Fréttablaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 50
34 25. júní 2009 FIMMTUDAGUR Leikkonan Katherine Heigl, sem sló í gegn í læknaþátt- unum Grey´s Anatomy, hefur tekið að sér aðalhlutverkið í rómantísku gamanmyndinni Life As We Know It. Heigl hefur verið að færa sig upp á skaftið í kvikmynda- heiminum og svo virðist sem rómantískar gamanmyndir ætli að verða aðalsmerki henn- ar í Hollywood. Síðasta mynd hennar var brúðkaupsgrín- ið 27 Dresses þar sem hún lék eilífðar brúðarmær og næsta mynd hennar áður en Life As We Know It fer á hvíta tjaldið nefnist The Ugly Truth sem fjallar um samskipti kynjanna. Life As We Know It fjallar annars um tvær manneskjur sem verða fyrir miklu áfalli þegar sameiginlegur vinur þeirra deyr í slysi. Sam- kvæmt erfðaskránni eiga þær að sjá um unga dóttur vinar- ins og ljóst að það á síður en svo eftir að ganga áfallalaust fyrir sig. Þess má geta að Heigl leik- ur ekki aðeins aðalhlutverkið í myndinni heldur framleiðir hún hana einnig í samstarfi við móður sína Nancy. Leikstjóri verður Greg Berlanti sem er maðurinn á bak við sjónvarps- þætti á borð við Dirty Sexy Money, Brothers and Sisters og Dawsons´s Creek. Enn meiri rómantík hjá Heigl bio@frettabladid.is Þótt einhverjir efist um leiklistarhæfileika Megan Fox hefur hún svo sann- arlega stimplað sig inn í kvikmyndabransann með kvikmyndunum um Opti- mus Prime og hina Trans- formers-karlana. Framhaldsmyndin Transformers: Revenge of the Fallen verður frum- sýnd í kvikmyndahúsum borg- arinnar um helgina og ef hún er eitthvað í líkingu við fyrri mynd- ina ætti hún að trekkja að hasaróð ungmenni sem þyrstir í spreng- ingar og tæknibrellur. Myndin tekur upp þráðinn þar sem sú fyrri skildi við hann. Sam Witwicky er kominn í háskóla og er í góðu sam- bandi við bifvélavirkjann Mikaelu Barnes. En smá babb kemur í bát- inn þegar Megatron og hans þrjót- ar snúa aftur til jarðar og reyna að taka Sam til fanga enda veit piltur- inn allt um uppruna Transformers. Og sú vitneskja gæti ógnað tilveru þessara geimveruvélmenna. Ekki er að sökum að spyrja, Optimus Prime og félagar snúast til varn- ar og reyna að bjarga heimsbyggð- inni allri frá glötun. Ekki þarf að fjölyrða um vin- sældir fyrstu Transformers- myndarinnar. Hún sló rækilega í gegn enda meistarastykki á sviði tæknibrellna. Myndin markaði jafnframt upphafið að ótrúlegum vinsældum Megan Fox en henni tókst nýverið að verja titil sinn sem kynþokkafyllsta kona heims í augum lesenda karlatímarits- ins FHM. Til gamans má geta að Jennifer Lopez var eina konan sem hafði tekist það áður en Fox spratt fram á sjónarsviðið. Í raun má segja að vinsældir Fox og vinsældir Transformers haldist í hendur. Því fyrir kvikmyndina hafði leikkonan varla gert neitt af viti og á milli Transformers-mynd- anna tókst Megan Fox ekki að velja sér neitt sérstaklega gáfuleg hlut- verk. How to Lose Friends & Alien- ate People var hálfgert flopp þrátt fyrir veiklulega tilraun markaðs- karlanna til að selja kvikmynd- ina með blautabolssenum leikkon- unnar. Um kvikmyndina Whore er lítið vitað, annað en að hún skartar Ron Jeremy í einu hlutverkanna. Spurningin er hvort Fox hafi leit- að til unnusta síns, Brian Austin Green, sem seint verður sakað- ur um mikla leiklistarhæfileika (hann lék David Silver í 90210- sjónvarpsþáttunum ef einhverjir skildu hafa gleymt því). Fox hafði reyndar gengið ágæt- lega að vinna fyrir salti í graut- inn með fyrirsætustörfum á unga aldri. Hún hefur unnið í skemmt- anaiðnaðinum frá fimm ára aldri og veit því nokkurn vegin út á hvað bransinn gengur. Hún lék nokkur gestahlutverk í þekkt- um sjónvarpsþáttum þar vestra og fékk fasta vinnu í sjónvarps- seríunni Hope & Faith sem sýnd- ir var á Íslandi fyrir ekki löngu. Fox dreymdi hins vegar um frægð og frama á hvíta tjaldinu og hefur meðal annars afrekað að leika á móti þremur barnastjörnum sem allar eiga það sameiginlegt að tölu- vert hefur fallið á stjörnur þeirra. Fox lék nefnilega á móti Olsen-tví- burunum í Holiday in the Sun og svo á móti ólíkindatólinu Lindsay Lohan í Confessions of a Teenage Drama Queen. Forvitnilegt verður að sjá hvern- ig Fox tekst að viðhalda vinsæld- um sínum, nú þegar Transfor- mers-ævintýrinu virðist vera að ljúka. Hún hefur úr nægum verk- efnum að moða, vinsældirnar eru