Fréttablaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 54
38 25. júní 2009 FIMMTUDAGUR TRANSFORMERS 2 kl. 5D - 8D - 11D 10 TRANSFORMERS 2 kl. 5 - 8 - 11 HANGOVER kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 8:10 - 8:30 - 10:20 - 10:30 - 11 12 MANAGEMENT kl. 5:50 - 8 10 ADVENTURELAND kl. 3:40 - 5:50 12 STAR TREK XI kl. 10:20 10 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN m/ísl.tali kl. 4 - 6 L HANNAH MONTANA kl. 3:40 L TRANSFORMERS 2 kl. 4D - 7D - 10D 10 THE HANGOVER kl. 4 - 6 - 8 - 10D - 10:20 12 PHEDRÉ kl. 6 Leikrit í beinni BÍÓútsendingu L TRANSFORMERS 2 kl. 5 - 8 - 11 12 HANGOVER kl. 6 - 8 - 10 12 KYNNTU ÞÉR SÝNINGARTÍMA Á SELFOSSI OG Í KEFLAVÍK Á WWW.SAMBIO.IS 38.000 GESTIR VINSÆLASTA MYNDIN POWER POWER POWER FRÁ LEIKSTJÓRANUM MICHAEL BAY ásamt stórleikurunum Shia LaBeouf, John Torturo og kynþokkafyllstu leikkonu heims Megan Fox FLOTTASTA HASARMYND SUMARSINS SÝNINGAR um land allt POWER NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 10 10 16 7 7 L 12 L 14 YEAR ONE kl. 5.50 - 8 - 10.10 GHOSTS OF A GIRLFRIEND PAST kl. 5.50 - 8 TERMINATOR: SALVATION kl. 10 7 7 12 TRANSFORMERS 2 kl. 5 - 8 - 11 D TRANSFORMERS 2 LÚXUS kl. 5 - 8 - 11 D LESBIAN VAMPIRE KILLERS kl. 8 - 10 YEAR ONE kl. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 GHOSTS OF A GIRLFRIEND PAST kl. 5.45 - 8 GULLBRÁ kl. 3.10 TERMINATOR: SALVATION kl. 10.30 NIGHT AT THE MUSEUM 2 kl. 3.30 ANGELS & DEMONS kl. 5 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 5% 12 7 7 L 14 TYSON kl. 6 - 8 - 10 YEAR ONE kl. 5.50 - 8 - 10.10 GHOSTS OF A GIRLFRIEND PAST kl. 8 - 10.15 GULLBRÁ kl. 6 ANGELS & DEMONS kl. 6 - 9 SÍMI 530 1919 16 7 12 14 LESBIAN VAMPIRE KILLERS kl. 6 - 8 - 10 YEAR ONE kl. 5.45 - 8 - 10.15 TERMINATOR kl. 5.30 - 8 - 10.30 ANGELS & DEMONS kl. 5.30 - 8.30 600kr. fyrir börn 750kr. fyrir fullorðna SÍMI 551 9000 750 KR. FULLORÐNIR 600 KR. BÖRN 750 KR. FULLORÐNIR 600 KR. BÖRN - bara lúxus Sími: 553 2075 TRANSFORMERS 2 - POWER kl. 4, 7 og 10 10 YEAR ONE kl. 4, 6, 8 og 10 7 GHOSTS OF GIRLFRIENDS PAST kl. 6 og 8 7 GULLBRÁ kl. 4 - Ísl. tal L TERMINATOR SALVATION kl. 10 14 POWERSÝNINGKL. 10.00 HEIMSFRUMSÝND Á ÍSLANDI ! FLOTTASTA HASARMYND SUMARSINS Þær tvær plötur sem eru hér til umfjöllunar eiga það sameiginlegt að vera þriðju plötur viðkomandi hljómsveita og báðar gefa þær nú út sjálfar. Leaves voru á mála hjá erlendu stórfyrirtæki og vöktu nokkra athygli í Evrópu, en Ske sló í gegn hérlendis með plötunum Life Death Happiness & Stuff (2002) og Feelings Are Great (2004). We Are Shadows er í stíl við fyrri plötur Leaves. Það er sami gæða- stimpillinn yfir allri vinnslu, hvort sem það eru útsetningarnar, sánd- ið, söngurinn eða hljóðfæraleikur- inn. Hún hefst á frábæru opnunar- lagi The Harbor og næstu lög gefa því lítið eftir. Platan hljómar svo- lítið einsleit við fyrstu kynni, en lögin öðlast líf við frekari