Fréttablaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 42
26 25. júní 2009 FIMMTUDAGUR RICKY GERVAIS BRESKUR GAMANLEIKARI, HAND- RITSHÖFUNDUR OG FRAM- LEIÐANDI ER 48 ÁRA. „Flestir eru stoltir af fæðingarstað sínum en í New York er fólk stolt af því hvar það býr.“ Ricky Gervais er einna þekktastur fyrir gam- anþætti sína The Office sem slegið hafa í gegn bæði í Evrópu og Banda- ríkjunum. Mósambík er sjálf- stætt lýðveldi í Suð- austur-Afríku og liggur austurströnd þess að Indlands- hafi. Mósambík lýsti yfir stofnun sjálf- stæðs ríkis á þess- um degi fyrir 34 árum eftir að hafa verið portúgölsk nýlenda. Landið fékk sjálfstæði eftir vopn- aða baráttu en Mósambík var í bandalagi við Sovétríkin á tímum Kalda stríðsins. Árið 1982 hófst þar borgarastyrjöld sem stóð til árs- ins 1992. Ný stjórnarskrá var sam- þykkt árið 1990 en samkvæmt henni er landið nú lýðræðisrýki. Árið 1994 voru fyrstu frjálsu kosningarnar haldnar í landinu og var Joaquim Chissano kjör- inn forseti með 53 prósent atkvæða. Frá árinu 1995 er Mósambík þó hluti af breska samveldinu, þó svo land- ið hafi ekki verið bresk nýlenda held- ur portúgölsk, en breska samveldið er samband fullvalda ríkja, sem flest öll eru fyrrverandi nýlendur breska heimsveldisins og er Elísabet II þjóð- höfðingi breska samveldisins. Mósambík er eitt fátækasta land heims en þó hefur mikið uppbygg- ingarstarf átt sér þar stað síðustu ár. ÞETTA GERÐIST: 25. JÚNÍ 1975 Mósambík lýsti yfir sjálfstæði timamot@frettabladid.is Frænka okkar, Ása Guðrún Guðjónsdóttir, læknir, lést á heimili sínu, Fannafold 63, Reykjavík. Útförin verður auglýst síðar. Rannveig Anna Hallgrímsdóttir og aðrir aðstandendur. Eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, Jóhann Þorsteinsson frá Miðsitju, Ferjuvaði 9, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. júní kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag nýrnasjúkra. Sólveig Stefánsdóttir Alma María Jóhannsdóttir Eiríkur Jónsson Berglind Jóhannsdóttir Jóhannes Ævar Hilmarsson Freyja Jóhannsdóttir Oddur Sævar Andersson Margrét Jóhannsdóttir Þórhallur Ottesen Gunnhildur Jóhannsdóttir Stefán Ingvar Stefánsson Stefán Sturla Sigurjónsson Petra Högnas Sigurfinnur Sigurjónsson Elsa Björk Pétursdóttir Kristján Sigurjónsson Lena Lindegarth barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Ágústa Sigurjónsdóttir, frá Lambalæk, Kirkjuhvoli Hvolsvelli, andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 17. júní. Útförin fer fram frá Breiðabólsstaðarkirkju föstudaginn 26. júní kl. 15.00. Guðmundur Gunnarsson Gunnar Guðmundsson Björg Sigurjónsdóttir Guðbjörg Guðmundsdóttir Sæmundur Holgersson Hákon Mar Guðmundsson Jónína Gróa Hermannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, Valgerður Þorsteinsdóttir, Skógarbæ, Árskógum 2, Reykjavík, sem lést föstudaginn 19. júní verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 26. júní kl. 15.00 Þorsteinn A. Jónsson Martha Á. Hjálmarsdóttir Helgi Jónsson Jónína Sturludóttir Þórður Jónsson Jytte Fogtmann barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra móðir, Fanney Magnúsdóttir lést á Sólvangi Hafnarfirði mánudaginn 22. júní. Anna Magnea Ólafsdóttir Tryggvi Ólafsson Lára Ólafsdóttir Okkar ástkæri Rafn Benediktsson Sléttuvegi 9B, Reykjavík er látinn. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hulda Hjaltadóttir Baldur Rafnsson Elinóra Kristín Guðjónsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson Brynhildur Björk Rafnsdóttir Sigursteinn Magnússon Arnheiður Edda Rafnsdóttir Erling Erlingsson Benedikt Rafn Rafnsson Magnea Sif Agnarsdóttir Laufey Björg Rafnsdóttir Justin Henry Rebbeck Hjalti Reynisson Jóna Birna Reynisdóttir Arnar Reynisson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri, Hjalti Þór Kjartansson, sem varð bráðkvaddur að heimili sínu Lóurima 14, Selfossi þann 12. júní síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 27. júní kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á SÁÁ. Sigríður Haraldsdóttir Óskar Jóhann Björnsson Kjartan Ólason Andrés Pálmarsson Haraldur Óli Kjartansson Guðrún Helga Andrésdóttir Magnús Arnar Andrésson. Okkar innilegustu þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og kærleika við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, Halldóru Guðmundsdóttur Hlyngerði 12, Reykjavík. Við þökkum þá virðingu sem minningu hennar hefur verið sýnd. Guð blessi ykkur öll kæru vinir. Sigtryggur Helgason Þórhildur Sigtryggsdóttir Hrafnkell Óskarsson Kristbjörg Hrund Sigtryggsdóttir Skapti Haraldsson og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, Jakobína Ólöf Sigurðardóttir Úthlíð, Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnuninni Vestmannaeyjum mánu- daginn 22. júní. Útför hennar fer fram frá Landakirkju Vestmannaeyjum þriðjudaginn 30. júní kl. 13.00. Sigþóra Björgvinsdóttir Bragi Júlíusson Jóna Björgvinsdóttir Leifur Ársæll Leifsson Björgvin Björgvinsson Valgerður Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, Sigurður Bergmann Runólfsson, Bakarameistari, Vallarási 1, Reykjavík, lést að morgni sunnudagsins 21. júní. María Emma Suarez Blængur Sigurðsson Allan Sigurðsson. Samningur milli Íslenska gámafélagsins og Skeiða- og Gnúp- verjahrepps um flokkun sorps og moltugerð í sveitarfélaginu var undirritaður 23. júní síðastliðinn. „Skeiða- og Gnúpverjahreppur er fyrsta sveitarfélagið hér á landi til að skylda flokkun í grunnskólum. Innleiðingin á þessu nýja sorphirðukerfi á að hefjast í skólunum en fulltrú- ar frá umhverfissviði Íslenska Gámafélagsins hafa búið til kynningarefni fyrir grunnskólanema um endurvinnslu. Við förum í alla bekki, höldum fyrirlestra og erum með kennslu- efni fyrir viðkomandi bekkjadeildir til að leysa,“ segir Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins. Sýnd verða fræðslumyndbönd um hvað verður um úrgang sem flokkaður er, notuð verður fræðslusíða um endurvinnslu- mál, www.flokkarinn.is, og nemendur látnir gera verkefni. „Bæjarbúar munu einnig taka þátt í flokkuninni og mun starfs- fólk Íslenska gámafélagsins sjá um framkvæmd og fræðslu. Hvert heimili í sveitarfélaginu verður heimsótt og sýnt hvern- ig kerfið virkar,“ útskýrir Jón Þórir og heldur áfram: „Með þessu verður gefinn út bæklingur þar sem útskýrt er hver til- gangurinn með verkefninu er og hvaða árangri við erum að ná með því að fara í þetta flokkunarkerfi. Ráðgert er að hvert heimili í sveitarfélaginu hafi til ráðstöfunar þrjár ruslatunn- ur. Græna tunnan er ætluð fyrir endurvinnanlegan úrgang, brúna tunnan er undir lífrænan úrgang heimilisins en annar urðanlegur úrgangur fer í þriðju tunnuna. Íslenska Gámafé- lagið umbreytir lífræna úrgangnum í næringarríka moltu sem verður síðan notuð í bæjarfélaginu við uppgræðslu og gróð- ursetningu. Markmið verkefnisins er að minnka umfang al- menns sorps til urðunar um að minnsta kosti sextíu prósent,“ útskýrir Jón Þórir, spenntur fyrir verkefninu, og bætir við: „Nú þegar hefur svona flokkun verið tekin upp í nokkrum hreppum og er nýhafið sams konar tilraunaverkefni í einu hverfi í Kópavogi.“ Kostnaður við nýja kerfið er sambærileg- ur við gamla tunnukerfið þar sem kostnaður við urðun fær- ist til. „Það sem áður var urðað breytist nú í verðmæti sem hægt er að endurvinna og selja.“ Á síðasta ári flutti Íslenska gámafélagið 240 feta gáma fulla af pappír og pappa úr landi og í hverjum gámi eru 25 tonn. „Útflutningur er orðinn mjög stórt svið innan okkar fyrirtækis og endurvinnsla á hráefni innanlands er í örum vexti og ýmsar hugmyndir í gerjun,“ segir Jón Þórir bjartsýnn. hrefna@frettabladid.is ÍSLENSKA GÁMAFÉLAGIÐ: UPPFRÆÐIR GRUNNSKÓLANEMENDUR UM ENDURVINNSLU Skylda flokkun SPENNANDI VERKEFNI Jón Þórir segir samninginn við Skeiða- og Gnúpverjahrepp vera nýjan af nálinni þar sem sveitarfélagið er hið fyrsta hér á landi til að skylda flokkun í grunnskólum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.