON
Að veita fjármagni til hönnunarverkefna er
eitt af því sem æskilegt væri að borgin tæki
upp að nýju. Með því legði hún sitt af mörk-
um til að stuðla að uppbyggingu sprotafyrir-
tækja.
FYRIR ÞÁ SEM VILJA
MIKLU MEIRA Á MILLI
Þú færð ferska og gómsæta samloku frá Sóma á hverjum degi í næstu verslun.
FERSKAR Í BÚÐIR Á HVERJUM DEGI!
Í Sómahyrnunum er
talsvert meira af áleggi
og fersku grænmeti
en þú átt að venjast
og að sjálfsögðu er
brauðið beint
úr ofninum.