Fréttablaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 52
36 25. júní 2009 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Hljómsveitin JJ Soul Band held- ur sína fyrstu tónleika hérlend- is í fjögur ár þegar hún stígur á svið á Græna hattinum á Akur- eyri í kvöld. Síðast spilaði hún opinberlega á Íslandi á Listahá- tíð Seltjarnarness árið 2005 og þar áður á Listasumri Akureyr- ar og Jazzhátíð Austurlands árið 2002. Tónleikar á Blúshátíð á Ólafs- firði eru einnig fyrirhugaðir á laugardaginn og á Café Rosen- berg daginn eftir. Hljómsveitin ætlar meðal ann- ars að spila lög af sinni nýjustu plötu, Bright Lights, sem kom út í fyrra. Þeir fyrstu í fjögur ár JJ SOUL BAND Hljómsveitin JJ Soul Band spilar í fyrsta sinn í fjögur ár á Akureyri í kvöld. > VEIKINDI Á HEIMILINU Nýjar fregnir herma að yngstu börn Angelinu Jolie og Brads Pitt, tvíbur- arnir Knox og Vivienne, séu heilsu- lítil. Knox á víst erfitt með að halda mat niðri og Vivienne mun vera með mjólkuróþol. Bæði eru þau mjög veiklu- leg og þess vegna vilja foreldr- ar þeirra ekki að börnin fari út fyrir veggi heimilisins. Hjónin Sarah Jessica Parker og Matthew Broderick eignuð- ust tvíbura nú í vikunni. Hjón- in fengu staðgöngumóður til að ganga með börnin og sú fæddi tvær litlar stúlkur sem hafa feng- ið nöfnin Marion Loretta Elwell og Tabitha Hodge. Í fréttatilkynningu frá leikur- unum segja þau nöfnin Elwell og Hodge vera í höfuð skyldmenna Söruh. Í fréttatilkynningunni segjast þau jafnframt vera him- inlifandi með fæðingu dætranna. Fyrir eiga hjónin einn son, James Wilkie, sem er sjö ára. Eignuðust tvíbura Logi Geirsson og Björg- vin Páll Gústavsson halda stærsta partí ársins á skemmtistaðnum Oliver á laugardagskvöldið. Fjögur hundruð vinir þeirra hafa fengið boðskort og ekkert verður til sparað þegar hárgelið The Silver verður kynnt. „Þetta verður svolítið ýkt, svona Hollywood-þema með indversk- um mat. Ekki einhverjum pinna- mat heldur bara alvöru matur handa fjögur hundruð manns,“ segir Logi Geirsson, silfurdreng- ur með meiru. Um helgina ætla hann og Björgvin Páll Gústavsson að halda veglegt kynningarpartí á skemmtistaðnum Oliver í miðbæ Reykjavíkur. Og þangað verður stefnt öllum þeim sem hafa lagt sitt á vogarskálarnar við að ýta úr vör hárgelinu The Silver, sem þeir félagar hafa lagt nótt við nýtan dag við að koma á íslenskan mark- að. Fyrsti söludagur hefur verið settur hinn 1. júlí og ríkir mikil spenna í herbúðum silfurdrengj- anna enda er langþráður draumur, sem vaknaði hjá Loga fyrir fimm árum, að verða að veruleika. Logi er ekki alveg reiðubúinn til að uppljóstra hverju gestir silf- urteitisins mega eiga von á. Hann staðfestir hins vegar að mönnum eigi eftir að líða eins og alvöru Hollywood-stjörnum. Því þarna verða lífverðir á hverju strái, rauður dregill og ljósmyndarar til að festa á filmu þennan sögu- lega viðburð. Logi vildi ekki stað- festa að sverð- og eldgleypir yrði á staðnum né hvaða tónlistarmenn myndu troða upp. Hins vegar er alveg ljóst að það er meiri eftir- spurn en minni eftir því að hin goðsagnakennda hljómsveit Logi og Lundarnir troði upp í tilefni dagsins. „Ég