ótvíræðar en stóra spurningin hlýtur að vera sú: hvort örlög Fox verði þau að daga uppi og falla í gleymskunnar dá áður en fyrsti áratugur 21. aldarinnar hefur runnið sitt skeið. UPPHAFIÐ AÐ MEGAN FOX Bandaríski leikstjórinn David Fincher er þessa dagana orðaður við kvikmynd um Facebook-ævin- týrið. Fincher þarf vart að kynna fyrir kvikmyndaáhugamönnum, eftir hann liggja verk á borð við Seven, The Game og nú síðast The Curious Case of Benjamin Butt- on. Að ógleymdu Rolling Stones- myndbandinu sem nýjasta Voda- fone-auglýsingin á Íslandi vísar svo sterkt til. Facebook er reyndar í svipuð- um sporum og Fincher, þetta vina- samfélag hefur slegið gjörsam- lega öll met á netinu, er orðið að hálfgerðu tákni fyrir samskipta- máta 21. aldarinnar og milljónir manna nota vefsíðuna til að end- urnýja kynni við löngu horfna skólafélaga og ástvini. Vefsíðan hefur jafnframt orðið kveikjan að ástarsamböndunum og skiln- uðum þannig að vegir vinasamfé- lagsins eru nánast órannsakanleg- ir. Meira að segja mótmælendur í Íran nota Facebook til að koma á framfæri myndböndum og mynd- um af harðræðinu sem þeir hafa mátt þola frá klerkastjórninni í Teheran. Aaron Sorkin er að skrifa hand- rit um þessa hugmynd Mark Zuck- erberg en Facebook fæddist í Harvard og var upphaflega hugs- að sem tengslanet milli nemenda háskólans, en talið er að í dag séu yfir tvö hundruð milljónir not- enda skráðir á Facebook. Fram- leiðendur myndarinnar um þetta fyrirbæri eru Scott Rudin, Mike DeLuca og Kevin Spacey sem vilja hefja störf sem fyrst og ráð- gert er að tökur hefjist 2010. Fincher leikstýrir Facebook AMERÍSKI DRAUMURINN Óhætt er hægt að segja að Mark Zuckerberg lifi amer- íska drauminn til fulls en vinasamfélag hans á netinu, Facebook, hefur slegið öll met. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Varð óglatt eftir ástar- senur með Fisher Líf kvikmyndaleikarans er ekki alltaf dans á rósum. Og atriði sem birtast áhorfendum í líki lostafullra ástarsena eru oft- ast kvöl og pína fyrir þá sem taka þátt í þeim. Í það minnsta var það þannig fyrir hinn unga og óreynda Edward Hogg þegar hann lék í ástarsenu á móti Stjörnustríðsstjörnunni Carrie Fisher. Honum varð nefnilega óglatt eftir tökurnar. Atriðið er að finna í kvikmynd- inni White Lightnin‘ en þar eru þau Hogg og Fisher í heitum leik í baðkari. Með þeim í bað- inu er síðan kampavínsflaska. Og þannig sjá áhorfendur atrið- ið. Hins vegar gekk ekki þrauta- laust að taka upp atriðið og því þurfti Hogg, sem leikur áfeng- issjúkan dansara í myndinni, að drekka heilar þrjár kampavíns- flöskur á meðan leikar stóðu sem hæst. „Atriðið var tekið upp sjö sinnum og ég þurfti að drekka hálfa flösku í hvert skipti. Þegar við vorum loks búin þá fór ég fram á klósett og kastaði upp,“ segir Hogg í samtali við vefsíð- una WENN. Og til að bæta gráu ofan á svart þá leið Hogg ekkert allt- of vel að vera ofan í baðkarinu með Carrie. Því hann hafði horft á allar Stjörnustríðsmyndirnar um hver jól frá því hann var sex ára og dáðst að fegurð og þokka Fisher. „En Carrie var mikil fag- manneskja og vissi nákvæmlega hvað hún var að gera.“ ÞRJÁR KAMPAVÍNSFLÖSKUR Edward Hogg viðurkennir að honum hafi þótt óþægilegt að leika á móti Carrie Fisher, enda hafi hann verið mikill aðdáandi Star Wars. > GÁTUMAÐURINN DEPP Johnny Depp hefur áhuga á að leika Gátumanninn í næstu Bat- man-mynd. „Ef tækifærið kæmi upp þá myndi ég pottþétt grípa það. Ég hef alltaf verið hrifinn af Gátumann- inum,“ sagði hann. Batman sjálfur, Christi- an Bale, leikur á móti Depp í myndinni Public Enemies og telur einnig að hann myndi smellpassa í hlutverkið. KATHERINE HEIGL Heigl hefur tekið að sér aðal- hlutverkið í rómantísku gamanmyndinni Life As We Know It. BLESSUN EÐA BÖLVUN Megan Fox hefur náð ótrúlegum vinsældum með kvikmynd- unum tveim um Transformers. Spurningin er hins vegar hvort það sé líf hjá Fox eftir Optimus Prime? NORDIC PHOTOS/AFP SENDU S MS SKEY TIÐ ESL LVK Á NÚMERIÐ 1900 ÞÚ GÆTIR UNNIÐ B ÍÓMIÐA! AÐRIR VI NNINGAR ERU: TÖLVULEI KIR, DVD MYNDIR , BÍÓMIÐ AR, GOS OG M ARGT FLE IRA FRUMSÝ ND 24. J ÚNÍ TVEIR VIT LEYSING AR. FULLT AF LESBÍSK UM VAM PÍRUM. EIN SVAK ALEG NÓ TT! WWW.BREIK.IS/LVK 9. hver vinnur! Vinningar verða afhentir í ELKO Lindum.149 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.