hlust- un. Strengja- og blástursútsetning- arnar sem eru áberandi í nokkrum laganna eru kannski ekkert mjög frumlegar, en þær koma vel út og styrkja heildarmyndina. Það eru mörg góð lög á We Are Shadows og nægir að nefna auk The Har- bor; Aeronaut, Planets, All The Streets Are Gold, Dragonflies og lokalagið With Drums We March The Streets. Flott plata sem gefur fyrri plötunum ekkert eftir. Stærsti kosturinn við Ske-plöt- una Love For You All eru flottar útsetningar. Platan er sú fyrsta síðan Höskuldur Ólafsson, fyrrum meðlimur Quarashi, gekk til liðs við sveitina sem söngvari. Hann stendur sig alveg ágætlega. Það er margt vel gert í spilamennskunni og lagasmíðarnar eru fínar þó að ekkert þessara laga hrópi beinlín- is á útvarpsspilun. Lélegur hljóm- ur háir samt plötunni nokkuð. Það vantar meiri dýpt í hann. Það heyr- ist vel t.d. í lokalaginu The Land in my Head sem byrjar lágstemmt en þegar kraftmeiri kafli hefst dettur botninn úr sándinu. Á heildina litið er þetta samt ágætis plata. Aðdá- endur ættu að ná sér í eintak. Trausti Júlíusson Gott og aðeins minna gott TÓNLIST We Are Shadows Leaves ★★★★ Gæðaplata sem gefur fyrri plötunum ekkert eftir. TÓNLIST Love For You All Ske ★★★ Flott lög og útsetningar, en sándið mætti vera betra. Reykjavíkurborg stendur nú fyrir hugmyndasamkeppni þar sem einstaklingum gefst kost- ur á að senda inn hugmyndir að veggverki á húsgafl. Verkefn- ið kallast Glaðari gaflar og geta áhugasamir skilað inn hugmynd- um að útfærslu á húsgafli sem má vera staðsettur hvar sem er innan borgarmarkanna. Dóm- nefnd, skipuð listamönnum á borð við Söru Riel, Theresu Himmer og Andra Snæ Magnason, mun svo velja þrjár bestu tillögurnar. Vinningshafarnir munu hljóta 300.000 krónur í styrk hver, sem varið skal til framkvæmda á verkinu. „Þetta er óneitanlega jákvætt skref að frekari samvinnu milli listamanna og borgaryfirvalda. Sú stefna sem ríkti hér áður var eiginlega bara yfirgangur af hálfu borgarinnar,“ segir Sara Riel og vísar hér til fyrri stefnu borgarinnar þar sem uppræta átti götulist. Listakonan og arkitektinn Theresa Himmer segir að það sé ánægjulegt að borgin ætli að taka þetta listform alvarlega og hlakkar mikið til að skoða allar þær hugmyndir sem munu ber- ast. „Það sem er svo áhugavert við þetta listform er að verkið tengist beint daglegu umhverfi borgarbúa. Fólk fær tækifæri til að upplifa verkin á annan hátt en inni í sýningarrými, það getur skoðað verkið í mismunandi birtu, veðri og árstíma og það breytir sýn áhorfandans á verk- ið og borgina,“ segir Theresa. Þátttakendur verða sjálfir að finna hentuga húsgafla og útvega leyfi hjá húseigendum. Hug- myndaleitin stendur frá 25. júní til 10. ágúst. Hægt er að nálgast allar frekari upplýsingar á face- book-síðu verkefnisins. - sm Glaðari gaflar út um alla borg THERESA HIMMER Situr í dómnefnd ásamt listakonunni Söru Riel, Andra Snæ og