vil ekki staðfesta eitt eða neitt, það er hins vegar alveg ljóst að þetta yrði flottur vett- vangur fyrir okkur að frumsýna hljómsveitina hér á landi,“ segir Logi, dularfullur. Hins vegar er ljóst að Idol-Lísa mun troða upp þetta kvöld ef marka má frétta- tilkynningu sem umboðsmaður hennar, Einar Bárðarson, sendi frá sér. Logi upplýsir að dolla með gelinu verði við hvern vask á Oliver þannig að áhugasam- ir geta fengið að prófa vöruna. Og kannski verður eitthvað eftir þegar almenningi verður hleypt inn á Oliver á miðnætti. Björgvin Páll Gústavsson var staddur í Svíþjóð á markmanns- námskeiði þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Hann er væntan- legur til landsins í dag og mun þá hella sér af fullum krafti út í undirbúninginn fyrir silfurteit- ið. „Þetta er bara mikið tilhlökk- unarefni, loksins er þetta að fara af stað og vonandi á veislan bara eftir að kveikja í fólki.“ Þess má geta að heimasíða gelsins er thesilver.is. freyrgigja@frettabladid.is SILFURDRENGIR BJÓÐA 400 MANNS Í INDVERSKAN MAT Í PARTÍI ÁRSINS LOGI GEIRSSON Silfurveislan sem Björgvin Páll og Logi Geirsson blása til verður ein af veislum ársins. Kannski tímanna tákn að það skuli vera íþróttakappar en ekki útrásarvíkingar sem haldi það enda full innistæða fyrir því sem Logi og Björgvin hafa verið að gera. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Bandaríski grínistinn, Ed McMa- hon, er látinn, 86 ára að aldri. Dánarorsök er enn óljós en hann lést á sjúkrahúsi í Los Angeles í fyrradag. Ed McMahon var þekktastur fyrir að vera kynnir fyrir Johnny Carson í The Tonight Show frá 1962 og allt til ársins 1992. Hann kom einnig fram í fjölda annarra sjónvarpsþátta og lék einnig í nokkrum kvikmyndum. McMahon látinn „Við höfum tekið þá ákvörð- un að skilja og við vonum að fjölmiðlar virði þá ósk okkar að gera það í kyrrþey, fjarri kastljósinu.“ Á þessum nótum var yfirlýsingin sem Peter André og Katie Price sendu bresku pressunni þegar þau ákváðu að skilja eftir rúmlega þriggja ára hjóna- band. Óhætt er að fullyrða að hvorki breskir fjölmiðlar né Peter eða Katie hafi virt þessa yfirlýsingu því stans- lausar fréttir af þessum fyrr- verandi hjónakornum hafa borist undanfarna daga. Það nýjasta í málinu er að Katie kallar Peter öllum nöfnum á twitter-síðu sinni sem tæplega tvö hundruð þús- und aðdáendur lesa daglega. Skilaboðin hefjast reyndar á því að Katie lýsir því yfir að hún geti ekki beðið eftir að sjá börnin sín aftur. En hún skildi þau eftir hjá fyrr- um eiginmanni sínum þegar hún hélt áleiðis til Ibiza þar sem hún hefur hvílt í örmum ókunnugra manna. Svo hefst reiðilesturinn og Katie hell- ir úr skálum reiði sinnar yfir André, kallar hann slíkum nöfnum að jafn siðprútt blað og Fréttablaðið getur ekki haft þau eftir. Ljóst er að ekki eru öll kurl komin til grafar enn í þessum skilnaði. Katie sendir Peter tóninn á Twitter SJÓNVARPSSTJARNA LÁTIN McMahon kom fram í fjölda sjón- varpsþátta á löngum ferli sínum. ILLINDI Skilnaður Peters André og Katie Price virðist ætla að verða hálfógeðfelldur. N O R D IC P H O TO S/ G ET TY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.