fleirum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Skemmtistaðir virðast þrífast vel í kreppunni því opnaðir verða þrír nýir skemmtistaðir nú á næst- unni. Svo virðist sem Íslendingar ætli sér að dansa burt allar kreppu- áhyggjur sínar ef dæma má allan þann fjölda skemmtistaða sem eru að fara að hefja rekstur í miðbæ Reykjavíkur. Fyrir skemmstu voru opnaðir skemmtistaðirnir Karamba og Barbara við Laugaveg 22. Rokkbúllan Sódóma Reykjavík leit dagsins ljós í byrjun mars og þykir öflugur tónleikastaður. Innan skamms mun enn bætast í litríka flóru skemmtistaða bæjarins því þrír nýir staðir verða enn opnað- ir í sumar. Skemmti- og veitinga- staðurinn Austur verður opnaður við Austurstræti 7 í byrjun júlí, en hönnuðurinn Hrafnhildur Hólm- geirsdóttir og hárgúrúinn Jón Atli Helgason sjá um að innrétta stað- inn. Þess má geta að Hrafnhildur sá meðal annars um að innrétta skemmtistaðinn Bost on sem þykir sérstaklega smekklegur. Bakkus er nafnið á nýjum bar sem einnig er fyrirhugað að opna um miðjan júlí. Barinn verður til húsa við Tryggvagötu 22, þar sem Gaukur á Stöng var áður. Þar eru nú fyrir Sódóma Reykjavík og London Reykjavík. Alls verða því þrír skemmtistaðir í húsinu. „Þetta verður hálfgerð listabúlla,“ segir Jón Pálmar Sigurðsson, einn þriggja eigenda staðarins. „Við ætlum að leggja áherslu á góða tónlist en ætlum ekki að vera með plötusnúða til að byrja með. Svo ætlum við að halda listasýningar hérna af og til.“ Á staðnum verð- ur einnig boðið upp á gott úrval af vodka sem verður sérpantað fyrir staðinn. Aðspurður segir Jón Pálm- ar að kreppan sé honum ekki mikið áhyggjuefni. „Ég held að mér hafi boðist þetta tækifæri einmitt vegna kreppunnar. Ég hefði aldrei haft efni á því að opna bar í góðærinu.“ Tónleikastaðnum Organ á að skipta í tvo minni skemmtistaði og verður áfram tónleikastaður á efri hæðinni en í kjallara hússins verður diskótek. Gunnar Már Þrá- insson, eigandi staðanna, segir að til að byrja með verði aðeins opið um helgar. „Staðurinn í kjallaran- um hefur hlotið nafnið Kjallarinn og þar verðum við með plötusnúða um helgar sem mun leika fyrir dansi. Við ætlum líka að bjóða gest- um okkar upp á gott úrval af hana- stélum og um leið reyna að stilla verðinu í hóf,“ segir Gunnar Már. Ætlunin er að opna báða staðina í byrjun júlí. Einnig er fyrirhugað að opna tón- leikastað við Klapparstíg 30, þar sem skemmtistaðurinn Sirkus var áður til húsa. Staðurinn mun heita Polar-bar. Eigandinn Loftur Lofts- son sagði við Morgunblaðið fyrir skemmstu að staðurinn yrði opn- aður 1. júlí. Hann vildi ekki tjá sig frekar við Fréttablaðið. sara@frettabladid.is Djammstöðum fjölgar enn ÞRÍR STAÐIR Í EINU HÚSI Jón Pálmar opnar barinn Bakkus í húsinu þar sem Gaukur á Stöng var áður. Þar verða því þrír skemmtistaðir. Jón Pálmar segir að kreppan skapi líka tækifæri fyrir fólk. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.